Síða 1 af 1

Ókeypis Windows 10 uppfærslur til 13. október 2026

Sent: Þri 14. Okt 2025 13:24
af GuðjónR
Góðar fréttir, ókeypis öryggisuppfærslur á Windows 10 í eitt ár. \:D/

Re: Ókeypis Windows 10 uppfærslur til 13. október 2026

Sent: Þri 14. Okt 2025 13:47
af ABss
Daginn, hvað er til ráða fyrir þær tölvur sem þurfa 10 áfram? (Og þar sem kostu er að losna við sem mest af spammi og MS rugli)?

Ég hef séð, en ekki prófað: https://github.com/builtbybel/Flyoobe

Svo er þetta til: https://massgrave.dev/

Ólöglegt, siðlaust, sjálfsbjargarviðleitni, það má kalla þetta ýmsum nöfnum. Það er grííííðarlegur fjöldi af tölvum á leiðinni í landfyllingu út af þessum kröfum. Grunlausir neytendur kaupa sér nýja tölvu, ókeidókei.

Í mínu tilfelli snýst þetta t.d. um "iðnvélar" og önnur tæki sem er ekki fýsilegt að eiga við sem og að afskrifa ekki bara vélbúnað sem á inni mörg, mörg ár af notkun.

Persónulega var ég löngu fluttur yfir í opnari, frjálsari hugbúnað og stýrikerfi og fagna þessu skrefi því ég sé fullt af fólki færa sig yfir, besta mál.

Re: Ókeypis Windows 10 uppfærslur til 13. október 2026

Sent: Þri 14. Okt 2025 15:35
af gnarr
ABss skrifaði:Daginn, hvað er til ráða fyrir þær tölvur sem þurfa 10 áfram?

...


Activiation er ekki vandamálið, heldur að þær hætta að fá uppfærslur. Það mun verða til þess að vírusar geta auðveldlega notfært sér galla sem finnast eftir að uppfærslur hætta og tölvan verður mjög óörugg fyrir vikið.

Re: Ókeypis Windows 10 uppfærslur til 13. október 2026

Sent: Þri 14. Okt 2025 16:02
af Henjo
Microsoft account? jæks, held að ég afþakki það alveg. En flott fyrir þá sem nota svoleiðis.

Siðlaust líka af Microsoft að neyða fólk til að henda gömlu tölvunum sínum, vona að fleiri færi sig í opnari lausnir.

Re: Ókeypis Windows 10 uppfærslur til 13. október 2026

Sent: Þri 14. Okt 2025 16:26
af rostungurinn77
Henjo skrifaði:Microsoft account? jæks, held að ég afþakki það alveg. En flott fyrir þá sem nota svoleiðis.

Siðlaust líka af Microsoft að neyða fólk til að henda gömlu tölvunum sínum, vona að fleiri færi sig í opnari lausnir.


Microsoft er ekki að neyða neinn til neins. Þú getur keyrt windows 10 áfram eins og þig lystir bara eins og það eru einhverjir brjálæðingar ennþá að keyra windows xp og örugglega 2000 einhversstaðar.

Re: Ókeypis Windows 10 uppfærslur til 13. október 2026

Sent: Þri 14. Okt 2025 17:37
af ABss
gnarr skrifaði:
ABss skrifaði:Daginn, hvað er til ráða fyrir þær tölvur sem þurfa 10 áfram?

...


Activiation er ekki vandamálið, heldur að þær hætta að fá uppfærslur. Það mun verða til þess að vírusar geta auðveldlega notfært sér galla sem finnast eftir að uppfærslur hætta og tölvan verður mjög óörugg fyrir vikið.


Skil þig, ég sé að þetta snýst að miklu leiti um secure boot og tpm, eða skort þar á, á eldri búnaði. Eða það er amk afsökunin.

Eru einhver fiff betri en önnur til að komast hjá þessu og þröngva win 11 á eldri búnað?

Re: Ókeypis Windows 10 uppfærslur til 13. október 2026

Sent: Þri 14. Okt 2025 17:45
af Henjo
rostungurinn77 skrifaði:
Henjo skrifaði:Microsoft account? jæks, held að ég afþakki það alveg. En flott fyrir þá sem nota svoleiðis.

Siðlaust líka af Microsoft að neyða fólk til að henda gömlu tölvunum sínum, vona að fleiri færi sig í opnari lausnir.


