Leikur sem allir færustu tölvugúrúar landsins setja saman PC


Höfundur
322
Nörd
Póstar: 109
Skráði sig: Mán 17. Jan 2011 19:33
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Leikur sem allir færustu tölvugúrúar landsins setja saman PC

Pósturaf 322 » Mán 17. Jan 2011 23:37

Sælir vaktarar. Ég er nýr hérna.
Ég ætla að fara að uppfæra turninn hjá mér og ákvað svo að það væri sennilega best að byrja alveg frá grunni og nota gamla gripinn sem svona aukatölvu og tölvu sem maður geymir drasl í, svona nokkurskonar háaloft eða geymsla eða eins og bílsskúrinn er hjá sumum.

Þótt það sé ýmislegt glænýtt í tölvunni minni, annað frá því í sumar, annað eldra og sumt frá því tvöþúsundogmjöglítið þá gefur tölvan mín mér mjög takmarkað rými til að uppfæra sig því hún er svo outdated á sumum sviðum og ræður ekki alveg nægilega vel við það sem ég nota hana í þegar ég er að vinna.

Ég er ekki vel að mér í tölvumálum, þ.e. jaðartækjunum eða íhlutunum, og ætla því að leita til ykkar.

Ég vill að tölvan verði sett upp og sniðin með videovinnslu í huga, en gef mér það að almennt vefvarf, tónlistarhlustun og kvikmyndaáhorf sé ekki fyrirstaða. Ég vill hafa Ubuntu og Windows 7 stýrikerfi á tölvunni, og að hvort forrit fyrir sig hafi sér disk. Bæði stýrikerfi þurfa að geta sótt efni í aðra auka diska sem kæmu svo inn rólega hver á fætur öðrum.
Einnig vill ég að tölvan sé smekkleg og dálítið töff að sjá, margir turnar sem ég hef séð á spjallinu virkilega flottir og langar mig að minn sé líka svolítið augnyndi og stolt.

Svona er leikurinn.

Það sem mér datt í hug var að hafa þennan þráð í rökfærsluformi þar sem þið snillingarnir látið ljós ykkar skína.
Þið mynduð þá byrja á því að stinga upp á turni sem væri hagstæður fyrir ofangreindar áherslur, færa rök fyrir uppástungum ykkar og láta fylgja með hlekk og verð svo ég, vitleysingurinn, geti séð hvar sá turn sem verður fyrir valinu hjá hverjum og einum er fáanlegur og svo ég geti sjálfur lesið mig aðeins til um hann.
Þegar ég hef lesið ábendingar og rök og skoðað þá hluti sem mælt er með kaupi ég þann sem hefur annað hvort fengið augljóslega hæðstu stig frá ykkur notendum eða ég vel sjálfur ef einhverjir tveir eða fleiri hlutir eru að skora mjög jafnt eftir að hafa lesið mig vel um þá og ráðfært mig við ykkur.

Þegar hlutur er keyptur kemur inn mynd af honum og sá sem færði bestu rökin fyrir þeim hlut (sá sem seldi mér hlutinn) fær nafn sitt að viðurkenningu undir hlutinn.
Svo þegar hlutirnir verða orðnir fleiri koma myndir af þeim með þessum "Unboxing" stýl og svo af turninum opnum þegar búið er að bæta hlutnum við.

Nýjasta uppfærsla er mynd af turninum opnum ásamt lista um íhluti með nöfn þeirra notenda sem "seldu" mér hlutina við hlið þeirra.

Hægt og rólega kemur tölvan saman, ég kynnist tölvunni mun betur fyrir vikið og veit hvað er í henni og af hverju.
Þá hentar það mér líka betur að þurfa ekki að punga öllum þeim fjármunum út í einu sem splunkuný tölva kostar, maður getur aðeins dreift álaginu sem er mjög hentugt.

Þá er það spurningin, hver er besti internetsölumaðurinn? Hver færir bestu rökin?
Let the game begin!
Hvaða turn á ég að taka og af hverju?



Skjámynd

Gunnar
Vaktari
Póstar: 2328
Skráði sig: Fös 08. Ágú 2008 00:11
Reputation: 56
Staðsetning: 105 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Leikur sem allir færustu tölvugúrúar landsins setja saman PC

Pósturaf Gunnar » Mán 17. Jan 2011 23:48

Í fyrsta lagi vel settur upp þessi þráður hjá þér, props fyrir það. ;)
Öðru lagi hvað er verð þakið þitt?
Hvaða hluti áttu fyrir? ss. vantar þig skjá, mús, lyklaborð?
og þarf video vinnsla ekki mjög mikið af diska plássi?



