appel skrifaði:Ég var einmitt að átta mig á því í dag í vinnunni að ég var með kynslóð á eftir Intel örgjörva heldur en heima, 2600 vs. 3700. Ég var búinn að vera fullviss í 4 ár að tölvan mín heima væri mun öflugri. En spekkarnir á vinnutölvunni voru enn betri. Sem er doldið fyndið því mér finnst hún miklu hægari.
Og svo jafnvel í dag eftir allan þennan tíma eru þessir örgjörvar "still kicking ass" þannig að nýjustu örgjörvarnir eru rétt svo 15-20% hraðari.
Hvað er að gerast?
Þetta er orðið svo furðulegt með spekka á tölvuhlutum. Í gamla daga þýddi uppfærsla það að maður fékk miklu meiri hraða. Svona einsog að fara úr 486 í Pentium 90 var bara allsvakalegt stökk að maður bara gapti.
Fyrir þá sem reyndu að spila Quake 1 á 486 og svo spila Quake 1 á Pentium 75 (586), hvað á 90, þá er þetta bara himinn og haf. Við erum að tala um 5 fps og 25 fps.
Í dag er þetta orðið verðlaust. Ég skil þessa hluti ekki lengur, ég er svo gamaldags. Ég held að mér höndum því Moore's law er farið út um gluggan og hver veit nema hvaða gull maður hefur nú þegar í höndunum í sínum gamla góða gjörva.
Ég hugsa oft til ársins 2007. Þegar Intel Q6600 kom út og Nvidia 8800 serían var í nánast öllum tölvum. Ef maður bar saman fimm ára tölvu þá (2002) þá var það pentium 4 og Geforce 4 serían, munurinn þar á milli í tölvuleikjum var himinn og haf.
Og ef við miðum við I7-2600 sem kom út við I7-6700 þá í mörgum leikjum myndi maður ekki taka eftir miklum mun, ekki neitt sem hægt væri að bera saman við stökkið sem var áður fyrr í "performance"
Skjákortin hafa verið önnur saga og hefur þróunin á þeim eiginlega skipt meira máli í dag heldur en á örgjörvunum ef miðað er við tölvuleikina.
Maður sækist í dag mestmegnis í uppfærslu á örgjörva eins og þú segir fyrir alla þá auka fítusa sem móðurborðin eru farin að bjóða uppá. USB Type C. M.2 Sata og fleira.
Ég t.d. var að uppfæra í I5-6600K frá I5-3570K. Munurinn er ágætur í ýmsum "benchmark" keyrslum en finn ekki fyrir einum einasta mun í tölvuleikjum.