Microsoft er ekki að neyða neinn til neins. Þú getur keyrt windows 10 áfram eins og þig lystir bara eins og það eru einhverjir brjálæðingar ennþá að keyra windows xp og örugglega 2000 einhversstaðar.


Microsoft eru með markaðráðandi stöðu og hafa nýtt þá stöðu að ýta öðrum lausnum í burtu, hafa t.d. sent leiðbeningar í verslanir hvernig á að ýtta fólki frá linux og kjósa frekar windows.

Núna er þeir að hætta með stuðning við Windows 10, allt í góðu, skiljanlegt. En kröfurnar þeirra fyrir Windows 11 eru fáránlegar og eru þannig að óteljandi margar tölvur munu ekki geta uppfært uppí nýjustu tegund af Windows. Og munu því fólk, sem treystir á hugbúnað sem virkar bara fyrir windows, neyðast annaðhvort nota úrelt stýrikerfi sem ekki fær lengur öryggisuppfærslur, eða kaupa nýja tölvu.

Skiljanlegt að Microsoft eru með þessar kröfur fyrir nýjan vélbúnað, en að eldri vélbúnaður, sem hefur 100% kraftinn til að runna Windows 11 fær ekki tækifæri til þess, er algjörlega fáránlegt. Í staðinn gæti Microsoft komið bara með popup glugga sem tilkynnir fólki að gamla tölvan þeirra er ekki eins örugg og nýrri tölva væri, og fólk myndi þá bara taka ákvörðun hvað það vil gera útfrá því.

Þannig jú, þeir eru að neyða fólk til þess.

Ég skil að þú túlkir "neyða" öðruvísi. En það er verið að neyða fólk í allskonar, þó svo tæknilega séð er alveg atlernatives í boði. Ef ég er rændur og er neyddur að gefa þjófinu pening, þá hefði ég líka alveg getað fengið byssuskot í magan, eitt stk öryggisgalli á malakútinum spítandi blóði útum allt.

Neyða þýðir ekki endilega að það er bara einn valkostur. Í þessu tilfelli er hinn valkosturinn að nota stýrikerfi sem er útrunnið, og ekki með öryggisuppfærslur. Þetta er það sem Microsoft er að bjóða viðskiptavinum sínum.

Fyrirtæki neyðast núna til að uppfæra uppí Windows 11 og losa sig við gamlan vélbúnað, en það er auðvitað ekki verið að neyða þau. Þau geta alveg boðið sínu fólk, og sínum viðskiptavinum uppá að nota úrelt stýrikerfi, ekki satt?

Re: Ókeypis Windows 10 uppfærslur til 13. október 2026

Sent: Þri 14. Okt 2025 18:23
af rostungurinn77
Henjo skrifaði:
Fyrirtæki neyðast núna til að uppfæra uppí Windows 11 og losa sig við gamlan vélbúnað, en það er auðvitað ekki verið að neyða þau. Þau geta alveg boðið sínu fólk, og sínum viðskiptavinum uppá að nota úrelt stýrikerfi, ekki satt?


Ef við horfum til þeirrar staðreyndar að tpm 2.0 er búið að vera staðlað (er það ekki annars) síðan svona 2017-18 og í núna er farið að síga á seinni hlutann á árinu 2025 þá er þetta mun minni skellur fyrir fyrirtæki en ætla mætti.

Vissulega eru alveg einstaklega sérstök dæmi um vélar sem keyra ekki nema á windows xyz, já ég veit.

Að því sögðu þá myndi ég gera ráð fyrir að svona flest fyrirtæki með svona 10-29,30-49,50-99 starfsmenn og uppúr séu ekki að rúlla á mörgum 5+ ára tölvum bara af ástæðum sem koma þessu lítið við.

Með öðrum orðum. Ég hef litlar áhyggjur af fyrirtækjum.

Ég hef meiri áhyggjur af sjálfum mér með minn úrelta turn með i5 4690k (vúpp vúpp) sem gengur fínt og heldur áfram að ganga fínt á linux en windows fær að mæta afgangi á þeirri tölvu.

Ég get hins vegar haldið áfram að nota þann turn, og líklegast mun vélbúnaður gefa sig áður en einhver stórkostlegur öryggisgalli í windows 10 mun ná mér.

Er bara að spá í að sleppa því en það er mitt val.

Re: Ókeypis Windows 10 uppfærslur til 13. október 2026

Sent: Þri 14. Okt 2025 18:41
af oliuntitled
ABss skrifaði:Í mínu tilfelli snýst þetta t.d. um "iðnvélar" og önnur tæki sem er ekki fýsilegt að eiga við sem og að afskrifa ekki bara vélbúnað sem á inni mörg, mörg ár af notkun.