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7157
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1044
Staða: Ótengdur

Re: Leikur sem allir færustu tölvugúrúar landsins setja saman PC

Pósturaf rapport » Þri 18. Jan 2011 00:10

Hver á niðurstaðan að vera?

OC tölva með shitload af stöffi eða "hagkvæmasta" samsetning svo lengisem maður nær að selja þér hugmyndina...

Ég persónulega færi í:

Intel 2600K -> http://buy.is/product.php?id_product=9203717

og

http://buy.is/product.php?id_product=9203683

Örgjörvann því að hann er svakalega afkastamikill m.v. verð.

Móðurborðið því að mér finnst það flott á litin, kælingarnar eru öðruvísi (líklega auðvelt að þrífa) og það er ekki jafn "robotic" og hin LGA1155 móðurborðin.

Mér finnst líka practískt að fá þessa USB tengla sem option í 3,5" slot ef maður vill nota hraðvirka flakkara.

Asus móðurborðin eru einnig með fínt OC performance (að ég best veit = sögusagnir) og þarna er að finna "autotuner" sem er fínt fyrir illa í OC eins og mig...




Höfundur
322
Nörd
Póstar: 109
Skráði sig: Mán 17. Jan 2011 19:33
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Leikur sem allir færustu tölvugúrúar landsins setja saman PC

Pósturaf 322 » Þri 18. Jan 2011 00:27

Sæll Gunnar, þakka svarið, hrósið og fyrir spurningarnar.

Það sem leikurinn snýr að er turninn og allt innihald í hann, móðurborð, örgjafi, minni, harðir diskar, skjá- og hljóðkort og hvað þetta heitir allt saman.

Verðþakið er svoa hálfgert "within reason", þess vegna ákvað ég að prufa að gera þetta svona og reyna að skapa umræður og debate um íhluti, ef hlutir eru mjög dýrir t.d. og hægt að fá þá mun ódýrari, hvað græði ég á að taka dýrari hlutinn frekar en þann ódýrari með það í huga sem tölvan á að vera gerð fyrir. Ég spila t.d. ekki tölvuleiki, er ég þá að tapa einhverju miklu með því að taka skjákortið sem kostar X frekar en Y því Y er mun dýrara og Y er hannað fyrir leikjaunnendur, réttlætir verðmunurinn gæðin fyrir videovinnslu?
Ég ætlaði fyrst að kaupa bara einn og einn hlut og setja tölvuna mína saman þannig í rólegheitunum en ég held að ég væri þá að kaupa bara það dýrasta og flottasta af því að ég mundi halda að það væri það besta. Það er eflaust það besta en er kannski algjör óþarfi út af hinu og þessu (ég er augljóslega ekki nægilega vel að mér í þessum málum til að geta komið með góð dæmi). Ég mundi kannski enda með skjákort sem væri frábært fyrir grafíska hönnuði eða fyrir þá sem spila tölvuleiki sem þurfa gífurlega öflug skjákort en svo er miklu betra skjákort fyrir videovinnslu til, kannski á svipuðu verði, kannski mun ódýrara.
Svo gef ég mér tíma til að skoða þá hluti og þær uppástungur á meðan ég er að safna þegar aurinn er af skornum skammti.

Datt líka í hug að ég gæti lært fullt af þessu, því fleiri rök og debate því betra fyrir mig :lol:

En já, videovinnsla þarf mikið pláss, bæði hvað varðar harða diska og svo einnig töluvert mikið innra minni.
Ég er með móðurborð sem ég keypti í sumar í tölvunni minni sem gefur bara kost á 8GB í innra minni, ég þurfti þetta móðurborð því skjákortið sem ég er með og hörðu diskarnir passa ekki á önnur móðurborð sem gefa möguleika á mun meira innra minni. Þetta er vítahringurinn sem ég er staddur í núna. Tölvan sem ég á núna er mjög fín fyrir alla almenna tölvunotkun en er algjörlega "outclassed" þegar kemur að videovinnslu. Hún virkar fyrir minni verkefni en ekki ef þau eru orðin of þung.
Þess vegna tími ég ekki að henda henni beint heldur eiga hana áfram og leyfa krökkunum að leika sér í henni þegar þau koma, geyma gamlar bíómyndir og allskonar drasl inn á henni sem ég er ekki mikið að skoða eða vinna með og jafnvel nota hana að hluta til sem backup.



Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1830
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 181
Staða: Ótengdur

Re: Leikur sem allir færustu tölvugúrúar landsins setja saman PC

Pósturaf Nariur » Þri 18. Jan 2011 12:59

Ég setti þetta saman í fljótlegheitumá buy.is

Örgjörvinn er sá lang besti sem þú getur fengið á undir 150 þúsund, flestir hérna inni ættu að vera sammála mér í því.
Móðurborðið er ódýrt, nett, hefur alla fídusa sem þú þarft, SATA 3 og USB 3 og getur nýtt skjástýringuna á örgjörvanum.
Aflgjafinn er frá topp merki og er stærri en þú þarft (samt sá minnsti sem þeir framleiða í dag, held ég) þú getur uppfært nóg með hann.
Kassinn er mjög flottur, stílhreinn með gott cable manangement og góður ef þú villt lítið hjóð í tölvunni. (endilega googlaðu hann)
SSD eru frábærir, þeir lesa og skrifa gögn mun hraðar en venjulegir diskar. Ef þú setur stýrikerfið og öll forrit upp á hann þarftu varla að bíða eftir að tölvan og forrit ræsist og öll dagleg vinnsla verður hraðari.
það má færa rök fyrir öðrum diskum, en þessi er tiltölulega ódýr, stór og hann er með sandforce stýringuna sem er top of the line.
ég ætla ekki að færa rök fyrir rest...

það vantar minni þarna, fyrst þér finnst 8GB ekki mjög mikið, fáðu þér þá 2 svona pakka, 16GB ættu að nægja þér.

þetta endar í um 220þús. en ef þú villt eitthvað betra þarftu að hækka verðið um amk. 150þ.
Viðhengi
Untitled.png
Untitled.png (53.31 KiB) Skoðað 3621 sinnum


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED


Höfundur
322
Nörd
Póstar: 109
Skráði sig: Mán 17. Jan 2011 19:33
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Leikur sem allir færustu tölvugúrúar landsins setja saman PC

Pósturaf 322 » Þri 18. Jan 2011 13:24

Þakka kærlega fyrir þau svör sem eru komin.
Ég ætla að skoða þá hluti sem búið er að benda á, en hinir mega endilega koma fleiri með ábendingar.

Ætla að skoða og lesa mig til um þessar vörur og kem kannski með spurningar.



Skjámynd

Nothing
spjallið.is
Póstar: 442
Skráði sig: Mið 17. Sep 2008 23:09
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Leikur sem allir færustu tölvugúrúar landsins setja saman PC

Pósturaf Nothing » Þri 18. Jan 2011 23:28

Samsetninginn sem "Nariur" bendi þér á er mjög flott þar sem vilt hafa tölvuna góða fyrir eins lítin pening og hægt er.

Ég myndi breyta SSD disknum og fá mér 120GB mushkin callisto -> http://buy.is/product.php?id_product=9202751

OCZ Vertex 2 90GB (34.990kr) 388,77kr per GB
Mushkin Callisto 120GB (38.490kr) 320,75kr per GB
Sérð strax hvor diskurinn er sniðugri kaup.

Vill benda þér á að það eru til skjákort sem eru hönnuð fyrir videovinnslu en þau kosta sitt...
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=1785


Aðalvél: I5-760 | Gigabyte P55A-UD3 | G.Skill Ripjaws 2x4GB CL7 | PNY GTX 460 1GB | X-fi XG | 2.5TB | Thermaltake 650w
Gagnavél: Intel Q6600 | Gigabyte EP31-DS3L | Geil 2x2GB 800MHZ | PNY 9600GT | 1TB | Coolermaster 500w

Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2704
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Reputation: 152
Staða: Ótengdur

Re: Leikur sem allir færustu tölvugúrúar landsins setja saman PC

Pósturaf SolidFeather » Þri 18. Jan 2011 23:35

Hvað þarftu að nota marga diska?

Og ertu ekki að tala um að klippa saman kvikmyndir og þannig lagað?




Höfundur
322
Nörd
Póstar: 109
Skráði sig: Mán 17. Jan 2011 19:33
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Leikur sem allir færustu tölvugúrúar landsins setja saman PC

Pósturaf 322 » Mið 19. Jan 2011 00:12

Frábært. Er kominn með þónokkuð til þess að skoða um helgina.
Ég vill samt árétta eitt að ég er ekki endilega að leita af ódýrustu lausninni heldur skynsamlegustu. Stundum kostar það meira og ég geri mér fulla grein fyrir því, en sumt hef ég heldur ekkert við að gera (að ég held amk).

