Amazon! Ég keypti allt í tölvuna mína nema skjákortið af Amazon og lét senda á hótel. Ekkert endilega alltaf bestu verðin þar, og þeir rukka sales tax, en alltaf mun ódýarara en að kaupa heima. Líka mjög auðvelt að skila hjá Amazon ef eitthvað er. Þ.e. ef þú hefur tök á því að skila til USA

Newegg.com taka ekki íslensk kreditkort né Paypal account, Jet.com ég náði að klára pöntun með íslensku korti en þeir canceluðu pöntuninni þar sem þeir gátu ekki verify-að billing address (ekki hægt að setja Ísland sem country í billing address).
Ég keypti skjákortið mitt á BHPhotoVideo.com, þeir rukka ekki sales tax og tóku íslenskt kort ekkert mál.
Annars mæli ég með buildapc á reddit og buildapcsales líka bara til að sjá hvað er í boði og hvað fólk segir um hitt og þetta. Koma líka einstaka sinnum Amazon deals þar upp.