Síða 1 af 1

Delidd á i5 3570K

Sent: Mið 03. Júl 2013 01:13
af viddi
Jæja nördið í mér tók völdin og ég ákvað að delidda örgjörvan minn þótt ég væri með Intel stock kælingu :sleezyjoe

Bjóst nú ekki við einhverjum svaka mun en hér koma myndir:

Re: Delidd á i5 3570K

Sent: Mið 03. Júl 2013 09:59
af vikingbay
Ekki slæmt, var þetta mikið vesen? :)

Re: Delidd á i5 3570K

Sent: Mið 03. Júl 2013 11:12
af Daz
Hefðir eiginlega þurft að taka test inn á milli um hversu mikil breyting væri við það eitt að taka kælinguna af og setja á aftur (og skipta um thermal paste). Mögulega var hún bara illa fest?

Re: Delidd á i5 3570K

Sent: Mið 03. Júl 2013 11:26
af viddi
vikingbay skrifaði:Ekki slæmt, var þetta mikið vesen?


Var einfaldara en ég bjóst við.

Daz skrifaði:Hefðir eiginlega þurft að taka test inn á milli um hversu mikil breyting væri við það eitt að taka kælinguna af og setja á aftur (og skipta um thermal paste). Mögulega var hún bara illa fest?


Var mjög nýlega búinn að setja hana á og hún var vel fest, búnaðurinn er bara í frekar littlum Mini-ITX kassa

Re: Delidd á i5 3570K

Sent: Mið 03. Júl 2013 11:46
af jojoharalds
hvernig límdiðu þetta á aftur?

Re: Delidd á i5 3570K

Sent: Mið 03. Júl 2013 11:49
af dori
deusex skrifaði:hvernig límdiðu þetta á aftur?

Menn líma þetta ekki á aftur heldur setja kælinguna beint á chippið.

Re: Delidd á i5 3570K

Sent: Mið 03. Júl 2013 12:23
af Templar
Hvað notaðir þú til að delidda, hvernig blad etc?

Re: Delidd á i5 3570K

Sent: Mið 03. Júl 2013 14:36
af Jon1
dori skrifaði:
deusex skrifaði:hvernig límdiðu þetta á aftur?

Menn líma þetta ekki á aftur heldur setja kælinguna beint á chippið.


ertu að tala um að sleppa alveg heatspredernum ?

Re: Delidd á i5 3570K

Sent: Mið 03. Júl 2013 14:44
af MuGGz
Nei bara leggja hann ofaná og loka svo festingunni sem heldur örgjörvanum, þá er þetta alveg fast

Sent from my GT-N7100 using Tapatalk 2

Re: Delidd á i5 3570K

Sent: Mið 03. Júl 2013 14:50
af Stutturdreki
Þá er die-ið í beinni snertingu við kælinguna sen skilar oft betri kælingu, sérstaklega í ljósi þess að Intel virðist hafa fokkað þessu algerlega upp í hönnunn/útfærslu.

Re: Delidd á i5 3570K

Sent: Mið 03. Júl 2013 14:57
af viddi
Einsog hefur komið fram þá legg ég bara heatspreaderinn aftur ofaná dieið með nýju mun betra kremi á milli og læsingin á socketinu heldur honum föstum.

Templar skrifaði:Hvað notaðir þú til að delidda, hvernig blad etc?


Ég notaði bara nýtt dúkahnífsblað :)

Re: Delidd á i5 3570K

Sent: Mið 03. Júl 2013 15:54
af jojoharalds
og núna er bara besta spurninginn eftir hvernig kælikrem notaruðu

Re: Delidd á i5 3570K

Sent: Mið 03. Júl 2013 15:58
af viddi
deusex skrifaði:og núna er bara besta spurninginn eftir hvernig kælikrem notaruðu


Það mun hafa verið Arctic MX-2