Síða 1 af 1
					
				Brak í hátölurum
				Sent: Fim 19. Ágú 2004 13:46
				af machinehead
				Alltaf þegar ég fer að spila tónlist hátt í græjunum brakar frekar mikið í hátölurunum. Spurningin er er það út af lélegu hljóðkorti eða hátölurum?
Hljóðkortið er innbyggt með ABit AI7 móðurborðinu.
Hátalararnir eru Logitech soundman 2x.
			 
			
					
				
				Sent: Fim 19. Ágú 2004 14:10
				af Mysingur
				koma þessi læti kannski þegar þú ert að t.d. installa einhverju í takt við status bar?
þetta er líka svona á mínu... getur prófað að mute-a line in og microphone, gæti lækkað þetta aðeins.
en gnarr sagði allavega að þetta gæti verið út af lélegum þéttum í kringum hljóðkortið og eitthvað lélegu rafmagnskerfi í móbóinu... eða þannig eitthvað... en við skulum bara láta hann útskýra þetta betur 

 
			
					
				
				Sent: Fös 20. Ágú 2004 04:24
				af machinehead
				Þetta kemur ekki frá line in eða microphone, er búinn að mute'a það.
Þéttingumí kringum hljóðkortið, get ég eitthvað gert í því, þetta er innbyggt. Allavega þetta er farið að verða pirrandi því að ég get ekkert hlustað á tónlist almennilega hátt...
			 
			
					
				
				Sent: Fös 20. Ágú 2004 05:11
				af Mysingur
				ég held að eina lausnin væri að fá sér pci hljóðkort
			 
			
					
				
				Sent: Fös 20. Ágú 2004 08:34
				af Daz
				Ég myndi nú reyna að útiloka hátalarana fyrst. Geturðu prófað aðra hátalara/græjur/headphones?
			 
			
					
				
				Sent: Fös 20. Ágú 2004 16:25
				af Sup3rfly
				Ég fékk líka svona brak, lagaði það með því að fara í sounds and audio devices og lækka í device volume.
			 
			
					
				
				Sent: Fös 20. Ágú 2004 17:56
				af Pandemic
				Ég installaði bara nýjustu driverunum frá Realtek virkaði fínt brakið hætti
			 
			
					
				
				Sent: Fös 20. Ágú 2004 23:58
				af viddi
				ég lenti í smá vandræðum með mitt innbygða hljóðkort var eitthvað að fikta með snúrur í line in og núna heirist bara skruðningar og eitthvað svoleiðis allt mjög óskýrt og mjög mikill bassi ég er að spá hvort að þetta sé bara ónýtt
			 
			
					
				
				Sent: Lau 21. Ágú 2004 01:27
				af Pandemic
				Done that, fixed that 
 
Gæti verið að þú hafir stútað tenginu á því sem þú varst að tengja gerðist hjá mér með gamla hátalara þurfti alltaf að snúa tengingu og hreyfa það í pluginu til að það virkaði