Rykhreinsa tölvu - hvernig?
Sent: Þri 02. Des 2025 13:04
Ég er að spá í að nýta tækifærið á meðan ég er skjálaus að hreinsa aðeins tölvuna, ekki vanþörf á því. Ég er búinn að strjúka með örtrefjaklút yfir tölvukassann og þá sérstaklega kæligötin, það var hellingur af ryki þar, veit ekki hvort eitthvað fór aftur inn í tölvuna. Ég er að spá í hvernig ég geti rykhreinsað inni í tölvunni án þess að taka allt í sundur. Ég á svona https://www.amazon.sg/EACHPOLE-Photogra ... B086FKR8L9 fyrir að hreinsa linsur og slíkt, get ég notað það til að blása inn í tölvuna til að reyna að fjarlægja ryk ef eitthvað er?