Varðandi pláss geri ég ráð fyrir 2-3 hörðum diskum til að byrja með, en kassinn þarf að helst að geta hýst amk einn til viðbótar. Vill draga það eins langt á langin og ég get að kaupa mér utanáliggjandi harðadiska, vill hafa setupið clean og flott.

Ég hef verið í svona stuttum myndklippingum hingað til en ég er að vinna í heimildarmynd í fullri lengd þannig að tölvan mín kemur ekki til með að ráða við verkefnið þegar maður er kominn áleiðis með það.



Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1830
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 181
Staða: Ótengdur

Re: Leikur sem allir færustu tölvugúrúar landsins setja saman PC

Pósturaf Nariur » Mið 19. Jan 2011 00:36

Nothing skrifaði:Samsetninginn sem "Nariur" bendi þér á er mjög flott þar sem vilt hafa tölvuna góða fyrir eins lítin pening og hægt er.

Ég myndi breyta SSD disknum og fá mér 120GB mushkin callisto -> http://buy.is/product.php?id_product=9202751

OCZ Vertex 2 90GB (34.990kr) 388,77kr per GB
Mushkin Callisto 120GB (38.490kr) 320,75kr per GB
Sérð strax hvor diskurinn er sniðugri kaup.

Vill benda þér á að það eru til skjákort sem eru hönnuð fyrir videovinnslu en þau kosta sitt...
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=1785


vel séð ;)

það er basicly þetta (eða eitthvað í þessa áttina) eða pro búnaður sem stendur þér til boða.


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED

Skjámynd

MatroX
Bannaður
Póstar: 3540
Skráði sig: Mið 17. Feb 2010 12:58
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Leikur sem allir færustu tölvugúrúar landsins setja saman PC

Pósturaf MatroX » Mið 19. Jan 2011 00:38

Hérna er mitt innlegg:

Aflgjafan valdi ég vegna þess að þetta er Corsair. þarf varla segja meira þetta er með þeim betri sem þú finnur og líka þá áttu möguleika að henda öðru skjákorti í sli.
Örgjörvinn er sá besti fyrir peninginn í dag og getur léttilega keyrt á 4,2-4,9ghz (fer eftir batch) í 24/7 notkun
Móðurborðið valdi ég vegna þess að það er búið að vera fá rosalega góða dóma úti. það er ekkert það dýrt og hefur upp á að bjíða UEFI bios, USB3, SATA 3
Örgjörva kælinguna valdi ég vegna þess að þetta er eitt af bestu loftkælingum í heimi og hún er koma rosalega vel út hjá mér t.d
Minni valdi ég vegna þess að þau hafa eitt af bestu timings sem DDR3 býður upp á og vegna góðrar reynslu hjá mér.
SSD diskinn vald ég vegna mjög góðs les og skrif hraða og vegna góðrar reynslu hjá mér en ef þú ert að leita af access time myndi ég taka SSD frá Intel
HDD valdi ég vegna þess að þessir diskar eru fáranlega góðir á miðað við verð og þeir eru að koma vel út í öllum próunum og líka bara vegna þess að ég er sáttur með minn:D
Kassann Valdi ég vegna hversu gott loftflæði hann bíður upp á. HAF = High Air Flow ég er líka mjög sáttur með minn.
Skjákortið valdi ég vegna þess að þetta er það besta í þessum "Price Range".

Ég veit ekki alveg hvað þú vilt eyða í þetta en þetta er bara gott setup.
Viðhengi
tölvavaktin.jpg
tölvavaktin.jpg (101.67 KiB) Skoðað 3372 sinnum


Intel i7 13700k | Artic Freezer II 240 | Gigabyte ud4 | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4174
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1306
Staða: Ótengdur

Re: Leikur sem allir færustu tölvugúrúar landsins setja saman PC

Pósturaf Klemmi » Mið 19. Jan 2011 00:53

Mjög flott setup sem Nariur setti upp þarna, getur þó fengið sambærileg minni á lægra verði. Sjálfur myndi ég einnig skoða Antec TruePower New aflgjafana, sleppur aðeins ódýrara og að mínu mati á engan hátt slakari ef ekki betri aflgjafar.

