Daginn..
keypti mér mediacenter vél hjá Tölvutækni, og er ekkert nema sáttur með hana og þeirra þjónustu.
en ég keypti líka Microsoft MediaCenter lyklaborð: http://flourishcomputer.com/products/de ... _combo.jpg
og þetta borð er CRAP.
Var að reyna að spila Flatout2 og nfsu2 báðir bílaleikir, og stundum er eins og maður sleppi áframtakkanum og bílinn byrjar bara að hægja á sér og gengur ekkert að íta á takkan, og síðan alltí einu virkar hann aftur.
og stundum þegar að ég er að skrifa eitthvað þá koma allir stafirnir 2 sinnum.
bottomline. þetta lyklaborð er einganveginn 10k virði!
Mediacenter lyklaborð
Sæll Andri,
leiðinlegt að heyra að lyklaborðið hafi ekki staðið undir væntingum. Við höfum ekki verið að nota þessi lyklaborð í eins notkun og þú, en að sjálfsögðu er ekki ásættanlegt að borðið hagi sér svona.
Við vorum að fá önnur Media Center lyklaborð frá BTC sem eru mjög þægileg og virðast standa fyrir sínu, hafirðu áhuga er þér velkomið að koma með þitt lyklaborð og fá að skipta yfir í það, að sjálfsögðu fengirðu mismuninn milli borðanna endurgreiddan.
Eins og áður kom fram þá höfum við ekki prófað þessi borð í álíka notkun og þú lýsir en hef ég fulla trú á því að þessi borð ættu að standa sig prýðilega, spurning um að ég prófi sjálfur að henda upp eitthverjum bílaleik hérna hjá okkur til að sjá hvernig borðið reynist, geri það þegar tími gefst til.
Um að gera að hafa samband ef þú ert ekki sáttur með vöruna sem þú keyptir, við reynum að stíla á að bjóða aðeins upp á þær vörur sem við treystum fullkomnlega en ef við fáum ekkert feedback um vörurnar þá er erfitt fyrir okkur að vita hvernig vörurnar reynast, hvort sem það er vel eða illa, nema af eigin reynslu, og tökum því vel í allar ábendingar hvort sem þær eru jákvæðar eða neikvæðar.
leiðinlegt að heyra að lyklaborðið hafi ekki staðið undir væntingum. Við höfum ekki verið að nota þessi lyklaborð í eins notkun og þú, en að sjálfsögðu er ekki ásættanlegt að borðið hagi sér svona.
Við vorum að fá önnur Media Center lyklaborð frá BTC sem eru mjög þægileg og virðast standa fyrir sínu, hafirðu áhuga er þér velkomið að koma með þitt lyklaborð og fá að skipta yfir í það, að sjálfsögðu fengirðu mismuninn milli borðanna endurgreiddan.
Eins og áður kom fram þá höfum við ekki prófað þessi borð í álíka notkun og þú lýsir en hef ég fulla trú á því að þessi borð ættu að standa sig prýðilega, spurning um að ég prófi sjálfur að henda upp eitthverjum bílaleik hérna hjá okkur til að sjá hvernig borðið reynist, geri það þegar tími gefst til.
Um að gera að hafa samband ef þú ert ekki sáttur með vöruna sem þú keyptir, við reynum að stíla á að bjóða aðeins upp á þær vörur sem við treystum fullkomnlega en ef við fáum ekkert feedback um vörurnar þá er erfitt fyrir okkur að vita hvernig vörurnar reynast, hvort sem það er vel eða illa, nema af eigin reynslu, og tökum því vel í allar ábendingar hvort sem þær eru jákvæðar eða neikvæðar.
Sorry að vekja þennann þráð, en ég var einmitt að spá i þessu fyrir svona mánuði, ákvað að kikja á cnet til að sja reveiws, þá voru 95% folkinu sammála um að þetta væri mesta drasl og músabendillinn alveg ónothæfur, og margir sem lentu i sama vandamáli og þu.
Hef gífurlegar væntingar i þetta BTC lyklaborð, ertu buinn að prófa það ?
Hef gífurlegar væntingar i þetta BTC lyklaborð, ertu buinn að prófa það ?