Síða 1 af 1

Latency Timing á minni. [Málið leyst]

Sent: Mið 19. Apr 2006 22:06
af zedro
Sælir drengir,

Jæja ég er með:
1024 (2x512) PC-3200 OCZ Premier Dual Channel 2.5-3-3-7

Nýlega hefur minnið verið til vandræða og mér er bennt á að handstilla
minnið í bios. En nú er mál með vexti að ég kann það bara ekki.

Eftirfarandi mynd sýnir bios dæmið fyrir minnið og ég er ekki 100% hvað ég
að að stilla og hvernig það á að vera stillt. Timingsið á að vera 2.5-3-3-7
Ef einhver minnisgúru væri til í að gefa mér smá pointer yrði ég mjög
þakklátur.

Mynd

Sent: Fim 20. Apr 2006 00:50
af hahallur
Þetta er rosalega lélegt finnst mér, að vera ekki með skammstafanirnar fyrir, aftan.

Maður skilur ekki glóru nema þær séu þarna, þetta heitir nefla allt svo líkum nöfnum.

Hjá mér stendur, tRCD, tRD, tRAS etc. fyrir aftan allt þetta óskiljalega :?

Sent: Fim 20. Apr 2006 01:43
af Yank
Settu fyrst allt á SPD (efsta línan). Þá velur BIOS sjálfkrafa þægilegar stillingar.

Settu svo ef þarf að breita:
CAS Latency Time = 2,5
RAS to CAS# Delay = 3
Read to write Delay = 3
Min. RAS# Active Time = 7

Save breitingar og boot up.
Vonandi virkar :wink:

Sendu mynd af SPD og breitingum sem þú svo gerðir.

Re: Latency Timing á minni.

Sent: Fim 20. Apr 2006 03:06
af zedro
Jæja þá er ég buinn að breyta essu (sjá mynd) núna er bara að prufa og
sjá hvort etta hafi breytt einhverju. :D

Mynd

Sent: Fim 20. Apr 2006 03:33
af zedro
Jæja þá vitum vér það, fór að spila og draslið fraus enn eina ferðina :x
Verð bara að fá nýtt minni hjá Task :(

Sent: Fim 20. Apr 2006 10:29
af Yank
Varstu búinn að keyra memtest á þetta ?

Ef ekki settu þá memtest á CD og keyrðu nokkra hringi.
Þessi timings eru ekki það tight að minnið ætti að þola þau.
Já og hvort eru þau að keyra á T1 eða T2?. Þú ert með það á auto. DRAM Command Rate

http://www.memtest86.com/#download0

prufaðu þetta

Sent: Fim 20. Apr 2006 12:50
af viggib
DDR 400
CAS (tCL) 2.5
Row Cycle (tRC): 11 eða 16
Row Refresh (tRFC): 14 eða 22
RAS to CAS (tRCD): 3
RAS to RAS (tRRD): 3
Min RAS Active (tRAS): 8
RAS Precharge Time (tRP): 3
Write Recovery (tWR): 2
Write to Read (tWTR): 2
Read to Write (tRTW): 3
DRAM Command Rate: 1t eða 2t
Burst Length: 8
32 bit Dram Memory Hole: Auto (disabled is fine for all 90nm cores)
MTTR: Continous

Sent: Fim 20. Apr 2006 20:09
af zedro
Jæja ég prufaði stillingarnar frá viggab (takk fyrir þær)
en þvímiður virkaði það ekki og leikurinn crashaði eftir c.a. 15min.

Ætla bara að skutlast og fá minnunum skipt :?

Sent: Fim 20. Apr 2006 20:40
af gnarr
einu minnin sem ég sé á OCz síðunni sem gætu hugsanlega verið eins minni og þú ert með eru "OCZ DDR PC-3200 Value Series (CAS 2.5) Dual Channel", og þau eru 2.5-4-4-8. Svo að það er ekki skrítið ef þú ert að lenda í vandræðum með 2.5-3-3-7

Sent: Fös 21. Apr 2006 02:55
af zedro
gnarr skrifaði:einu minnin sem ég sé á OCz síðunni sem gætu hugsanlega verið eins minni og þú ert með eru "OCZ DDR PC-3200 Value Series (CAS 2.5) Dual Channel", og þau eru 2.5-4-4-8. Svo að það er ekki skrítið ef þú ert að lenda í vandræðum með 2.5-3-3-7

Það er limmið á minninu sjálfu sem segir 2,5-3-3-7
Nafnið sem ég gaf upp áðan er bein tilvitnun af reikningum minum frá task :?

Sent: Fös 21. Apr 2006 04:21
af gnarr
Premier er annað nafn á value línunni hjá OCz, svo að Þetta hlítur þá að vera discontinued minni hjá þeim. Ég mæli með að þú talir við task.

Sent: Þri 25. Apr 2006 01:16
af zedro
Talaði við Task og málið leyst.
Fékk minninum skipt :D
Allt virkar fínt núna.