En svo þarftu alvarlega að skoða hvort forritin sem þú ert að fara að nota geti nýtt CUDA tæknina til að færa álagið að einhverjum hluta af örgjörvanum yfir á skjákortið í video-vinnslunni. Ef þau gera það, þá myndi ég skoða með að skella einhverju temmilega öflugu skjákorti inn í þennan pakka. Varðandi plássið í kassanum (Antec P180 Mini) þá gerir hann ráð fyrir 3x hörðum diskum í einu boxi og svo 2x diskum enn í öðru boxi þar fyrir neðan, en ef þú færð þér skjákort eru ágætis líkur á að þú náir ekki að nýta þetta 2x diska box. En engar áhyggjur, neðst í kassanum eru svo 2x 5.25" sem má auðveldlega nýta undir 2x auka diska með breytistykkjum.
Er sjálfur með svona kassa nema hvítan, hef unnið með tugi mismunandi kassa og endaði sjálfur á þessum vegna verðs og gæða. Að mínu mati algjör no-brainer fyrir þá sem velja Micro-ATX borð og þurfa ekki pláss fyrir 2x skjákort.



Skjámynd

Glazier
BMW
Póstar: 2511
Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
Reputation: 14
Staðsetning: Mosó
Staða: Ótengdur

Re: Leikur sem allir færustu tölvugúrúar landsins setja saman PC

Pósturaf Glazier » Mið 19. Jan 2011 01:25

Ef þú hefur ekki kunnáttu til að setja saman tölvu frá grunni (semsagt púsla saman sjálfur) þá mæli ég klárlega með því að senda þeim félögum í Kísildal e-mail og segja hvaða hluti þig vantar (Turn, skjá, mús osfrv.)
Segir þeim svo í hvað vélin á að vera notuð, video vinnslu mest.. eitthvað í leikjum eða bara ekkert ?
Og endar svo á því að taka fram eitthvað verð limit.

Færð svar til baka næsta virka dag frá þeim og þú póstar því svo hingað hvaða tilboð þeir komu með fyrir þig og við getum svo dæmt um það hvort það sé þess virði.

Svo geturðu líka farið á milli verslana (ef þú ert á höfuðborgarsvæðinu, annars sent e-mail) og fengið þá til að prenta út eitthvað tilboð fyrir þig á blað og svo ferðu yfir í einhverja aðra verslun og sýnir þeim blaðið, spyrð hvort þeir geti toppað þetta. (Myndi enda á Kísildal til fá bestu niðurstöðuna þar)

Ef ég væri að kaupa mér tölvu í dag þá færi ég klárlega í Kísildalinn eins og ég hef gert seinustu 3-4 árin þó svo að sama vél myndi kosta 10.000 kr. meira hjá Kísildal en annarstaðar þá er ég tilbúinn að borga það fyrir þessa frábæru þjónustu sem þeir veita manni.
Mörgum búðum hefur verið hrósað hér á vaktinni en örugglega engin jafn oft og Kísildalur og heldur engin verslun sem hefur jafn sjaldan fengið last hér á vaktinni og Kísildalur.
(Ég man eftir einu tilviki þar sem kom einn hingað á vaktina og kvartaði undan þjónustunni þarna og svo kom í ljós að það var allt á misskilningi byggt).


Tölvan mín er ekki lengur töff.

Skjámynd

kjarribesti
1+1=10
Póstar: 1145
Skráði sig: Fim 04. Jún 2009 01:55
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogurinn, reglulega fyrir norðan
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Leikur sem allir færustu tölvugúrúar landsins setja saman PC

Pósturaf kjarribesti » Mið 19. Jan 2011 02:14

Er sjálfur eitthvað að fikta með stuttmynda og kvikmyndagerð og hefði látið þennann pakka meira en duga sem garage project veit að þú ætlar þér líklega meira en þessi ætti að vera góður fyrir þig..*
Talva.png
Talva.png (70.84 KiB) Skoðað 3327 sinnum


Áreiðanlega eitthvað sem mætti breyta


_______________________________________

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7157
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1044
Staða: Ótengdur

Re: Leikur sem allir færustu tölvugúrúar landsins setja saman PC

Pósturaf rapport » Mið 19. Jan 2011 02:28

Kannski að ég minnist á það að það var önnur ástæða fyrir því að ég tók Deluxe útgáfuna af þessu móðurborði, það voru ekki bara þessi USB3 til að setja í 3,5" slot.

Það er með tvö onboard LAN sem ég perósnulega nota til að bridge-a nettenginua yfir í dokku því að ég vil samskiptin á milli tölvanna tveggja séu líka góð.

