Síða 1 af 1

Er hægt að gera við skjákort?

Sent: Mið 16. Des 2020 15:13
af Fennimar002
Sælir Vaktarar.

Félagi minn sagði mér um daginn að skjákortið hans væri eitthvað bilað, ég ákvað að taka á mig að kíkja á það.
Þegar ég setti kortið í tölvuna mína, postaði tölvan ekki, vildi hreinlega ekki kveikja á sér, og kom svo brunalykt frá kortinu.
Er eitthvað tölvu verkstæði eða einhver sem tekur að sér að kíkja almennilega á kortið?

Skjákortið er Zotac 1070 mini.

Re: Er hægt að gera við skjákort?

Sent: Mið 16. Des 2020 15:28
af Hausinn
Ef það kom brunalykt myndi ég ekki eyða tíma né pening í það.

Re: Er hægt að gera við skjákort?

Sent: Mið 16. Des 2020 18:08
af jonsig
Hefði talið það öfugt, ef það er brunalykt þá er eitthvað vesen á component sem er hægt að skipta út, nema prentið sé brunnið í drasl.

Vandamálið er að enginn professional er að fara laga þetta á minna en ~20k á tíman.

Raunhæfara væri:
1. Þekkir einhvern nema í rafeindavirkjun sem er að leita af einhverju challange.
2. Kannski einhver af þessum "i fix for you" týpum á vinna með litlum fyrirvara!! á facebook kunni eitthvað, en það eru kannski 0,3% líkur.