Síða 1 af 2

Jæja, komið að uppfærslu á vinnuvélinni

Sent: Mán 15. Mar 2021 16:11
af appel
Vinnuvélin mín komin á endastöð, búin að endast vel og lengi.

Er svolítið utanveltu í því sem er málið að velja. Hef eytt einhverjum tíma í að skoða, en maður veit ekkert hvað á að velja þegar maður sér lista yfir t.d. 10 móðurborð. En með nokkra hugmynd um það þó.
Hef skoðað tilbúnar svona mini-pc vélar, en það eru bara kettlingar finnst mér fyrir það sem ég þarf.


Helstu markmið eru:

#1. System hraði fyrir vinnslu, er mikið í multi-tasking vinnslu
Öflugan AMD Ryzen örgjörva (einhver ástæða að velja intel? vil alvöru cpu)
Stútfullt af minni 64GB (erfiðara að uppfæra síðar)
1 TB M.2 drif, held ég þurfi ekki meir fyrir system diskinn, mun flytja gamla SSD diskinn yfir og nota sem data disk
(Innbyggt bluetooth eða wifi kostur, en alls ekki krafa, mun hvortsem ethernet tengja)

#2. Lítill kassi
Kassinn, helst sem minnstur og hægt er.... er núna með bara svona medium-atx og vil helst fá minni, kemur fyrir að maður þurfi að vinna heima í þessum covid lockdowns þannig að maður vill geta flutt hann auðveldlega milli heimilis/vinnu. En það má ekki vera á kostnað #1.

#3. Ekkert high end GPU, bara það sem dugar
Support fyrir 3 stk 4k skjáir helst, þannig að ég þarf væntanlega eitthvað skjákort sem styður það. En hef engar kröfur um skjákort, mun ekki vera notað fyrir tölvuleiki!

#4. Low noise.

Þar sem þetta er pantað af fyrirtæki, þá er krafan að þetta sé pantað af einni verslun og samsett. Ekki hægt að panta af hinni og þessari verslun componenta og setja saman sjálfur (óæskilegt).

Megið einnig koma með hugmyndir ef ég er að gleyma.

Re: Jæja, komið að uppfærslu á vinnuvélinni

Sent: Mán 15. Mar 2021 16:24
af worghal
er ekki bara spurning um að bíða eftir næsta sölupósti frá honum Emma? :lol:

Re: Jæja, komið að uppfærslu á vinnuvélinni

Sent: Mán 15. Mar 2021 17:20
af Hizzman
Keypti næstum akkúrat svona dæmi Í Kisildal fyrir nokkrum mánuðum. Sáttur við þau kaup!

ps. hef fína reynslu af USB til HDMI breytum.

Re: Jæja, komið að uppfærslu á vinnuvélinni

Sent: Mán 15. Mar 2021 19:06
af osek27
Var aðeins að leika mér að gera lista.
Ég setti bara dýrasta/öflugastan örgjörva svo kannski geturu sparað þér eittvhað ef þú vilt fara í ódýrara.
Ég hefði persónulega farið í tölvutek pakkan bara útaf kassanum sem er þar, haldfang og mjög lítill og bara reynt að láta þá panta 64gb minni.

Kisildalur
https://builder.vaktin.is/build/80585
pros
+120gb minni
+3070
+nettur og clean kassi
+ITX
+wifi og bluetooth
cons
-dýýýýýrt

Computer is
https://builder.vaktin.is/build/0B367
pros
+3070
+4 gen m.2 ssd
+USB C
cons
-ekkert wifi og bluetooth
-stærri kassi

Tölvutek
https://builder.vaktin.is/build/6646E
pros
+ódyrast
+++haldfáng á kassanum(finnst það vera huge plús)
+ITX kassi
+sjúklega hraður SSD m2 diskur
cons
-meh móðurborð
-32gb ram(held samt ef þú talar við búðina geta þeir reddað 64gb)

Re: Jæja, komið að uppfærslu á vinnuvélinni

Sent: Mán 15. Mar 2021 19:12
af CendenZ
worghal skrifaði:er ekki bara spurning um að bíða eftir næsta sölupósti frá honum Emma? :lol:


:D :D :D

Re: Jæja, komið að uppfærslu á vinnuvélinni

Sent: Mán 15. Mar 2021 19:22
af appel
Soldið dýrir pakkar, ætla aðeins að skoða betur. Held ég byrji á kassanum.

