Síða 1 af 1

Hjálp með Lenovo ideaPad 5pro

Sent: Sun 28. Sep 2025 20:18
af jardel
Vélin er rétt 2 ára gömul.
Það semr gerist er að batteríið hrapar niður á nokkrum sekúndum og tölvan slekkur á sér en aftur á móti sem en sérstakara að það fer það upp í 100% á nokkrum sekúndum líka. Veit einhver hér hvað er til ráða?

Re: Hjálp með Lenovo ideaPad 5pro

Sent: Sun 28. Sep 2025 20:38
af rostungurinn77
Hefurðu prufað að keyra rafhlöðutékk í windows ?


Ferð í command prompt (run as administrator) og skrifar

Kóði: Velja allt

powercfg /batteryreport /output "C:\battery-status.html”


Opnar síðan battery-status.html skránna.

Líklegasta skýring, rafhlaðan er ónýt.

Rýmdin á rafhlöðunni er líklegast komin í eitthvað mjög lítið af upprunalegri rýmd. 100% hleðsla er því merkingarlaus.

Mitt gisk.

Re: Hjálp með Lenovo ideaPad 5pro

Sent: Sun 28. Sep 2025 20:48
af Snaevar
Getur líka prufað að boota Windows í Safe mode, og sjá hvort það sé eitthvað öðruvísi

Re: Hjálp með Lenovo ideaPad 5pro

Sent: Mið 01. Okt 2025 11:17
af jardel
Takk fyrir upplýsingarnar.
Vitið þið hvar ég get verslað battery á netinu.
Má vera aftermarket

Re: Hjálp með Lenovo ideaPad 5pro

Sent: Mið 01. Okt 2025 11:45
af Snaevar
Ég hef verslað varahluti í Lenovo fartölvur hér með góðum árangri: http://ipc-computer.eu/

Re: Hjálp með Lenovo ideaPad 5pro

Sent: Mið 01. Okt 2025 16:59
af jardel
Snaevar skrifaði:Ég hef verslað varahluti í Lenovo fartölvur hér með góðum árangri: http://ipc-computer.eu/


Hvernig er það sambandi við rafhlöður.
Það er svo strangt sambandi við flugfrakt?

Re: Hjálp með Lenovo ideaPad 5pro

Sent: Mið 01. Okt 2025 18:59
af Snaevar
Já, passar. Engar slíkar rafhlöður og fartölvurafhlöður m.a. mega koma með flugi.

Þegar ég pantaði síðast frá IPC-computer þá er ég frekar viss um að það kom með sjófrakti þótt það var ekki rafhlaða. Tekur smá tíma en stóðst allt.

Re: Hjálp með Lenovo ideaPad 5pro

Sent: Mán 06. Okt 2025 12:22
af jardel
Ákvað að prufa að gera pöntun í gengum http://ipc-computer.eu/
Fæ þessa meldingu:

ATTENTIONThere is a battery in the shopping cart! Due to shipping limitations we are not allowed to send batteries into your selected country.Please remove the battery from the cart or select a different shipping addressWe are sorry for this inconvenience

Er engin önnur leið?

Re: Hjálp með Lenovo ideaPad 5pro

Sent: Mán 06. Okt 2025 13:34
af DJOli
jardel skrifaði:Ákvað að prufa að gera pöntun í gengum http://ipc-computer.eu/
Fæ þessa meldingu:

ATTENTION There is a battery in the shopping cart! Due to shipping limitations we are not allowed to send batteries into your selected country. Please remove the battery from the cart or select a different shipping address. We are sorry for this inconvenience

Er engin önnur leið?


Er nokkur möguleiki að þú hafir valið rangan sendingarmáta? Mögulega þarftu að heyra í support til að fá leyst úr þessu.

Re: Hjálp með Lenovo ideaPad 5pro

Sent: Mán 06. Okt 2025 16:04
af RassiPrump
Þú þarft að láta senda rafhlöður með sjó. Annars getur þú fengið sérstakt leyfi til að flytja lithium rafhlöður með DHL, en þá þyrftir þú sennilega að láta sækja þetta til seljanda, sem kostar alveg slatta. Þurfti að láta sækja pakka til Hollands og flytja með flugi hingað heim um daginn, á stærð við Playstation tölvu, 5 kg, kostaði 28þ á sérkjörum að láta sækja með DHL.

Re: Hjálp með Lenovo ideaPad 5pro

Sent: Þri 07. Okt 2025 12:30
af jardel
Takk fyrir upplýsingarnar það er alveg ótrúlegt hvað þeir svara illa hjá http://ipc-computer.eu/
tekur stunum upp í viku að fá svar á tölvupósti hjá þeim. Það er ekkert livechat hjá þeim sem ég sé.

Re: Hjálp með Lenovo ideaPad 5pro

Sent: Þri 07. Okt 2025 12:44
af Viggi
tékkaði á aliexpress og þar er sent oft sjóleiðina og þar er shipping 25-30k á batteryunum þannig að þetta er orðið helvítis bras að fá battery sent

hér eru leitarniðurstöðurnar. veist amk af því ef allt annað klikkar.

https://www.aliexpress.com/w/wholesale- ... t.search.0