Síða 1 af 1

Ráðleggingar með lyklaborð

Sent: Mán 24. Nóv 2025 15:13
af d0ge
Sælir

Ég er í lyklaborðs hugleiðingum. Er með Razer Huntsman V2 sem dóttirin sullaði aðeins yfir. Var alltaf hrikalega ánægður með það.
Fór að skoða nýja Huntsmaninn og fékk smá óbragð í munninn þegar ég sá 50þ kr verðmiðann.

Langar í full size lyklaborð, þ.e.a.s. með numpadinu. Hvað er hægt að fá á þokkalegum præs range og sem fer ekki yfir 90 desíbelin þegar ég smelli á takkana. Hverju hafið þið góða reynslu af ?

Re: Ráðleggingar með lyklaborð

Sent: Mán 24. Nóv 2025 15:55
af Gemini
https://wooting.io/wooting-two-he

Þessi eru snilld. Ég keypti 80HE útgáfuna og aldrei verið sáttari með lyklaborð yfir ævina.

Þetta eru dálítið nördalyklaborð samt sem hægt er að gera trilljón hluti með. Stilla hvenær takkanir triggerast og svona og helling af hugbúnaðarhlutum í boði í drivers líka. En já ef þú ert í gaming eitthvað mæli ég hiklaust með þessu. Nóg af reviews til líka.

Allir takkarnir eru analog líka. Svo þú getur stillt t.d. W eða einhvern takka til að virka þannig að þú labbar t.d. ef þú ýtir bara smá niður en hleypur ef þú ýtir alla leið.

Re: Ráðleggingar með lyklaborð

Sent: Mán 24. Nóv 2025 18:35
af d0ge
Takk fyrir það, ég skoða það ! Var að leitast þó helst eftir einhverju sem ég fengi heima bara einn tveir og núna, en ég kannski sýni smá þolinmæði og panta að utan :) Hef þó séð að það er ansi langur biðtími eftir Wooting.

Re: Ráðleggingar með lyklaborð

Sent: Mán 24. Nóv 2025 18:55
af peer2peer
Þú getur keypt c.a 3450 lyklaborð sem eru hljóðlát og kosta ekki mikið :)

Iqunix, Lofree, Nuphy, Ajazz, Aula, Mchose og fl.

Re: Ráðleggingar með lyklaborð

Sent: Mán 24. Nóv 2025 18:57
af dadik
Eru menn alveg hættir að setja lyklaborð í uppþvottavélina eins og maður gerði í gamla daga?