Pósturaf Frosinn » Mán 08. Apr 2013 23:40
Tek undir það sem áður hefur komið fram. Ég gerði töluvert af því að kaupa íhluti frá USA hér áður fyrr, en er nánast hættur því vegna ábyrgðarmála. Hér heima er 2ja ára ábyrgð skv. neytendalögum, en yfirleitt 3 mánuðir í USA (nema annað komi fram hjá seljanda). Við bættist umstang og kostnaður við RMA til útlanda, og þá var bara orðið ódýrara, auðveldara og þægilegra að kaupa dótið hérna heima (að því gefnu að það fengist hér), jafnvel þó söluverð væri örfáum þúsundköllum hærra á klakanum.
CASE: CoolerMaster HAF 922 | PSU: Zalman ZM-1000HP | MOBO: Asus P9X79 Deluxe | CPU: Intel 3930K@3.2GHz | SINK: Stock | RAM: 64GB (8xCrusial 8GB DDR3 1600MHz) | SSD: 720GB (RunCore 480GB; Mushkin MKNSSDCR120GB; OCZ AGT3-25SAT3-120G) | HDD: 24TB (8xSeagate ST3000DM0013) | GPU: Radeon R9 270 | DISP: 2 x Dell 30" (3008WFP)