Persónulega var ég löngu fluttur yfir í opnari, frjálsari hugbúnað og stýrikerfi og fagna þessu skrefi því ég sé fullt af fólki færa sig yfir, besta mál.



Þurfa þessar iðnvélar netsamband ? Ef ekki þá er auðveld lausn í boði, almennilegur router/eldveggur getur auðveldlega einangrað svona vélar og haldið þeim til haga.
Ef þær þurfa netsamband þá er sömuleiðis hægt að setja upp góða varnarveggi með öflugum enterprise eldvegg sem rýnir í og stýrir umferðinni almennilega fyrir þessi tæki.
Vissulega geta þetta verið dýrar lausnir en það er mjög líklega ódýrara en að endurnýja iðntölvurnar í mörgum tilfellum.

Re: Ókeypis Windows 10 uppfærslur til 13. október 2026

Sent: Þri 14. Okt 2025 18:49
af ABss
rostungurinn77 skrifaði:
Henjo skrifaði:
Fyrirtæki neyðast núna til að uppfæra uppí Windows 11 og losa sig við gamlan vélbúnað, en það er auðvitað ekki verið að neyða þau. Þau geta alveg boðið sínu fólk, og sínum viðskiptavinum uppá að nota úrelt stýrikerfi, ekki satt?


Ef við horfum til þeirrar staðreyndar að tpm 2.0 er búið að vera staðlað (er það ekki annars) síðan svona 2017-18 og í núna er farið að síga á seinni hlutann á árinu 2025 þá er þetta mun minni skellur fyrir fyrirtæki en ætla mætti.

Vissulega eru alveg einstaklega sérstök dæmi um vélar sem keyra ekki nema á windows xyz, já ég veit.

Að því sögðu þá myndi ég gera ráð fyrir að svona flest fyrirtæki með svona 10-29,30-49,50-99 starfsmenn og uppúr séu ekki að rúlla á mörgum 5+ ára tölvum bara af ástæðum sem koma þessu lítið við.

Með öðrum orðum. Ég hef litlar áhyggjur af fyrirtækjum.

Ég hef meiri áhyggjur af sjálfum mér með minn úrelta turn með i5 4690k (vúpp vúpp) sem gengur fínt og heldur áfram að ganga fínt á linux en windows fær að mæta afgangi á þeirri tölvu.

Ég get hins vegar haldið áfram að nota þann turn, og líklegast mun vélbúnaður gefa sig áður en einhver stórkostlegur öryggisgalli í windows 10 mun ná mér.

Er bara að spá í að sleppa því en það er mitt val.


Það er ekki eingöngu það hvort fyrirtæki eða einstaklingar hafi efni og tækifæri til að uppfæra. Það er sú sturlaða staðreynd að afleiðingin verður sú að hundruðum þúsunda, líklega milljónir á milljón ofan af tölvum verður fleygt. Rafbúnaður sem vel mætti nýta í mörg ár í viðbót. Það er sturlað.

Re: Ókeypis Windows 10 uppfærslur til 13. október 2026

Sent: Þri 14. Okt 2025 19:19
af Henjo
rostungurinn77 skrifaði:
Henjo skrifaði:
Fyrirtæki neyðast núna til að uppfæra uppí Windows 11 og losa sig við gamlan vélbúnað, en það er auðvitað ekki verið að neyða þau. Þau geta alveg boðið sínu fólk, og sínum viðskiptavinum uppá að nota úrelt stýrikerfi, ekki satt?


Ef við horfum til þeirrar staðreyndar að tpm 2.0 er búið að vera staðlað (er það ekki annars) síðan svona 2017-18 og í núna er farið að síga á seinni hlutann á árinu 2025 þá er þetta mun minni skellur fyrir fyrirtæki en ætla mætti.

Vissulega eru alveg einstaklega sérstök dæmi um vélar sem keyra ekki nema á windows xyz, já ég veit.

Að því sögðu þá myndi ég gera ráð fyrir að svona flest fyrirtæki með svona 10-29,30-49,50-99 starfsmenn og uppúr séu ekki að rúlla á mörgum 5+ ára tölvum bara af ástæðum sem koma þessu lítið við.

Með öðrum orðum. Ég hef litlar áhyggjur af fyrirtækjum.