Líst annars vel á kassana sem osek27 postaði, einmitt það sem er málið. btw. vil ekkert RGB dæmi :) vil ekki hafa blikkandi jólatré í vinnunni.

Úfff... þetta er svaka erfitt þar sem ýmislegt er ekki til hjá hinum og þessum verslunum útaf þessum chipset uppskerubresti í asíu. Ryzen 5950x er ekki til hjá þessum verslunum. Þetta er erfitt líf :)

Re: Jæja, komið að uppfærslu á vinnuvélinni

Sent: Þri 16. Mar 2021 09:49
af appel
Þar sem Ryzen 9 5900x/5950x er uppseldur allsstaðar þá er spurning um að velja intel 10900K í stað Ryzen 7 5800x? Sýnist intel performa smá betur þar og kosta svipað.

Re: Jæja, komið að uppfærslu á vinnuvélinni

Sent: Þri 16. Mar 2021 09:57
af Mossi__
appel skrifaði:Þar sem Ryzen 9 5900x/5950x er uppseldur allsstaðar þá er spurning um að velja intel 10900K í stað Ryzen 7 5800x? Sýnist intel performa smá betur þar og kosta svipað.


Taka Ryzen 5800x og uppfæra svo í 5950x þegar hentar?

Er það ekki sama sockettið?

Re: Jæja, komið að uppfærslu á vinnuvélinni

Sent: Þri 16. Mar 2021 10:01
af osek27
Held að það sé ekki þess virði nema bíða eftir næsta gen og upgradea þá. Svo er hann líka að fá þetta á fyrirtæki Mikið meira vesen að vera upgradea hluti eftirá.

Re: Jæja, komið að uppfærslu á vinnuvélinni

Sent: Þri 16. Mar 2021 10:06
af appel
Mossi__ skrifaði:
appel skrifaði:Þar sem Ryzen 9 5900x/5950x er uppseldur allsstaðar þá er spurning um að velja intel 10900K í stað Ryzen 7 5800x? Sýnist intel performa smá betur þar og kosta svipað.


Taka Ryzen 5800x og uppfæra svo í 5950x þegar hentar?

Er það ekki sama sockettið?

Það virkar ekki þannig þegar þú kaupir í gegnum fyrirtæki. Á ég að selja íhluti úr vélbúnaði á vaktinni, fá cash og láta fjármálastjórann fá? :face

Re: Jæja, komið að uppfærslu á vinnuvélinni

Sent: Þri 16. Mar 2021 10:10
af Mossi__
appel skrifaði:
Mossi__ skrifaði:
appel skrifaði:Þar sem Ryzen 9 5900x/5950x er uppseldur allsstaðar þá er spurning um að velja intel 10900K í stað Ryzen 7 5800x? Sýnist intel performa smá betur þar og kosta svipað.


Taka Ryzen 5800x og uppfæra svo í 5950x þegar hentar?

Er það ekki sama sockettið?

kaupir í gegnum fyrirtæki. :face


Missti af þeim parti :)

Re: Jæja, komið að uppfærslu á vinnuvélinni

Sent: Þri 16. Mar 2021 10:28
af Viktor

Re: Jæja, komið að uppfærslu á vinnuvélinni

Sent: Þri 16. Mar 2021 10:53
af gnarr
þú ert náttúrulega aldrei að fara að setja 3060 eða 3070 í svona vinnutölvu...

Hérna er dæmi um vél sem þú gætir fengið í tölvutækni sem ætti að uppfylla allar kröfurnar þínar:

Mynd

Þeir eru með nokkrar mismunandi útgáfur af Phanteks ITX kössum, en þessi styður venjulega ATX aflgjafa, svo að þú þarf ekki að eyða offjár í SFX aflgjafa.

Re: Jæja, komið að uppfærslu á vinnuvélinni

Sent: Þri 16. Mar 2021 19:09
af Dóri S.
gnarr skrifaði:þú ert náttúrulega aldrei að fara að setja 3060 eða 3070 í svona vinnutölvu...

