Aflgjafi sem að gefur of mikinn straum

Skjámynd

Höfundur
beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3101
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 52
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Aflgjafi sem að gefur of mikinn straum

Pósturaf beatmaster » Sun 09. Jún 2013 23:24

Sælir

Ég setti saman turn fyrir mig um daginn og notaði í hann nýkeyptan 550W aflgjafa, vélin var allaf mjög óstöðug, endalaust restartandi og þoldi voðalega lítið (var aðalleg að spila leiki og keyrandi MS Webmatrix á henni)

Til að gera langa sögu stutta þá er ég búinn að finna út hvað var að turninum (bakhliðin á restart takkanum brotinn í kassanum, það þarf stundum ekki mikið til) og virkar tölvan fínt hjá mér núna, það sem að ég rakst þó á í bilanaleitinni er að á 12V railinu er aflgjafinn að keyra á 13.124 Voltum þegar að vélin er búinn að starta upp Windows.

Er þetta eitthvað sem að getur skemmt eitthvað?
Er einhver mér fróðari í aflgjöfum til í segja mér hvort að þetta geti skemmt eitthvað úfrá sér eða hvort að ég eigi ekkert að vera að hafa áhyggjur af þessu og þetta skipti ekki máli, eða á ég að fara með aflgjafann og skila honum :-k


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.

Skjámynd

Eiiki
/dev/null
Póstar: 1408
Skráði sig: Þri 09. Nóv 2010 14:23
Reputation: 2
Staðsetning: 1101101
Staða: Ótengdur

Re: Aflgjafi sem að gefur of mikinn straum

Pósturaf Eiiki » Sun 09. Jún 2013 23:33

Í fyrsta lagi er hann að gefa of mikla spennu en ekki straum :happy

En þetta er innan við 10% skekkja af því sem aflgjafinn á að gefa frá sér. Það myndi seint teljast hættulegt..

EDIT: Ég geri líka ráð fyrir að þú hafir mælt spennuna með aflgjafann ekki tengdann við neitt ekki satt? Þá gefa þeir alltaf hærri spennu en þegar þeir eru tengdir í t.d. harða diska og þannig.


Asrock Z68 Pro3-M | i7 2600k | Intel 520 Series 120 GB | GTX 560-Ti | 8GB 1866Mhz | Home made Mahogany case |Custom Water Cooling
Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=47846

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Aflgjafi sem að gefur of mikinn straum

Pósturaf jonsig » Mán 10. Jún 2013 04:12

In short words . Þá lækkar spennan eftir því hærra juice vélbúnaðurinn tekur, og þegar tölvan er að "chilla" þá getur spennan hækkað . Um x mikið . Þessar sveiflur eru ekki jafn öfgafullar með öflugu power supply unit.

Persónulega væri ég hræddari við háa yfirspennu á 5v rásinni á psu´inu sem keyrir ssd diskinn hjá þér ofl. Geri sterklega ráð fyrir að skjákort ofl sem nota 12v rail´ið hafi einhverskonar spennu reglun til að höndla smá sveiflur sem teljast venjulegar í rekstri tölvunnar.

svona í lokin þá held ég að psu séu athuguð með álagsprófun, spennu mæld , og athugaðar riðstraumstruflanir (sem eru pain in the ass í smáspennu geiranum)




axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1821
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 88
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Re: Aflgjafi sem að gefur of mikinn straum

Pósturaf axyne » Mán 10. Jún 2013 13:22

Samkvæmt ATX staðlinum þá er tolerance fyrir 12Vdc 5% (11.4V - 12.6V).

Ertu að mæla 12V spennuna með mæli eða ertu að lesa útúr einhverju forriti? myndi ekki treysta mikið á tölur frá einhverju forriti.

Geri ekki ráð fyrir að dc spennan frá aflgjafanum sjálfum sveiflist mikið við load/idle, það er helst spennufallið yfir kapalinn sem gefur meiri áhrif.
En það er öruglega munur á gáruspennu við load/idle.


Electronic and Computer Engineer

Skjámynd

jonsig
Skjákortaníðingur
Póstar: 5106
Skráði sig: Sun 06. Jan 2008 22:28
Reputation: 930
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Aflgjafi sem að gefur of mikinn straum

Pósturaf jonsig » Mán 10. Jún 2013 13:38

axyne skrifaði:Samkvæmt ATX staðlinum þá er tolerance fyrir 12Vdc 5% (11.4V - 12.6V).

Ertu að mæla 12V spennuna með mæli eða ertu að lesa útúr einhverju forriti? myndi ekki treysta mikið á tölur frá einhverju forriti.

Geri ekki ráð fyrir að dc spennan frá aflgjafanum sjálfum sveiflist mikið við load/idle, það er helst spennufallið yfir kapalinn sem gefur meiri áhrif.
En það er öruglega munur á gáruspennu við load/idle.



Enda sagði ég góðir aflgjafar sveiflast minna, hugsa að þessar sveiflur séu ýktari í aflgjöfum sem eru low grade eða uppfylli bara lágmarks skilyrði hvað Watt (RMS) kröfur varðar.

þegar þú talar um ATX staðalinn , er þessi spenna mæld við lítið load eða max load?

Hvað um það , hugsa að 5v railið sé viðkvæmara fyrir svona




axyne
Of mikill frítími
Póstar: 1821
Skráði sig: Fim 12. Jún 2003 17:16
Reputation: 88
Staðsetning: DK
Staða: Ótengdur

Re: Aflgjafi sem að gefur of mikinn straum

Pósturaf axyne » Mán 10. Jún 2013 14:40

jonsig skrifaði:þegar þú talar um ATX staðalinn , er þessi spenna mæld við lítið load eða max load?

þetta eru absolute mörk. þ.e.a.s sama hvert álagið er, spennan á að vera innan +-5%


Electronic and Computer Engineer