Ég hef meiri áhyggjur af sjálfum mér með minn úrelta turn með i5 4690k (vúpp vúpp) sem gengur fínt og heldur áfram að ganga fínt á linux en windows fær að mæta afgangi á þeirri tölvu.

Ég get hins vegar haldið áfram að nota þann turn, og líklegast mun vélbúnaður gefa sig áður en einhver stórkostlegur öryggisgalli í windows 10 mun ná mér.

Er bara að spá í að sleppa því en það er mitt val.


Akkúrat, þetta eru alls ekki meirihluta véla sem eru í notkun. En alveg helling. Fullt af fyrirtækjum eru auðvitað alltaf endalaust að endurnýja vélbúnað, oft algjörlega að óþörfu (afhverju er vinnuvélin mín sem er notuð fyrir word og ritvinnslu með I7 örgjörva?) En ég hef unnið á fullt af stöðum þar sem það er skrifstofutölva eða hliðartölvua notuð í hitt og þetta, og þetta væru það gamlar vélar sem ekki styðja kröfur microsofts, þrátt fyrir að vera bara spræka og góðar ennþá. Núna þurfa þessir eigendur að hafa fyrir því að koma fyrir nýjum vélbúnaði og eyða fullt af pening.

Síðan eru líka margar vélar þar sem þessir fídusar eru til staðar en eru disabled by default. Ég er með fimm ára gamla vél og þurfti að enabla sjálfur í biosinum, auðvitað ekkert mál fyrir mig. En hversu margir munu lenda í því að fá skilaboð að þeir geta ekki uppfært, og ekki átta sig á að það þarf manual að koma þessum fídusum í gang? (sjá hvað kemur efst uppí google, læt mynd fylgja)

Og ef þetta eru svona fáar vélar, þá spyr maður. Afhverju ekki bara leyfa þetta? núna er auðvelt að komast framhjá þessum með t.d. rufus og allt bara flott.

Þannig staðreyndin er sú, ákvörðun microsoft mun valda því að helling af fólki "neyðast" til að kaupa sér nýja tölvu og óendanlega margar tölvur munu enda á haugunum.

Allstaðar í kringum mig hjá vinum og fjöldskyldum eru gamlar pre-2017 vélar sem eru notaðar í casual notkun. Ekkert að þeim, mjög sprækar og mjög fínar. Árið er ekki lengur 2003 þar sem vélar eru ónothæfar eftir bara 3-4 ár.

Samfélagið og fyrirtæki munu lifa þetta af og ekkert vesen þannig séð, þetta er bara ótrúlega mikill sóun og bara en eitt dæmið um Microsoft að gefa öllum puttan og komast upp með það. Og það er einmitt það sem mér finnst sorglegast við þetta, að fólk samþykkir þetta bara og er jafnvel að verja Microsoft.

Mynd

Re: Ókeypis Windows 10 uppfærslur til 13. október 2026

Sent: Þri 14. Okt 2025 20:57
af Diddmaster
Mæli með "rufus" leiðinni fyrir einstaklinga með eldri velbúnað.

Skil vel að svoleiðis virkar takmarkað fyrir tölvuhefta og fyrirtæki.

Búinn að vera með Microsoft account (win 11) í mörg ár og ég dó ekki enda nota ég https://www.oo-software.com/en/shutup10

Re: Ókeypis Windows 10 uppfærslur til 13. október 2026

Sent: Mið 15. Okt 2025 01:26
af olihar
Microsoft account, LOL

Re: Ókeypis Windows 10 uppfærslur til 13. október 2026

Sent: Mið 15. Okt 2025 09:51
af wicket
Ofar hafa einmitt verið í öllum fjölmiðlum með hræðsluáróður að Win10 muni bara hætta. Segja hvergi að fólk geti fengið uppfærslur eitt ár í viðbót eða neitt, verði bara að uppfæra í Win11 eða kaupa nýja tölvu. Finnst þetta lélegt money grab hjá þeim sem skapar óvissu og hræðslu hjá ekki-tölvukláru fólki.

Re: Ókeypis Windows 10 uppfærslur til 13. október 2026

Sent: Mið 15. Okt 2025 10:29
af Kristján
wicket skrifaði:Ofar hafa einmitt verið í öllum fjölmiðlum með hræðsluáróður að Win10 muni bara hætta. Segja hvergi að fólk geti fengið uppfærslur eitt ár í viðbót eða neitt, verði bara að uppfæra í Win11 eða kaupa nýja tölvu. Finnst þetta lélegt money grab hjá þeim sem skapar óvissu og hræðslu hjá ekki-tölvukláru fólki.