Það setup hefur verið SVO nice upp á að hafa alltaf nettengil lausan uppá borði (úr dokkunni) ef maður hefur þurft að tengja flakkarar, aðrar tölvur, o.þ.h. inná netið tímabundið.

Finnst þetta "nice to have" sem ég er tilbúinn að borga fyrir.



Skjámynd

pattzi
Bara að hanga
Póstar: 1503
Skráði sig: Þri 07. Des 2010 00:54
Reputation: 38
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Re: Leikur sem allir færustu tölvugúrúar landsins setja saman PC

Pósturaf pattzi » Mið 26. Jan 2011 22:26

Mynd

Myndi kaupa þetta ef mig vantaði allt skjá mús lyklaborð og svona vantar örugglega einhvað þarna inná



Skjámynd

Olafst
Ofur-Nörd
Póstar: 285
Skráði sig: Mán 15. Mar 2010 12:29
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Leikur sem allir færustu tölvugúrúar landsins setja saman PC

Pósturaf Olafst » Mið 26. Jan 2011 23:22

pattzi skrifaði:Myndi kaupa þetta ef mig vantaði allt skjá mús lyklaborð og svona vantar örugglega einhvað þarna inná


Það myndi ekki enda vel :)
Setur ekki 2600K örgjörva í 1156 móðurborð [-X



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7157
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1044
Staða: Ótengdur

Re: Leikur sem allir færustu tölvugúrúar landsins setja saman PC

Pósturaf rapport » Mið 26. Jan 2011 23:22

Ég færi í þetta ef ég ætti fúlgu fjár...

Nema ég mundi nota gamla góða Kandalf kassann og svo er eg sucker fyrir Thermalright kælingum.

Þessir tveir SSD færi í RAID"1" (ekki 0, smá feill) (ekki uppá hraða heldur öryggi, þetta er standard eftir að maður krassar disk með verðmætum gögnum á)

Hinir 3 x 3TB er svo bara til að hafa nóg pláss.


Mynd
Síðast breytt af rapport á Fim 27. Jan 2011 00:15, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1830
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 181
Staða: Ótengdur

Re: Leikur sem allir færustu tölvugúrúar landsins setja saman PC

Pósturaf Nariur » Mið 26. Jan 2011 23:53

Klemmi skrifaði:Mjög flott setup sem Nariur setti upp þarna, getur þó fengið sambærileg minni á lægra verði. Sjálfur myndi ég einnig skoða Antec TruePower New aflgjafana, sleppur aðeins ódýrara og að mínu mati á engan hátt slakari ef ekki betri aflgjafar.

En svo þarftu alvarlega að skoða hvort forritin sem þú ert að fara að nota geti nýtt CUDA tæknina til að færa álagið að einhverjum hluta af örgjörvanum yfir á skjákortið í video-vinnslunni. Ef þau gera það, þá myndi ég skoða með að skella einhverju temmilega öflugu skjákorti inn í þennan pakka. Varðandi plássið í kassanum (Antec P180 Mini) þá gerir hann ráð fyrir 3x hörðum diskum í einu boxi og svo 2x diskum enn í öðru boxi þar fyrir neðan, en ef þú færð þér skjákort eru ágætis líkur á að þú náir ekki að nýta þetta 2x diska box. En engar áhyggjur, neðst í kassanum eru svo 2x 5.25" sem má auðveldlega nýta undir 2x auka diska með breytistykkjum.
Er sjálfur með svona kassa nema hvítan, hef unnið með tugi mismunandi kassa og endaði sjálfur á þessum vegna verðs og gæða. Að mínu mati algjör no-brainer fyrir þá sem velja Micro-ATX borð og þurfa ekki pláss fyrir 2x skjákort.


tókstu ekki eftir því að þetta voru 4GB kubbar?
pattzi skrifaði:
Myndi kaupa þetta ef mig vantaði allt skjá mús lyklaborð og svona vantar örugglega einhvað þarna inná


hann ætlar ekki að spila leiki, lyklaborðið, músin og skjákortið þarna eru overkill... svo passar örgjörvinn ekki í móðurborðið
rapport skrifaði:Ég færi í þetta ef ég ætti fúlgu fjár...

Nema ég mundi nota gamla góða Kandalf kassann og svo er eg sucker fyrir Thermalright kælingum.

Þessir tveir SSD færi í RAID0 (ekki uppá hraða heldur öryggi, þetta er standard eftir að maður krassar disk með verðmætum gögnum á)

Hinir 3 x 3TB er svo bara til að hafa nóg pláss.