Hérna er dæmi um vél sem þú gætir fengið í tölvutækni sem ætti að uppfylla allar kröfurnar þínar:

Mynd

Þeir eru með nokkrar mismunandi útgáfur af Phanteks ITX kössum, en þessi styður venjulega ATX aflgjafa, svo að þú þarf ekki að eyða offjár í SFX aflgjafa.

Afhverju ekki? Ég er með 3070 í vinnutölvunni minni.. :-k

Re: Jæja, komið að uppfærslu á vinnuvélinni

Sent: Þri 16. Mar 2021 20:08
af gnarr
Dóri S. skrifaði:
gnarr skrifaði:þú ert náttúrulega aldrei að fara að setja 3060 eða 3070 í svona vinnutölvu...

Hérna er dæmi um vél sem þú gætir fengið í tölvutækni sem ætti að uppfylla allar kröfurnar þínar:

[img]MYND[/img]

Þeir eru með nokkrar mismunandi útgáfur af Phanteks ITX kössum, en þessi styður venjulega ATX aflgjafa, svo að þú þarf ekki að eyða offjár í SFX aflgjafa.

Afhverju ekki? Ég er með 3070 í vinnutölvunni minni.. :-k


Ef þú ert í CAD, Video vinnslu eða einhverju CUDA heavy, þá meikar það sens. En í fyrir nánast hvað sem er annað er það bilað overkill.

Re: Jæja, komið að uppfærslu á vinnuvélinni

Sent: Mið 17. Mar 2021 19:54
af Dóri S.
gnarr skrifaði:
Dóri S. skrifaði:
gnarr skrifaði:þú ert náttúrulega aldrei að fara að setja 3060 eða 3070 í svona vinnutölvu...

Hérna er dæmi um vél sem þú gætir fengið í tölvutækni sem ætti að uppfylla allar kröfurnar þínar:

[img]MYND[/img]

Þeir eru með nokkrar mismunandi útgáfur af Phanteks ITX kössum, en þessi styður venjulega ATX aflgjafa, svo að þú þarf ekki að eyða offjár í SFX aflgjafa.

Afhverju ekki? Ég er með 3070 í vinnutölvunni minni.. :-k


Ef þú ert í CAD, Video vinnslu eða einhverju CUDA heavy, þá meikar það sens. En í fyrir nánast hvað sem er annað er það bilað overkill.

Las greinilega ekki fyrsta póstinn vel... En já video, grafík og 3d er það sem ég er mest að vinna með, og veitir oft ekkert af 3070 :lol: Og á sennilega eftir að uppfæra í 128gb í vinnsluminni asap.. After Effects tekur öll 54gb sem það getur tekið og svo eru aðrir processar sem taka mikið af restinni.. :knockedout

Re: Jæja, komið að uppfærslu á vinnuvélinni

Sent: Mið 17. Mar 2021 20:22
af appel
Já, kannski maður ætti bara að fara í 128gb strax.

Sé það heima hjá mér, þar uppfærði ég nýlega ú 16gb í 32gb, og jafnvel þó ég sé með mjög lítið í gangi, 5 firefox glugga og kanski 70 tabba, editor og spotify og svona þá er minnið í 50%. Greinilegt að windows og forritin eru að trappa sig niður í minnisnotkun ef minnið er takmarkað, fara kannski aldrei upp yfir 80-90%, þannig að maður heldur að maður sé ekkert að banka í neitt þak ... en raunveruleikinn er annar.

Re: Jæja, komið að uppfærslu á vinnuvélinni

Sent: Mið 17. Mar 2021 22:10
af Sinnumtveir
rtx-3070 er algjört overkill. rx-5600xt fer örugglega létt með 4 4K skjái ef leikjageta er ekki partur af planinu. "Minna" skjákort þýðir minni hiti og vonandi hávaði. Taktu 4x32GB minni. Aldrei nóg minni :)

Framboð af Ryzen 5800x og 5600x virðist orðið nokkuð, en stutt er síðan að þá var hvergi að finna. Helst er skortur á 5900x og 5950x. Væntanlega styttist í að framboðið á þeim aukist.

