Síða 1 af 1

Sérpanta tölvubúðir íhluti?

Sent: Sun 15. Okt 2017 11:37
af GunnGunn
Góðan daginn,

Er mikið að spá í að uppfæra móðurborð,minni og CPU - en er með ákveðið vandamál þar sem ég er með ITX kassa. Ekkert til á landinu af ITX borðum fyrir Coffee lake og bara eitt fyrir Ryzen(í Kísildal og þeir selja ekki Ryzen 1600 + þeir eru dýrari).

Vitið þið hvort tölvubúðirnar geti sérpantað fyrir mann íhluti ef þeir eru til úti(og væntanlega ef það er frá framleiðanda sem þeir eru þegar að selja)?

Veit að Coffee lake var bara að koma út en það eru þegar komin ITX borð og það eru komin 4-5 fyrir Ryzen.

Vill helst kaupa þetta hérna heima í einum pakka því þetta endar á Visa raðgreiðslum :D

Re: Sérpanta tölvubúðir íhluti?

Sent: Sun 15. Okt 2017 12:03
af vesley
Veit það að tölvutækni á það til að sérpanta íhluti fyrir fólk. Endilega prófa að senda á þá email eða kíkja til þeirra :)

Re: Sérpanta tölvubúðir íhluti?

Sent: Sun 15. Okt 2017 13:01
af Sinnumtveir
Ef þú ert að fara að panta Coffee Lake móðurborð sérstaklega skaltu athuga hvort þú færð nokkurn örgjörva. Sagt er að þessi vara verði ekki til í magni fyrr en eftir áramót, Coffee Lake sé "paper launch". Eini örgjörvinn sem er til hjá Newegg og Amazon er i3-8100.