Síða 1 af 1

Power ljós kviknar en ekkert gerist

Sent: Sun 30. Jún 2013 12:41
af mikkidan97
Ég var að kaupa mér IBM 8183 hér á vaktinni til að keyra vefsíðu. Allt gekk upp og hún var búin að vera í gangi í u.þ.b. 1.5-2 mánuði þegar hún bara gjörsamlega dó á meðan ég var í fríi í Bandaríkjunum.

Einkennin eru að þegar ég tengi hana við rafmagn, þá kviknar bara á power-ljósinu en ekkert annað geris, sama hve mikið ég hamast á power takkanum. Ég er búinn að prufa 3 önnur mismunandi PSU en útkoman er alltaf sú sama. Er búinn að gera allar kúnstir með minnin, en ekkert breyttist við það. Hún pípir ekki einu sinni... :-k

Ef einhver er með einhverjar góðar hugmyndir um hvað skal gera, ekki hika við að láta mig vita :happy

Re: Power ljós kviknar en ekkert gerist

Sent: Sun 30. Jún 2013 13:27
af Skari
Gætir byrjað að leita að tengingunni fyrir power takkan á móðurborðinu, séð hvort eitthvað hafi losnað

Re: Power ljós kviknar en ekkert gerist

Sent: Sun 30. Jún 2013 13:31
af mikkidan97
Var búinn ađ thví

Re: Power ljós kviknar en ekkert gerist

Sent: Sun 30. Jún 2013 14:53
af Squinchy
Búinn að skoða þéttana? engin bólga sjáanleg ?