Hvað finnst ykkur um þetta setup?


Höfundur
Zeratul
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Mán 29. Mar 2010 19:48
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Hvað finnst ykkur um þetta setup?

Pósturaf Zeratul » Lau 09. Mar 2013 13:02

Góðan daginn.

Hvað finnst ykkur um þetta setup?

Kassi - Coolermaster haf xm midi tower http://www.tolvulistinn.is/product/cool ... midi-tower

Móðurborð - Gigabyte S1155 Z77X-D3H http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=vi ... G_Z77X-D3H

Örgjörvi - Intel i5 3570k http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=2201

Örgjörvakæling - Coolermaster hyper 212 Evo http://tl.is/product/coolermaster-hyper ... oll-socket

Vinnsluminni - 2x4 GB DDR3 1333MHz http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=2234 eða 2x8 GB DDR3 1333MHz http://tl.is/product/corsair16gb-2x8gb- ... -cl9-value

Er með nvidia geforce gtx 550 ti skjákort sem ég hafði hugsað mér að nota svona til að byrja með. Einnig hef ég hugsað mér að nota gömlu hörðu diskana mína og fá mér ssd disk bráðlega, allar ábendingar um svoleiðis disk vel þegnar. Ég er nú þegar búinn að kaupa kassann þannig að ef það eru ekki einhver gríðarleg mótmæli gegn honum þá hugsa ég að ég noti hann, þ.e.a.s. ef að allt dótið passar inn í hann (sem samkvæmt minni "rannsóknarvinnu" ætti að gera auðveldlega).
Þá hef ég einnig spurningu um hvernig aflgjafa er best fyrir mig að nota með þessu, hef verið að spá í
650W Corsair HX650 http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=6389 en veit bara voðalega lítið hvað þarf fyrir svona setup. Mig langar að vita hvort þetta passi ekki allt vel saman og hvort að það séu einhverjar sniðugar breytingar sem þið viljið láta mig vita af eða jafnvel ef þetta er allt mjög ógáfulegt val hjá mér.

Verðið ætti þá að vera rétt yfir 100 þúsund kallinn fyrir utan kassann sem ég er búinn að kaupa og jafnvel einhvern ssd disk og svo auðvitað flottara skjákort einhverntíman í fjarlægari framtíð.

Vona að ég sé ekki að gleyma neinu og sé ekki að brjóta neinar reglur spjallborðsins :)

Kv. Zeratul.



Skjámynd

Kristján
Of mikill frítími
Póstar: 1741
Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Hvað finnst ykkur um þetta setup?

Pósturaf Kristján » Lau 09. Mar 2013 15:11

þetta er bara helviti fint setup, eina sem ég sé er að þetta mobo er ekki með front panel usb3 tengi á moboinu sjálfu þannig þú þarft að vera með passthru ef þú vilt usb3 tengin að framan verði usb3.

Þetta allt dugar þér meira en nóg en það fer náttúrulega eftir hvað þú ert að gera í tölvuni, kannski nefniru það herna.




Höfundur
Zeratul
Nýliði
Póstar: 21
Skráði sig: Mán 29. Mar 2010 19:48
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hvað finnst ykkur um þetta setup?

Pósturaf Zeratul » Lau 09. Mar 2013 16:55

Kristján skrifaði:þetta er bara helviti fint setup, eina sem ég sé er að þetta mobo er ekki með front panel usb3 tengi á moboinu sjálfu þannig þú þarft að vera með passthru ef þú vilt usb3 tengin að framan verði usb3.

Þetta allt dugar þér meira en nóg en það fer náttúrulega eftir hvað þú ert að gera í tölvuni, kannski nefniru það herna.


Já þú meinar. Nú veit ég ekki alveg hvernig þetta passthru virkar, en þýðir þetta að usb tengin framan á kassanum þyrftu að vera usb2 án þess að nota þetta passthru? Er betra að kaupa annað móðurborð til að breyta þessu eða er þetta passthru ekkert mál í framkvæmd?
Vélin er hugsuð sem leikjatölva og svo þetta venjulega netvafr og bíómyndagláp. Ég var að spá í að þetta yrði samt dálítil framtíðarfjárfesting þar sem ég gæti haft 2 skjákort saman ef það kæmi einhverntíman að því og að ef ég þyrfti að uppfæra eitthvað þá þyrfti ég ekki að uppfæra allt dótið eins og ég þarf að gera núna. Þannig að ef ég ætla að skipta um eitthvað á næstu árum þá gæti sá hlutur passað við hina hlutina í vélinni.

Kv. Zeratul.



