Firmware update á BenQ XL2411Z


Höfundur
xate
Fiktari
Póstar: 74
Skráði sig: Þri 08. Des 2009 02:37
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Firmware update á BenQ XL2411Z

Pósturaf xate » Lau 20. Des 2014 23:01

Sælir veriði vaktarar.

Vil byrja á að taka það fram að ég var ekki viss um í hvaða flokki þessi þráður átti heima, en niðurstaðan var þessi, stjórnendur mega endilega henda þessu á réttan stað ef þetta á ekki heima hér.

En þá er komið að vandamálinu hjá mér. Ég keypti mér nýjan BenQ XL2411Z skjá fyrir nokkrum mánuðum sem var ætlaður fyrir CS:GO spilun til þess að fá 144hz. Ég skoðaði mig um og það komu tveir skjáir til greina, ég endaði á því að velja BenQ skjáinn eftir að hafa skoðað mig lítið um á google. Eftir að ég fékk hann fannst mér allar stillingar við hann líta illa út og þá fór ég að skoða mig betur um og komst að því að ég gæti náð mér í forrit sem heitir "Blur Busters Strobe Utility" sem ætti víst að leyfa mér að stilla skjáin mun betur og um leið reduce-a input laggið á honum, einu skilirðni til þess að geta notað þetta forrit var að vera með firmware V2, ég tjékkaði á mínum skjá og komst að því að hann er V1.

Ég skoðaði hvernig ég átti að update-a firmware-ið og þá komst ég að því að það er bölvað vesen (http://www.blurbusters.com/benq/diy-fir ... -z-series/) en linkurinn hérna fyrir framan er með step by step guide hvernig á að gera það. Þú þarft víst eh stykki sem að tengist í tölvuna með USB og í skjáinn með VGA til þess að geta updateað þetta, ég fann svo stykkið á netinu og það kostar ~ 60$ fyrir utan sendingakostnað og allt sem því fylgir, sem að mér finnst full mikið, sérstaklega þar sem ég er nú þegar búinn að borga rúm 50þúsund fyrir skjáinn.

Ef að þið farið inná síðuna (http://www.blurbusters.com/benq/diy-fir ... -z-series/) getið þið séð step by step guideinn og í 2. steppi er sýnt að þú getir keypt stykkið eða búið til þitt eigið stykki, svo ég væri alveg eins til í að borga einhverjum handlögnum fyrir að gera svona stykki (eins og er sýnt í advanced) handa mér (tek fram að ef þú ýtir á advanced linkinn, þá downloadaru PDF file sem sýnir stykkið, sem er PTL - VGA, að ég held.), þar sem ég kann nákvæmlega ekkert þegar það kemur að þessu. Eða kaupa svona stykki af einhverjum sem hefur keypt sér svona, þó svo ég efi að einhver hér á klakanum hafi keypt sér svona.

Ég veit að ég er öruglega byrjaður að tala í hringi, en ef það er einhver sem að skilur hvað ég meina þá má hann endilega svara mér hér eða í PM,

Svo til þess að enda þetta var ég að velta því fyrir mér hvort að einhver hefði nennt að gera eitthvað í þessu og keypt sér svona stykki, sem ég mætti þá kaupa/fá lánað frá honum, eða hvort að einhver sem að kann rafmagnsfræði eða hvað sem það nú kallast gæti jafnvel búið til svona stykki, eða einhvað í líkingu við þetta, það á víst líka að vera hægt að gera þetta í gegnum PTL - VGA stykki ef að tölvan er með PTL




playman
Vaktari
Póstar: 2000
Skráði sig: Fös 01. Okt 2010 13:26
Reputation: 72
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Firmware update á BenQ XL2411Z

Pósturaf playman » Lau 20. Des 2014 23:55

Ég veit það ef að þú uppfærir sjálfur firmverið í honum og eitthvað fokkast upp, þá er hann dottin úr ábyrgð.
prófaðu að heyra í þeim sem að þú verslaðir hann af og sjá hvort að þeir séu ekki tilbúnnir að uppfæra hann fyrir þig.


CPU: Intel Core i7-8700K hexa Core @ 3.7GHz RAM: Mushkin 16GB DDR4 1333MHz Sink: Thermaltake SpinQ VT Tower: Thermaltake Armor Revo
HDD: 238GB PLEXTOR PX-256M9PeGN Motherboard: Z370 AORUS Gaming 3 GPU: NVIDIA GeForce GTX 1070 4Gb
Main screen: BenQ xl2411t 24'' 120Hz 16:9 Secondary screen: BenQ GW2455 - 24" 16:9 Tertiary Screen BenQ GW2455 24" 16:9


Höfundur
xate
Fiktari
Póstar: 74
Skráði sig: Þri 08. Des 2009 02:37
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Firmware update á BenQ XL2411Z

Pósturaf xate » Sun 21. Des 2014 01:59

playman skrifaði:Ég veit það ef að þú uppfærir sjálfur firmverið í honum og eitthvað fokkast upp, þá er hann dottin úr ábyrgð.
prófaðu að heyra í þeim sem að þú verslaðir hann af og sjá hvort að þeir séu ekki tilbúnnir að uppfæra hann fyrir þig.


Geri það, hringdi uppí tölvutek daginn eftir að ég fékk hann og þeir sögðu mér að ég þyrfti að senda hann til BenQ og borga sendingarkostnaðinn þangað sjálfur. Getur varla sakað að prófa aftur :)