Síða 1 af 1

nýtt skjákort virkar en gamla er hætt að virka

Sent: Sun 25. Ágú 2013 18:40
af danniornsmarason
sælir, ég var að kaupa mér nýtt skjákort, (geforce 7600gs 512mb og gamla er 7300gs 256mb) ekkert stórt upgrade en þannig er nú það að ég setti nýja í tölvunna og það virkaði (heyrði bípið í harðadisknum)en er ekki með snúru sem virkar við þetta skjákort, svo ég setti gamla í og heyrði ekki bípið og nú kemur ekkert uppá skjáinn hjá mér allt tengt en ekkert gerist, svo ég ákvað að setja nýja aftur í en þá heyrði ég ekki bípið. Veit einhver hvað gæti verið að? btw er með 400w aflgjafa

Re: nýtt skjákort virkar en gamla er hætt að virka

Sent: Sun 25. Ágú 2013 19:11
af Bjosep
Ertu alveg 100% á því að skjákortið sé alveg komið inn í raufina?

Re: nýtt skjákort virkar en gamla er hætt að virka

Sent: Sun 25. Ágú 2013 19:18
af danniornsmarason
Bjosep skrifaði:Ertu alveg 100% á því að skjákortið sé alveg komið inn í raufina?

er alveg nokkuð viss um það því að járn gaurinn er alveg viðkassan og það kemst ekki lengra

Re: nýtt skjákort virkar en gamla er hætt að virka

Sent: Sun 25. Ágú 2013 19:56
af Squinchy
Er skjátengi á móðurborðinu? Ef svo er virkar það?

Re: nýtt skjákort virkar en gamla er hætt að virka

Sent: Sun 25. Ágú 2013 20:03
af danniornsmarason
Squinchy skrifaði:Er skjátengi á móðurborðinu? Ef svo er virkar það?

já en er ekki með skjá né snúru sem er með þannig tengi líka

Re: nýtt skjákort virkar en gamla er hætt að virka

Sent: Sun 25. Ágú 2013 20:22
af danniornsmarason
það samt píbar 2svar þegar ég kveiki á tolvunni en það gerist ekki núna

Re: nýtt skjákort virkar en gamla er hætt að virka

Sent: Sun 25. Ágú 2013 20:38
af quad
búinn að breyta bios úr onboard gpu í pci (eða e.h. álíka)?

Re: nýtt skjákort virkar en gamla er hætt að virka

Sent: Sun 25. Ágú 2013 21:00
af danniornsmarason
quad skrifaði:búinn að breyta bios úr onboard gpu í pci (eða e.h. álíka)?

eina sem ég gerði erð unpluggaði allt slokkti og tók gamla ú setti nýja, heyrði bípið fattaði að .það væri ekki sama tengi tók kortið úr setti gamla heyrði ekki píb kemur ekkert á skjáinn prófaði nýja kom ekkert píb

Re: nýtt skjákort virkar en gamla er hætt að virka

Sent: Sun 25. Ágú 2013 21:06
af Bjosep
Gætir prufað að taka rafhlöðuna úr móðurborðinu í smástund og setja hana í aftur, að því gefnu að þú hafir ekki verið búinn að stilla bios-inn og viljir ekki tapa þeim stillingum.

Gætir líka prufað að endurræsa bios-inn ef það er takki til þess á móðurborðinu.

Báðar aðferðir ættu að skila sömu niðurstöðu.

Re: nýtt skjákort virkar en gamla er hætt að virka

Sent: Sun 25. Ágú 2013 21:23
af danniornsmarason
Bjosep skrifaði:Gætir prufað að taka rafhlöðuna úr móðurborðinu í smástund og setja hana í aftur, að því gefnu að þú hafir ekki verið búinn að stilla bios-inn og viljir ekki tapa þeim stillingum.

Gætir líka prufað að endurræsa bios-inn ef það er takki til þess á móðurborðinu.

Báðar aðferðir ættu að skila sömu niðurstöðu.

gerði það núna en allt var eins og áður, bróður minn var eitthvað að tala um að örgjafinn væri steiktur, er það eitthvað sem gæti verið?

Re: nýtt skjákort virkar en gamla er hætt að virka

Sent: Sun 25. Ágú 2013 22:15
af danniornsmarason
Er enginn hér sem veit eithhvað hvað hefur gerst? eru bæði skjákortin ónýt? er móðurborðið bilað? er örgjafinn steiktur?

Re: nýtt skjákort virkar en gamla er hætt að virka

Sent: Mán 26. Ágú 2013 14:12
af danniornsmarason
það hlýtur einhver að vita eitthvað, er búinn að prófa að taka ramið úr er búinn að taqka batteríið úr mobo og setja það aftur inn, er búinn að taka allt úr sambandi í 12 kl og setja aftur í samband allar viftur og allt keyra venjulega en það heyrist ekki þetta bíp sem heyrst hefur í hverri ræsun

Re: nýtt skjákort virkar en gamla er hætt að virka

Sent: Mán 26. Ágú 2013 14:29
af Hnykill
ef hvorugt skjákortið virkar bendir það til þess að þetta sé bara móðurborðið að fara.. því miður. kannski skjákortsraufin sjálf eða eitthvað annað. voða erfitt að segja til um þetta nákvæmlega .

Re: nýtt skjákort virkar en gamla er hætt að virka

Sent: Mán 26. Ágú 2013 14:55
af danniornsmarason
Hnykill skrifaði:ef hvorugt skjákortið virkar bendir það til þess að þetta sé bara móðurborðið að fara.. því miður. kannski skjákortsraufin sjálf eða eitthvað annað. voða erfitt að segja til um þetta nákvæmlega .

TAKK! þá veit ég allavegna að þetta er móturborðið
en hvernig er með að skipta út móðurborð? er það bara taka gamla setja nýja og setja skjákortið og allt .að í nýja?
og takk aftur fyrir svarið :happy

Re: nýtt skjákort virkar en gamla er hætt að virka

Sent: Mán 26. Ágú 2013 14:58
af Sigurður Á
Ef þú ert ekki viss um hvernig á að skipta um móðurborð fáðu þá einhvern sem kann það til að gera það þannig að þú skemmir ekkert ;)

Re: nýtt skjákort virkar en gamla er hætt að virka

Sent: Mán 26. Ágú 2013 21:19
af Bjosep
danniornsmarason skrifaði:
Hnykill skrifaði:ef hvorugt skjákortið virkar bendir það til þess að þetta sé bara móðurborðið að fara.. því miður. kannski skjákortsraufin sjálf eða eitthvað annað. voða erfitt að segja til um þetta nákvæmlega .

TAKK! þá veit ég allavegna að þetta er móturborðið


Veistu að þetta er móðurborðið?

Ef þú veist hvað móðurborðið heitir þá ættirðu að (lesa handbókina ef þú átt hana til) reyna að nota alnetið til að komast að því hvað einkennir það að þetta móðurborð sé farið. Ef þú kemst að því hvað einkennir þetta og móðurborðið sýnir þau einkenni þá veistu að móðurborðið er ónýtt.

Ef ekki þá ætirðu að redda þér skjá sem þú getur tengt við móðurborðið.

Eða kannski væri einfaldast bara fyrir þig að henda græjunni í bilanagreiningu á einhverju verkstæðinu. :guy