Lestu nú OP, ekki fyrir leiki... RAID0 fyrir öryggi??


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED


Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4174
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1306
Staða: Ótengdur

Re: Leikur sem allir færustu tölvugúrúar landsins setja saman PC

Pósturaf Klemmi » Fim 27. Jan 2011 00:05

Nariur skrifaði:tókstu ekki eftir því að þetta voru 4GB kubbar?


Júmm... til samanburðar http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=1940 - Munar engu svakalegu en 2600kr.- x 2 er rúmur 5000kall sem má alveg spara :)



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7157
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1044
Staða: Ótengdur

Re: Leikur sem allir færustu tölvugúrúar landsins setja saman PC

Pósturaf rapport » Fim 27. Jan 2011 00:23

Lestu nú OP, ekki fyrir leiki... RAID0 fyrir öryggi??


zeros "or" ones... whats the difference?



Skjámynd

dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Leikur sem allir færustu tölvugúrúar landsins setja saman PC

Pósturaf dori » Fim 27. Jan 2011 00:57

rapport skrifaði:Ég færi í þetta ef ég ætti fúlgu fjár...

Nema ég mundi nota gamla góða Kandalf kassann og svo er eg sucker fyrir Thermalright kælingum.

Þessir tveir SSD færi í RAID"1" (ekki 0, smá feill) (ekki uppá hraða heldur öryggi, þetta er standard eftir að maður krassar disk með verðmætum gögnum á)

Hinir 3 x 3TB er svo bara til að hafa nóg pláss.


mynd.jpg


Það er rosalega lélegt value í því að nota 2x 38k ssd diska í raid1 fyrir öryggi. Ef þú myndir vilja geyma gögn á öruggan hátt þá ættirðu frekar að fá þér 2x1TB diska og setja í raid1 (eða smella í 3-4 og setja í raid5 ef maður er mjög paranoid). Ég myndi aldrei setja ssd diska í raid1, frekar bara nota einn eða ef maður lendir í því að eiga tvo nota þá raid0 til að fá aukinn hraða á þau forrit sem maður er að keyra (óháð því hvort það séu leikir eða ekki).

Svo ef þetta á að vera virkilega öruggt setja upp NAS/aðra vél í öðru eldrými og setja upp sync. Eða taka einföldu leiðina og nota dropbox eða backblaze.



Skjámynd

MatroX
Bannaður
Póstar: 3540
Skráði sig: Mið 17. Feb 2010 12:58
Reputation: 49
Staða: Ótengdur

Re: Leikur sem allir færustu tölvugúrúar landsins setja saman PC

Pósturaf MatroX » Fim 27. Jan 2011 01:04

rapport skrifaði:Ég færi í þetta ef ég ætti fúlgu fjár...

Nema ég mundi nota gamla góða Kandalf kassann og svo er eg sucker fyrir Thermalright kælingum.

Þessir tveir SSD færi í RAID"1" (ekki 0, smá feill) (ekki uppá hraða heldur öryggi, þetta er standard eftir að maður krassar disk með verðmætum gögnum á)

Hinir 3 x 3TB er svo bara til að hafa nóg pláss.


Mynd


þetta er mjög glatað build fyrir peninginn. myndi taka annaðhvort Intel eða Crucial ssd disk, 580GTX ekki eitthvað ATI rusl. Noctua NHD-14 í stað thermalright eitthvað. og taka svo Samsung spinpoint diska í stað þessa WD


Intel i7 13700k | Artic Freezer II 240 | Gigabyte ud4 | Ripjaws 4x8gb 3200mhz | Palit RTX 3080 GAME ROCK | Corsair 350d | 1x 1tb CARDEA ZERO | 2tb SSD| Antec HCP 1200w | 1x 27" PHILIPS 274E5QHS | 1x ASUS 27" 4k ultrawide | Corsair M95 Mús | Corsair K95 RGB MX Red Lyklaborð |

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7157
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1044
Staða: Ótengdur

Re: Leikur sem allir færustu tölvugúrúar landsins setja saman PC

Pósturaf rapport » Fim 27. Jan 2011 01:22

Það er bara þitt álit...

nVidia hefur aldrei reynst mér vel = never going to buy it (Hver kannast við að hafa þurft að baka ATI kort?)

Thermalright = er með Thermalright ULTRA 120 og ég er bara svona loyal, reyndar mundi ég smella viftum á kvikindið.

