Fór í dag niður í Tölvutek að kaupa Hashwell og móbo. Langar mest í Z87 ASRock OC en ég hef glugga núna þessa helgi og líklega ekki fyrr en næst í ágúst sem ég get nördast e-h, mikið að gera í vinnunni, ferðalög í júlí og fleira. Keypti því i7 4770k og Gigabyte UD5H vegna gula litarins, passar við vatnskæli kittið etc. Langaði að kaupa þetta í Tölvutækni en þar var lokað.
Næst er það að delidda gaurinn, glatað að hafa góða kælingu en svo ertu með þarna afar lélegt kælikrem og málmplötu auk þess, búinn að panta EK Precision Mount svo ég geti mountað beint á nakið CPU.
Það var ekkert erfitt að taka plötuna af en þarna þarf þolinmæði tölvunördins og áræðni.
Hérna er ég búinn að hreinsa svona nokkurn vegin, nenni ekki meira í bili, þetta var mega vesen að hreinsa þetta og enn smá eftir.
Svo eru það verðlaunin, rauðvín og kúbverskur vindill - Reyktur í tölvunördakompunni, sem betur fer fínar svalir með kvöldsólinni á, menning í Reykjavík

til lukku með nýja dótið