Þegar AMD er annarsvegar myndi ég taka B550 móðurborð fyrir svona tölvu og losna þar með við chipset-viftuna sem er á næstum öllum x570 móðurborðum.

Re: Jæja, komið að uppfærslu á vinnuvélinni

Sent: Mið 17. Mar 2021 23:17
af Mossi__
Sinnumtveir skrifaði:rtx-3070 er algjört overkill. rx-5600xt fer örugglega létt með 4 4K skjái ef leikjageta er ekki partur af planinu.


CUDA.

3D of Adobe pakkinn notar skjákortið í ýmsa vinnslu og stuðningurinn við CUDA er mun betri en við AMD kortin.

Er og verður.

Re: Jæja, komið að uppfærslu á vinnuvélinni

Sent: Fim 18. Mar 2021 11:21
af doktorledur
er med i9 9900k herna litið notað pm
modurbord og minni getur fylgt með

Re: Jæja, komið að uppfærslu á vinnuvélinni

Sent: Fim 18. Mar 2021 14:13
af appel
Hvernig er þetta?

Er ekki móbóið að supporta þetta m.2 annars? var ekki alveg pottþéttur á því.

tolvukarfa.png
tolvukarfa.png (101.12 KiB) Skoðað 2194 sinnum

Re: Jæja, komið að uppfærslu á vinnuvélinni

Sent: Fim 18. Mar 2021 14:49
af gunni91
appel skrifaði:Hvernig er þetta?

Er ekki móbóið að supporta þetta m.2 annars? var ekki alveg pottþéttur á því.

tolvukarfa.png


Sýnist það :happy

Screenshot 2021-03-18 144802.png
Screenshot 2021-03-18 144802.png (55.02 KiB) Skoðað 2177 sinnum

Re: Jæja, komið að uppfærslu á vinnuvélinni

Sent: Fim 18. Mar 2021 15:27
af appel
Já, styður tvo M.2 kubba.

Móbóið er með pci express 4.0, sem þetta m2 drif styður, en nvme útgáfan er 1.3, og það kemur ekki fram á speccunum á móbóinu hvaða nvme version það er.

Re: Jæja, komið að uppfærslu á vinnuvélinni

Sent: Fim 18. Mar 2021 15:37
af Viktor
appel skrifaði:#2. Lítill kassi
Kassinn, helst sem minnstur og hægt er.... er núna með bara svona medium-atx og vil helst fá minni, kemur fyrir að maður þurfi að vinna heima í þessum covid lockdowns þannig að maður vill geta flutt hann auðveldlega milli heimilis/vinnu. En það má ekki vera á kostnað #1.


appel skrifaði:Hvernig er þetta?

Er ekki móbóið að supporta þetta m.2 annars? var ekki alveg pottþéttur á því.

...

P400S

Form Factor
Midtower

Dimension
210 mm x 465 mm x 470 mm (W x H x D)
8.3 in x 18.3 in x 18.5 in


:-k

Re: Jæja, komið að uppfærslu á vinnuvélinni

Sent: Fim 18. Mar 2021 15:57
af appel
Sallarólegur skrifaði:
appel skrifaði:#2. Lítill kassi
Kassinn, helst sem minnstur og hægt er.... er núna með bara svona medium-atx og vil helst fá minni, kemur fyrir að maður þurfi að vinna heima í þessum covid lockdowns þannig að maður vill geta flutt hann auðveldlega milli heimilis/vinnu. En það má ekki vera á kostnað #1.


appel skrifaði:Hvernig er þetta?

Er ekki móbóið að supporta þetta m.2 annars? var ekki alveg pottþéttur á því.

...

P400S

Form Factor
Midtower

Dimension
210 mm x 465 mm x 470 mm (W x H x D)
8.3 in x 18.3 in x 18.5 in


:-k


Skoðaði þennan ITX kassa og fannst hann vera doldið bulky, og bara örlítið minni en hinn kassinn og í raun ekkert þægilegri að bera þar sem hann er breiðari.

Veit ekki hvort ég vilji forca mig í ITX ef gainið er lítið þannig séð. Æi skoða þetta.