Halló
Ég vinn hjá Ofar

Endilega hentu á mig dæmi um þessar auglýsingar

Ég skal 100% fara í það að reyna að slökkva á þessum auglýsingum EF þú finnur fyrir mig dæmi um þær.

Re: Ókeypis Windows 10 uppfærslur til 13. október 2026

Sent: Mið 15. Okt 2025 10:58
af DJOli
wicket skrifaði:Ofar hafa einmitt verið í öllum fjölmiðlum með hræðsluáróður að Win10 muni bara hætta. Segja hvergi að fólk geti fengið uppfærslur eitt ár í viðbót eða neitt, verði bara að uppfæra í Win11 eða kaupa nýja tölvu. Finnst þetta lélegt money grab hjá þeim sem skapar óvissu og hræðslu hjá ekki-tölvukláru fólki.


Ertu ekki að rugla við þarna gaurinn sem kom frá OK með litla viðtalið hjá Rúv?
https://www.ruv.is/frettir/innlent/2025 ... sum-456150

„Það er start-takkinn góði. Ef hann er í miðjunni þá geturðu gengið úr frá því að þú sért með Windows 11. En ef hann er enn í horninu þá ertu með Windows 10 eða eldra.“

Mér finnst þetta persónulega tróna svona frekar ofarlega í því heimskulega sem ég hef heyrt, enda hafa flestir sem ég veit af sem nota tölvu þekkinguna til, og hafa fært 'start takkann' frá miðju til vinstri, þar sem hann á réttilega heima og hefur átt heima síðan í Windows 95.

„Tölvur eldri en sirka fimm ára er hreinlega ekki hægt að uppfæra. Þá þarf að huga að því að kaupa nýja tölvu.“

Þetta er bara hrein og bein lygi sem á aðeins við ef um ræðir samhæfni tölva við Windows.

Re: Ókeypis Windows 10 uppfærslur til 13. október 2026

Sent: Mið 15. Okt 2025 11:03
af beatmaster
Kristján skrifaði:
wicket skrifaði:Ofar hafa einmitt verið í öllum fjölmiðlum með hræðsluáróður að Win10 muni bara hætta. Segja hvergi að fólk geti fengið uppfærslur eitt ár í viðbót eða neitt, verði bara að uppfæra í Win11 eða kaupa nýja tölvu. Finnst þetta lélegt money grab hjá þeim sem skapar óvissu og hræðslu hjá ekki-tölvukláru fólki.


Halló
Ég vinn hjá Ofar

Endilega hentu á mig dæmi um þessar auglýsingar

Ég skal 100% fara í það að reyna að slökkva á þessum auglýsingum EF þú finnur fyrir mig dæmi um þær.


Þið gætuð alla vega bætt þessum staðreyndum inn í tilkynninguna frá ykkur, þessi tilkynnning hefur verið mikið í fréttum núna ásamt viðtölum við öryggisstjórann, væri betra að leiðrétta þetta frekar en að slökkva á einhverjum auglýsingum.

https://ofar.is/frettir/takk-windows-10 ... eidarlokum

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025 ... gt_lengur/

https://www.mbl.is/frettir/taekni/2025/ ... yrikerfid/

https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/20 ... indows_10/

https://www.visir.is/g/20252789049d/-th ... lekkjanna-

https://www.ruv.is/frettir/innlent/2025 ... sum-456150

https://vb.is/frettir/windows-10-haettir-a-morgun/

https://www.dv.is/frettir/2025/10/14/um ... indows-10/

Re: Ókeypis Windows 10 uppfærslur til 13. október 2026

Sent: Mið 15. Okt 2025 11:16
af Kristján
beatmaster skrifaði:
Kristján skrifaði:
wicket skrifaði:Ofar hafa einmitt verið í öllum fjölmiðlum með hræðsluáróður að Win10 muni bara hætta. Segja hvergi að fólk geti fengið uppfærslur eitt ár í viðbót eða neitt, verði bara að uppfæra í Win11 eða kaupa nýja tölvu. Finnst þetta lélegt money grab hjá þeim sem skapar óvissu og hræðslu hjá ekki-tölvukláru fólki.


Halló
Ég vinn hjá Ofar

Endilega hentu á mig dæmi um þessar auglýsingar

Ég skal 100% fara í það að reyna að slökkva á þessum auglýsingum EF þú finnur fyrir mig dæmi um þær.


