Baldurmar skrifaði:Vaktarinn skrifaði:tekur bara ódýrasta 5070 ti sem þú finnur.
1000 watts er mjög overkill tbh, getur runnað þessum kortum og nýjustu amd örgjörvunum á 650w
Þú
mögulega gætir keyrt þetta á 650W aflgjafa, ef að hann væri 100% efficient (ekki til)
750W Aflgjafi væri í 87% loadi samkvæmt
https://www.bequiet.com/en/psucalculator
Nýttni aflgjafa hefur ekki beina tengingu við aflgetu þeirra. 650W aflgjafi sem er 87% nýtinn skilar öllum 650 wöttunum (ef hann er almennilega hannaður þolir hann að minnsta kosti 110% álag við 40-50°C umhverfishita) en hann tekur hins vegar til sín tæplega 750W (650W/0,87) til þess. Þessi tæplega auka 100W eru losuð út úr aflgjafanum í formi hita.
650W Platinum rated aflgjafar skila ekki meira afli frá sé en 650W Bronze rated aflgjar en þeir skapa minni hita við það og því er hægt að hafa þá hljóðlátari m.v. sömu wattatölu og svipaða kælihönnun.
Varð bara að leiðrétta þennan misskilning sem er allt of algengur á internetinu.

Að þessu sögðu mæli ég almennt með að menn séu að velja aflgjafa útfrá því að hann sé í um 50% álagi þegar tölvan er á fullu í leikjaspilun. Þá væri formúlan þessi eftir tölum TechPowerUp:
RTX 5070Ti ca. 280W
Ryzen 7 7700 ca. 70W / Ryzen 7 9800X3D ca. 85W / i7-14700K ca. 120W / Ultra 7 265K ca. 90W
Restin af vélinni ca. 50W
Samtals: 400-450W
Þannig að ég myndi segja að góður 850W aflgjafi væri passlegur en ekkert sem bannar að fara hærra. Minna álag á aflgjafa þýðir meiri ending á aflgjafa og vandaður aflgjafi skilar jafnari spennu sem skilar sér í minna álagi á vélbúnað undir álagi.
