Síða 1 af 1
Hvar fær maður USB konu í PS/2 kall breytistykki
Sent: Fös 01. Sep 2017 11:45
af Hauxon
Ég er með (gamlan) skjásviss sem er bara með PS/2 tengjum fyrir lyklaborð og mús. Tengistykki í hina áttina fást allsstaðar en ég finn hvergi USB F -> PS2 M breytistykki. Þetta var til í öllum tölvubúðum fyrir 1000 árum en virðist afar erfitt að finna þetta í dag. Ég er búinn að fara í computer.is og leita á heilstu netverslunum. Ég er líka búinn að hringja í Íhluti.
...einhverjar hugmyndir??
Re: Hvar fær maður USB konu í PS/2 kall breytistykki
Sent: Fös 01. Sep 2017 11:51
af JohnnyX
Ég gæti átt svona til þess að gefa þér. Skal tjékka í kvöld þegar ég kem heim
Re: Hvar fær maður USB konu í PS/2 kall breytistykki
Sent: Fös 01. Sep 2017 12:03
af worghal
ef johnny finnur þetta ekki þá á ég mögulega svona stykki sem þú mátt eiga ef sótt

Re: Hvar fær maður USB konu í PS/2 kall breytistykki
Sent: Fös 01. Sep 2017 12:32
af Raskolnikov
Getur prufað Miðbæjarradío og Örtækni.
Re: Hvar fær maður USB konu í PS/2 kall breytistykki
Sent: Fös 01. Sep 2017 14:32
af worghal
Vantar þig fleyri en einn?
Re: Hvar fær maður USB konu í PS/2 kall breytistykki
Sent: Fös 01. Sep 2017 15:17
af Hauxon
Takk fyrir. Mig vantar bara eitt fyrir mús og annað fyrir lyklaborð. Ég á reyndar lyklaborð frá forsögulegum tímum en myndi helst vilja sleppa við að nota það.
Miðbæjarradio ...er búinn að hringju út nokkrum sinnum hjá þeim.... ekkert á heimasíðu Örtækni.
Re: Hvar fær maður USB konu í PS/2 kall breytistykki
Sent: Fös 01. Sep 2017 21:53
af JohnnyX
Ég finn þetta ekki, hlýt að hafa hent þessu. Worghal reddar þér bara er það ekki?

Re: Hvar fær maður USB konu í PS/2 kall breytistykki
Sent: Fös 01. Sep 2017 22:03
af jonsig
Þú þarft að fá aktívan svona, kostar 1$ á ebay. Og sama unit á 2-3þús hér í búð.
Hef notað þennan í 2-3 ár fyrir ibm model m hjá mér

Re: Hvar fær maður USB konu í PS/2 kall breytistykki
Sent: Fös 01. Sep 2017 22:11
af worghal
jonsig skrifaði:Þú þarft að fá aktívan svona, kostar 1$ á ebay. Og sama unit á 2-3þús hér í búð.
Hef notað þennan í 2-3 ár fyrir ibm model m hjá mér

hann var að byðja um hina áttina
Re: Hvar fær maður USB konu í PS/2 kall breytistykki
Sent: Lau 02. Sep 2017 00:32
af mind
Fann eitt svona hjá mér sem mátt fá. Sendu bara PM ef vantar ennþá
Re: Hvar fær maður USB konu í PS/2 kall breytistykki
Sent: Lau 02. Sep 2017 00:33
af jonsig
Hauxon skrifaði:...einhverjar hugmyndir??
Ertu með rs-232 (DB9 )port á þessu drasli ?