Síða 1 af 1

Hjálp við að velja íhluti fyrir möguleg turnkaup

Sent: Lau 05. Jún 2021 03:52
af HalistaX
Sælir,

Eins og staðan er í dag þá er ég að reyna að finna mér vél eftir að hafa verið tölvulaus núna í 5 mánuði. Finnst "Smíða Tölvu" fídusinn rosalega sniðugur og kemur mönnum eflaust að miklum notum en aðal vandamálið mitt er að þegar ég reyni að raða einhverju saman þá hef ég bara ekki grænann hvaða móðurborð ég á að velja því bæði er nánast endalaust af þeim í boði sem og kann ég ekkert mikið að velja svoleiðis.

Langaði því að spyrja hvort einhver meistari gæti nokkuð raðað einhverju dóti saman fyrir mig?

Langar að hafa 9600k örgjörva og 16gb RAM en móðurborð og vinnsluminni er bæði eitthvað sem ég kann ekki alveg að velja.

Ódýrann en þannig lagað séð samt praktískann kassa.

En eins og staðan er í dag þá þarf skjákort ekki að vera með í buildinu. Ef það verður að veruleika að fjárfesta í turni þá verður skjákort keypt seinna til þess að spara smá aur með því að nota Intel HD graphics í smá tíma. Eins ömurlegt og það hljómar þá er það bara eitthvað sem maður þarf að taka á sig í staðinn fyrir að sleppa því alfarið að kaupa tölvu vegna skorts á fjármagni.

Langar að hafa þetta svoldið budget build hvað á það er litið, fínt ef það er NVMe slot á móðurborði, ekki must samt ef það er hægt að spara einhvern pening á því.

Vona að einhver geti notað eitthvað af þessum upplýsingum til að aðstoða/leiðbeina mig með þetta dót. Komið svoldið síðan maður var að spá eitthvað í þessu dæmi.

Takk fyrir!

Re: Hjálp við að velja íhluti fyrir möguleg turnkaup

Sent: Lau 05. Jún 2021 09:42
af TheAdder
Hérna er smá listi sem þú getur kíkt á.
https://builder.vaktin.is/build/0E046
9600K örgjörvinn er studdur af x3xx móðurborðunum frá intel, B310, Z390 og svo framvegis.

Re: Hjálp við að velja íhluti fyrir möguleg turnkaup

Sent: Lau 05. Jún 2021 19:40
af jonsig
þessi var með helvíti gott Build og fékk mörg like á þáðinn sinn

Re: Hjálp við að velja íhluti fyrir möguleg turnkaup

Sent: Lau 05. Jún 2021 19:57
af jonsig
Svona að gamni slepptu. Þá vanda ég mig mest að velja PSU, þaðan gott móðurborð osvfr. og tæki AMD yfir intel uppá minni thermals og orkusparnað, síðan er ekki mikið að velja úr um í skjákortum.

Re: Hjálp við að velja íhluti fyrir möguleg turnkaup

Sent: Mán 07. Jún 2021 05:10
af HalistaX
jonsig skrifaði:þessi var með helvíti gott Build og fékk mörg like á þáðinn sinn

jaaaaa sá þessa snilld einmitt um daginn. flott build í cs

jonsig skrifaði:Svona að gamni slepptu. Þá vanda ég mig mest að velja PSU, þaðan gott móðurborð osvfr. og tæki AMD yfir intel uppá minni thermals og orkusparnað, síðan er ekki mikið að velja úr um í skjákortum.

jaa allt byrjar með PSU, svo móðurborð og svo er hægt að velja rest ágætlega frjálslega að mínu mati.

Annars fann ég mér bara einhverja notaða, reyndar prebuilt Acer dæmi, á 130k og lét það bara duga.

i5 9400F, 1660 Super og 8gb RAM. Eitthvað no-name Acer móðurborð. Hitnar svoldið en hún verður að duga þangað til maður getur uppfært það dót.