Síða 1 af 1
					
				Breytir einhverju að vera með 2GB af minni í stað 1GB?
				Sent: Sun 19. Sep 2004 21:57
				af helgafel
				Er það þess virði að vera með 2 gb í stað eins eða bara peningaeyðsla? Ég er með 1 Gb af OCZ PC2300 og er að pæla í að bæta við.
*breytt af þráðstjóra, passa að hafa lýsandi titil*
			 
			
					
				
				Sent: Sun 19. Sep 2004 22:03
				af fallen
				Hvað ætlarðu að gera við þessi 2gb ?
			 
			
					
				
				Sent: Sun 19. Sep 2004 22:04
				af gnarr
				vera kúl.. ?
			 
			
					
				
				Sent: Sun 19. Sep 2004 22:24
				af Daz
				Nei 2 gb gera ekkert meira og í raunninni er 1 gb of mikið líka, 640 Kb eru nóg fyrir allt sem þú þarft að gera.
En svona í meiri alvöru talað, hvað ertu að gera á tölvunni þinni, því miður er enginn hér á vaktinni skyggn og getur þar af leiðandi séð hvort meira minni mun hjálpa þér. Meira minni = meiri hraði = gott, en hvort þú getur eitthvað nýtt þér minnið og þar með fengið fram hraðaaukningu er annað mál.
			 
			
					
				
				Sent: Sun 19. Sep 2004 22:33
				af helgafel
				Þetta er bara stælar í manni. Ég nota vélina í leiki og stundum myndvinnslu með Pinnacle. Er að fara að uppfæra í 6800 GT eða Ultra og var að pæla í að taka meira minni. Verð ég annars var við mikið performance boost ef ég uppfæri?
			 
			
					
				
				Sent: Sun 19. Sep 2004 22:39
				af axyne
				peningaeyðsla jebb
			 
			
					
				
				Sent: Sun 19. Sep 2004 22:41
				af everdark
				Maður er náttúrulega ekki kúl fyrr en maður hefur fyllt öll slot á móbóinu sínu.
			 
			
					
				
				Sent: Mán 20. Sep 2004 00:00
				af Pandemic
				Breytir voðalega litlu ég er með 1gíg af XMS pro Corsair og einu skiptin sem forrit nota minnið til fuls er þegar ég er t.d í photoshop með myndir í high dpi-upplausn og þegar maður er að nota premiere.