Skjámynd

Kristján
Of mikill frítími
Póstar: 1741
Skráði sig: Sun 02. Jan 2011 12:37
Reputation: 39
Staða: Ótengdur

Re: Hvað finnst ykkur um þetta setup?

Pósturaf Kristján » Lau 09. Mar 2013 17:14

ég er greinilega bara að bulla því því það er usb3 front panel connector á borðinu þarna hægrameginn þannig þú þarft ekki að hafa áhyggjur að passthru dæminu.

þetta borð styður SLI og XFIRE þannig skiptir ekki máli hvor leiðina sem þú ferð.

ég mæli líka með að reyna að selja þetta 550Ti kort og fá þér 660Ti, þá ertu soldið betru settari núna og svo seinna þá færðu þér annað 660Ti.
550Ti kortið er fínn peningur uppí 660Ti kortið.



Skjámynd

Hnykill
Of mikill frítími
Póstar: 1863
Skráði sig: Þri 09. Des 2008 07:12
Reputation: 85
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Hvað finnst ykkur um þetta setup?

Pósturaf Hnykill » Lau 09. Mar 2013 17:51

Er ekki betra að taka 1600 Mhz minni staðinn fyrir 1333 ?.. svona fyrst þetta á að vera alvöru vél.


Corsair Obsidian 450D - Corsair RM850x 850W - Gigabyte Z490 Gaming X - Intel i5 10600K @ 5Ghz - Corsair H115i Pro - Asus 5700 XT OC 8GB - 16GB DDR4 3600MHz - 1 TB ADATA XPG SX8200 Pro - Windows 10.

Skjámynd

vikingbay
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 364
Skráði sig: Lau 01. Okt 2011 03:07
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Hvað finnst ykkur um þetta setup?

Pósturaf vikingbay » Lau 09. Mar 2013 20:49

Hnykill skrifaði:Er ekki betra að taka 1600 Mhz minni staðinn fyrir 1333 ?.. svona fyrst þetta á að vera alvöru vél.


Einmitt það sem ég var að pæla, OP ef ég væri þú þá myndi ég splæsa í auka 2000 kall eða hvað það er og taka 1600Mhz BallistiX minnin sem þeir eru með.




troll face96
Fiktari
Póstar: 52
Skráði sig: Mið 02. Jan 2013 15:07
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Hvað finnst ykkur um þetta setup?

Pósturaf troll face96 » Lau 09. Mar 2013 20:55

Zeratul skrifaði:Góðan daginn.

Hvað finnst ykkur um þetta setup?

Kassi - Coolermaster haf xm midi tower http://www.tolvulistinn.is/product/cool ... midi-tower

Móðurborð - Gigabyte S1155 Z77X-D3H http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=vi ... G_Z77X-D3H

Örgjörvi - Intel i5 3570k http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=2201

Örgjörvakæling - Coolermaster hyper 212 Evo http://tl.is/product/coolermaster-hyper ... oll-socket

Vinnsluminni - 2x4 GB DDR3 1333MHz http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=2234 eða 2x8 GB DDR3 1333MHz http://tl.is/product/corsair16gb-2x8gb- ... -cl9-value

Er með nvidia geforce gtx 550 ti skjákort sem ég hafði hugsað mér að nota svona til að byrja með. Einnig hef ég hugsað mér að nota gömlu hörðu diskana mína og fá mér ssd disk bráðlega, allar ábendingar um svoleiðis disk vel þegnar. Ég er nú þegar búinn að kaupa kassann þannig að ef það eru ekki einhver gríðarleg mótmæli gegn honum þá hugsa ég að ég noti hann, þ.e.a.s. ef að allt dótið passar inn í hann (sem samkvæmt minni "rannsóknarvinnu" ætti að gera auðveldlega).
Þá hef ég einnig spurningu um hvernig aflgjafa er best fyrir mig að nota með þessu, hef verið að spá í
650W Corsair HX650 http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=6389 en veit bara voðalega lítið hvað þarf fyrir svona setup. Mig langar að vita hvort þetta passi ekki allt vel saman og hvort að það séu einhverjar sniðugar breytingar sem þið viljið láta mig vita af eða jafnvel ef þetta er allt mjög ógáfulegt val hjá mér.

Verðið ætti þá að vera rétt yfir 100 þúsund kallinn fyrir utan kassann sem ég er búinn að kaupa og jafnvel einhvern ssd disk og svo auðvitað flottara skjákort einhverntíman í fjarlægari framtíð.

Vona að ég sé ekki að gleyma neinu og sé ekki að brjóta neinar reglur spjallborðsins :)

Kv. Zeratul.


átu myndir af kassanum :D