Er mjög ánægður með contact cleaner frá Electrolube sem fæst í Íhlutum, sjá mynd hér að neðan.
Hinsvegar langar mig að skjóta inn í eftir að hafa lagað fjöldan allan af hinum ýmsu lyklaborðum. Mín reynsla er sú að það er MJÖG sjaldgjæft að svissar(rofar) bili eða verði svo óhreinir að þeir hætti að virka, hvað þá margir á einu borði. Það er mun algengara að díóðan yfir rofann skemmist eða lóðning á henni eða rofanum brotni. Myndi ráðleggja þér að byrja á því að framkvæma sjónskoðun og viðnámsmæla yfir rofann þegar þú ýtir á hann.
Ef biluðu rofarnir eru allir staðsettir í sömu röð (lárétt eða lóðrétt) þá er vandamálið líklega eitthvað með þá röðina í heild sinni frekar heldur en alla einstaka rofa.

- ELECTROLUBE-CCC-200ML.jpg (6.8 KiB) Skoðað 1715 sinnum