Síða 1 af 1

Virkar sami straumbreytir bæði á 110 og 220 voltum?

Sent: Mið 31. Júl 2013 22:39
af karvel
Er nú frekar fáfróður í rafmagnsmálum en virkar straumbreytir sem keyptur er í USA líka í 220 volta straumtengil ? :oops: Virkar fyrir mig að setja millistykki á straumbreytirinn (þ.e. úr þessum tveim lóðréttu teinum með gati í venjulegan rafmagnstengil) og plögga í samband? Á "AC Adaptor" stendur "Input 100-240V'~50/60Hz 0,8A þannig að samkvæmt því má álykta að hann gangi fyrir riðstraum á bilinu 100-240Volt. Ég vil bara vera 100% viss og leita því til sérfræðinganna hér á síðunni 8-[

Re: Virkar sami straumbreytir bæði á 110 og 220 voltum?

Sent: Mið 31. Júl 2013 22:43
af Gunnar
ef það stendur á honum 110-240v þá er það í lagi.

Re: Virkar sami straumbreytir bæði á 110 og 220 voltum?

Sent: Mið 31. Júl 2013 22:44
af svensven
Ef það stendur að hann taki við 100-240v þá er nóg að nota bara svona breytikló (millistykki)

Re: Virkar sami straumbreytir bæði á 110 og 220 voltum?

Sent: Mið 31. Júl 2013 22:45
af Viktor
Já, Input 100-240V þýðir að þú megir nota millistykki.