Síða 1 af 1

Sjónvarp á ljósavél.

Sent: Þri 13. Ágú 2013 20:24
af ingibje
Sælir,

ég var að spá í að fara með sjónvarp í "sveitina" enn þar sem það er bara ljósavél þar hef ég áhyggjur af sjónvarpinu.

er einhver séns á að láta þetta ganga upp án þess að kaupa ups eða fara í einhver stórkaup?
á svona surge protector, myndi ganga upp að nota það bara?

gæti það eyðilaggt sjónvarpið að vera á of lágri spennu?.

öll ráð eru vel þegin.

Re: Sjónvarp á ljósavél.

Sent: Mið 14. Ágú 2013 12:33
af ingibje
Upp

Re: Sjónvarp á ljósavél.

Sent: Mið 14. Ágú 2013 12:57
af lukkuláki
ingibje skrifaði:Sælir,
ég var að spá í að fara með sjónvarp í "sveitina" enn þar sem það er bara ljósavél þar hef ég áhyggjur af sjónvarpinu.
er einhver séns á að láta þetta ganga upp án þess að kaupa ups eða fara í einhver stórkaup?
á svona surge protector, myndi ganga upp að nota það bara?
gæti það eyðilaggt sjónvarpið að vera á of lágri spennu?.
öll ráð eru vel þegin.


Ég hef engin ráð fyrir þig önnur en þau að þú skiljir sjónvarpið bara eftir heima og prófir að lifa þannig í þennan tíma sem þú ert þarna :)

En til að fá svar við þessu þá væri kannski möguleiki fyrir þig að fá að tala við einhvern á verkstæðinu hjá Sjónvarpsmiðatöðinni svona til dæmis.

Re: Sjónvarp á ljósavél.

Sent: Mið 14. Ágú 2013 13:49
af AntiTrust
Ég hef lesið nokkra svona þræði á erlendum forums þegar það eru snjóstormar og óveður sem valda langtíma rafmagnsleysi, og flestir segja að þetta sé ekki áhættunnar virði þar sem það er oftast svo gríðarlegt spennuflökt (?) úr svona consumer generatorum.

Re: Sjónvarp á ljósavél.

Sent: Mið 14. Ágú 2013 16:34
af tlord
hvernig sjónvarp?
hvernig ljósavél?

ef þetta er 'pró' ljósavél ætti þetta að vera í lagi.

Re: Sjónvarp á ljósavél.

Sent: Mið 14. Ágú 2013 16:35
af tdog
Ég myndi ekki gera þetta nema það væri yfir- og undirspennuvörn á útgangi ljósavélarinnar. Og jafnvel undir- og yfirtíðnivörn líka.

Re: Sjónvarp á ljósavél.

Sent: Mið 14. Ágú 2013 19:01
af ingibje
ég veit ekki hvernig ljósavél þetta er, enn hún er gömul og ekki afkastamikil, og er ekki með neinar varnir. þar að segja spennan getur verið á flakki.

ætlaði að fara með 32" philips. enn ég fann ómerkilegt sjónvarp, 22" united. og ætli maður taki ekki bara áhættuna.

eftir því sem ég kemst næst þá virðist engin lausn vera á þessu nema kannski með ups enn þeir eru dýrir svona fyrir eina helgi svo það fær að bíða.