Síða 1 af 1

Þrif á tölvuskjá (IPS panel, mattur)

Sent: Fim 04. Des 2025 00:12
af falcon1
Nú er ég kominn með nýjan tölvuskjá eftir að gamli sprakk. :D
Hjálparkokkurinn sem hélt skjánum uppi á meðan ég var að festa skjáinn við VESA dótið á skjáarminum tókst að pota puttum á skjásvæðið. :thumbsd Er ekki best að nota bara mjúkan örtrefjaklút (eins og fyrir gleraugu og myndavélalinsur) á slíkt? Þarf ég eitthvað hreinsiefni? Mér sýnist að fólk sé að tala um "distilled" vatn til að setja í klútinn, hvar fær maður slíkt?
Eruð þið að blása rykinu af skjánum áður en þið strjúkið yfir hann?

Re: Þrif á tölvuskjá (IPS panel, mattur)

Sent: Fim 04. Des 2025 07:23
af audiophile
Nota rakan microfiber klút til að þrífa ef þarf og svo þurran til að þurrka. Ef það er bara ryk á honum þá bara þurran microfiber.

Nota aldrei nein hreinsiefni.

Re: Þrif á tölvuskjá (IPS panel, mattur)

Sent: Fim 04. Des 2025 08:07
af Hausinn
Tek undir með audiophile. Nudda fyrst með þurrum microfiber klút eins og hægt er og nota smá raka ef þörf er á. Aldrei spreyja vatni beint á skjáinn; alltaf í klútinn.

Re: Þrif á tölvuskjá (IPS panel, mattur)

Sent: Fim 04. Des 2025 08:12
af falcon1
Eruð þið þá bara að nota vatn úr krananum?

Re: Þrif á tölvuskjá (IPS panel, mattur)

Sent: Fim 04. Des 2025 08:47
af audiophile
Já bara kalt kranavatn.

Re: Þrif á tölvuskjá (IPS panel, mattur)

Sent: Fim 04. Des 2025 08:59
af worghal

Re: Þrif á tölvuskjá (IPS panel, mattur)

Sent: Fim 04. Des 2025 17:16
af Hlynzi
Það þarf nú ekkert spes aðferðir í þetta. Glugga Ajax er í fínu lagi og líka Perfect Glass frá Gtechniq , best að þurrka fyrst yfir með sér tusku og svo strax (helst áður en það þornar) með öðrum micro fiber klúb. Að þrífa hluti með vatni skilur bara eftir sig rendur.

Re: Þrif á tölvuskjá (IPS panel, mattur)

Sent: Fim 04. Des 2025 18:36
af falcon1
Hlynzi skrifaði:Það þarf nú ekkert spes aðferðir í þetta. Glugga Ajax er í fínu lagi og líka Perfect Glass frá Gtechniq , best að þurrka fyrst yfir með sér tusku og svo strax (helst áður en það þornar) með öðrum micro fiber klúb. Að þrífa hluti með vatni skilur bara eftir sig rendur.

Þetta er samt ekki gler?

Re: Þrif á tölvuskjá (IPS panel, mattur)

Sent: Fim 04. Des 2025 20:30
af Hlynzi
falcon1 skrifaði:
Hlynzi skrifaði:Það þarf nú ekkert spes aðferðir í þetta. Glugga Ajax er í fínu lagi og líka Perfect Glass frá Gtechniq , best að þurrka fyrst yfir með sér tusku og svo strax (helst áður en það þornar) með öðrum micro fiber klúb. Að þrífa hluti með vatni skilur bara eftir sig rendur.

Þetta er samt ekki gler?


Nei er þetta ekki eitthvað plast ? Bæði þessi efni gufa mjög hratt upp, en nota þetta oft á skjáinn sem er í bílnum (sem er matt plast), hef notað þetta á allar ferðatölvur sem ég hef átt (þær eru reyndar komnar með glerskjái núorðið sem ég á) , ég veit að "leysigeisli" hreinsiefnið má alls ekki fara á svona skjái. Þetta hefur líka farið á alla skjái sem ég hef átt.