Þið gætuð alla vega bætt þessum staðreyndum inn í tilkynninguna frá ykkur, þessi tilkynnning hefur verið mikið í fréttum núna ásamt viðtölum við öryggisstjórann, væri betra að leiðrétta þetta frekar en að slökkva á einhverjum auglýsingum.

https://ofar.is/frettir/takk-windows-10 ... eidarlokum

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2025 ... gt_lengur/

https://www.mbl.is/frettir/taekni/2025/ ... yrikerfid/

https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/20 ... indows_10/

https://www.visir.is/g/20252789049d/-th ... lekkjanna-

https://www.ruv.is/frettir/innlent/2025 ... sum-456150

https://vb.is/frettir/windows-10-haettir-a-morgun/

https://www.dv.is/frettir/2025/10/14/um ... indows-10/


Fyrsti linkurinn er af vefi Ofar og er blogg eða frétt, ekki auglýsing.
Seinni er frétt af fréttinni hjá Ofar

Restin er OK, just sayin.

En það er nú þegar búið að endurorða fréttina á vef Ofar og ég mun gera betri texta og mögulega leiðbeiningar á íslensku til að fara í þetta ESU

Re: Ókeypis Windows 10 uppfærslur til 13. október 2026

Sent: Mið 15. Okt 2025 14:18
af kornelius
Mikið svakalega vorkenni ég þeim aðilum sem eru og eða ætla að fara yfir í windows11, hér í þessu myndbandi eru harðir Microsoft menn á ferð og eru alveg gjörsamlega búnir að fá sig alveg fullsadda og eru jafnvel að furða sig á því afhverju Microsoft sé ekki fyrir löngu búnir að gefa út sína eigin Linux útgáfu.

https://www.youtube.com/watch?v=s9wwmXtFQkc

K.

Re: Ókeypis Windows 10 uppfærslur til 13. október 2026

Sent: Mið 15. Okt 2025 14:40
af Henjo
kornelius skrifaði:Mikið svakalega vorkenni ég þeim aðilum sem eru og eða ætla að fara yfir í windows11, hér í þessu myndbandi eru harðir Microsoft menn á ferð og eru alveg gjörsamlega búnir að fá sig alveg fullsadda og eru jafnvel að furða sig á því afhverju Microsoft sé ekki fyrir löngu búnir að gefa út sína eigin Linux útgáfu.

https://www.youtube.com/watch?v=s9wwmXtFQkc

K.


"This sucks so much, this is such a bad experience" ( 17:35 í videoinu )

Ég installaði akkúrat Windows 11 inná fartölvuna svo maður væri nú ekki alveg out of touch og væri allavega búin að prófa hlutina. Ég í alvörunni fékk bara sensory overload. Þetta er ekki OK. Að auki virkuðu hlutir eins og sleep og screen brightness ekki í 3 ára gamalli thinkpad tölvu. Virkaði bæði fullkomlega með Linux og Windows 10. Batterí lífið droppaði um góð 30-40% og viftan var alltaf í gangi því það var svo mikið af background stuffi í gangi. Ég skil að fyrsta klukkutíman er stýrikerfið að configura hluti og installa updates. En þetta var alveg eftir 3-4 klukkustundir.

Allt þetta bloat, og allt þetta bull, er ekki í lagi fyrir vöru sem maður er að borga fyrir. Ég hvet fólk til að sætta sig ekki við þetta.

Re: Ókeypis Windows 10 uppfærslur til 13. október 2026

Sent: Mið 15. Okt 2025 16:44
af appel
Sá bara í dag á erlendri síðu að íbúar EES/ESB fengu extended security updates ókeypis í 1 ár. Hafði ekki séð það á neinni íslenskri fréttasíðu.

Re: Ókeypis Windows 10 uppfærslur til 13. október 2026

Sent: Mið 15. Okt 2025 17:11
af Viggi
Maður verður greinilega að gera póst á r/iceland. Oft kominn frétt inn á DV klukkutíma eftir að einhver póstaði einhverju skemtilegu \:D/

Re: Ókeypis Windows 10 uppfærslur til 13. október 2026

Sent: Mið 15. Okt 2025 18:53
af agnarkb
Bara kærar þakkir til Ofar, OK og auðvitað fjölmiðla líka fyrir þessar fréttir í dag. Búið að vera klikkað að gera í dag að róa fólk með Windows 10, það er víst ekki búið að tæma bankareikningana þeirra og sýkja allar tölvur.