Síða 1 af 1
					
				Hvernig er Neovo 17" LCD
				Sent: Mán 23. Ágú 2004 19:45
				af jericho
				Sælir.
Hefur einhver reynslu af 
þessum kvikindum?
Ég þarf góðan overall skjá sem hentar vel í leikina, myndvinnsluna og wordið 
 
Þið sem þekkið; hvernig hafa þessir skjáir verið að koma út?  Mælið þið kannski með e-m öðrum 17" LCD skjáum?  
Ég þakka fyrir lesturinn og vonandi fæ ég góð svör og ekkert flame 
 
kv,
jericho
 
			
					
				
				Sent: Mán 23. Ágú 2004 20:45
				af ErectuZ
				Venjulega eru LCD skjáir ekki góðir í leiki. Eiga til að display-a "drauga". Sérstaklega í hröðum FPS leikjum
			 
			
					
				
				Sent: Mán 23. Ágú 2004 21:14
				af corflame
				Ég á nú ekki svona skjá sjálfur, en þekki einn sem fékk sér þetta og er hann hæstánægður með hann.  Virkar fínt í allt, eina sem er hægt að setja út á er smá "ghosting" í fps leikjum, en það kemur ekki að sök (að mínu mati) nema  það sé mest lagt upp ú slíkri spilun (quake3, cs o.s.frv.).
			 
			
					
				
				Sent: Mán 23. Ágú 2004 22:00
				af Pandemic
				Ég er reyndar með X-týpuna sem top of the line frá þeim X-19AV þessir skjáir eru yndislegir. Reyndar veit ég ekki með þennan þar sem hann er ekki með filterinn sem minn er með og annað
			 
			
					
				
				Sent: Mán 23. Ágú 2004 22:49
				af Steini
				5-15ms responce stendur þarna... fer þetta ekki eftir upplausn?
			 
			
					
				
				Sent: Þri 24. Ágú 2004 08:15
				af gnarr
				þetta eru mjög fínir skjári, ég hef notað um 20 svona skjái. þeir koma með ClassII varanty, eru mjög skýrir með gott contrast og litadýpt og ghost-a lítið.
			 
			
					
				
				Sent: Þri 24. Ágú 2004 09:20
				af jericho
				vaktin klikkar ekki!
takk fyrir svörin - ég var nánast ákveðinn í að fá mér svona skjá, en nú er ég ALVEG ákveðinn.
gj,
jericho