RAID1 er mitt heima "anti crash" safety feature, finnst það nice og það eykur leshraða en skrifhraði verður sá sami = að hafa tvo SSD svona yrði einhver munur en ekki jafn mikill og í RAID0.

Er svo jú með Dropbox fyrir það allra helsta og mikilvægasta + backupþjónusta barnalands á family myndunum (hefur reynst mér vel).

En á mínum vinnustað er backblaze ekki nógu öruggt + maður þarf amk þrjá podda, failover milli locations + redundancy einn til að skipta út ef annar hinna bilar og þeim fylgir ekkert service = allt á ábyrgð eiganda.

Slíkt er ekki option þegar verið er að vernda viðbjóðslega dýr og plássfrek gögn sem gætu ekki orðið persónulegri um kúnnana okkar og gætu haft gríðarleg áhrif ef þau spilltust eða væru óaðgengileg þegar þörf væri á þeim.


En mitt build er kannski ekki það besta en fyrir mig er það skemmtilegast að eiga ... ... ég spila nánast ekki tölvuleiki, þannig að þörfin er lítil.



Skjámynd

Nariur
Of mikill frítími
Póstar: 1830
Skráði sig: Sun 08. Jún 2008 01:18
Reputation: 181
Staða: Ótengdur

Re: Leikur sem allir færustu tölvugúrúar landsins setja saman PC

Pósturaf Nariur » Fim 27. Jan 2011 10:50

rapport skrifaði:Ég færi í þetta ef ég ætti fúlgu fjár...

Nema ég mundi nota gamla góða Kandalf kassann og svo er eg sucker fyrir Thermalright kælingum.

Þessir tveir SSD færi í RAID"1" (ekki 0, smá feill) (ekki uppá hraða heldur öryggi, þetta er standard eftir að maður krassar disk með verðmætum gögnum á)

Hinir 3 x 3TB er svo bara til að hafa nóg pláss.




þetta er svo mikið overkill hjá þér, hann þarf ekki 15000kr leikjamús í videovinnslu, það er líka overkill að taka 40000kr móðurborð sem styður quad CrossFire, hann ætlar ekki að spila tölvuleiki, ég held að besta skjákort sem hægt er að kaupa sé of mikið. sömuleiðis er minnið overkill, hann þarf ekki svona hratt minni. Það er bara heimskulegt að setja SSD í RAID1, fyrir utan að maður geymir almennt ekki mikilvæg gögn á þeim eru þeir með svo hátt MTBF að RAID1 er peningasóun. Mér finnst 9TB overkill, svona eins og þessi kæling og aflgjafinn sem er tvöfalt stærri en hann þarf að vera m.v. að hann myndi kaupa eitthvað af viti.

MatroX skrifaði:
rapport skrifaði:Ég færi í þetta ef ég ætti fúlgu fjár...

Nema ég mundi nota gamla góða Kandalf kassann og svo er eg sucker fyrir Thermalright kælingum.

Þessir tveir SSD færi í RAID"1" (ekki 0, smá feill) (ekki uppá hraða heldur öryggi, þetta er standard eftir að maður krassar disk með verðmætum gögnum á)

Hinir 3 x 3TB er svo bara til að hafa nóg pláss.



þetta er mjög glatað build fyrir peninginn. myndi taka annaðhvort Intel eða Crucial ssd disk, 580GTX ekki eitthvað ATI rusl. Noctua NHD-14 í stað thermalright eitthvað. og taka svo Samsung spinpoint diska í stað þessa WD


öll merkin í þessum lista hjá rapport eru mjög góð, það er sama stýring í þessum diskum og Crucial diskunum, svo það ætti ekki að vera vandamál. ATI 5970 er besta skjákort sem þú getur keypt... plís ekki tjá þig um eitthvað sem þú veist klárlega ekkert um. Thermalright er frábært merki, en ég er sammála þér þarna, han ætti frekar að fá sér NH-D14, en enn frekar ætti hann að fá sér mun ódýrari kælingu. WD er gæða fyrirtæki, þeir gera alveg jafn góðar vörur og Samsung, reyndar eru Samsung oft ódýrari.


AMD Ryzen 9 5950X | Noctua NH-D15 | Nvidia Geforce RTX 3080Ti HOF | MSI MAG X570 Tomahawk | 32GB Corsair Vengeance RGB 3600MHz DDR4 | Corsair RM1000i | Samsung 950 Pro 512GB| Fractal Define R5 | LG CX 48" OLED