Skrifstofuvélar


Höfundur
agust15
Græningi
Póstar: 33
Skráði sig: Fös 09. Des 2016 02:02
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Skrifstofuvélar

Pósturaf agust15 » Þri 07. Sep 2021 08:55

Sælir nördar.
Ég þarf að fjárfesta í þremur vélum fyrir skriftstofustörf, vinnsla í office pakkanum, NAVision og innova(hugbúnaður frá marel keyrð á sér vél sem er tengst inná) notkun. Hvað á ég að kaupa? Er mest hrifinn af smátölvum en litlir turnar ganga alveg upp. Minn kerfisumsjónarmaður benti mér á https://verslun.opinkerfi.is/hpbeint/ui/vorur/view.do?id=8WY20AV-71403499. Finnst þetta helvíti dýrt fyrir skrifstofuvinnu og hef verið með augun á t.d. þessum https://elko.is/tolvur/bordtolvur/lenovo-ideacentre-3-bor-tolva-le90nb005umw https://elko.is/tolvur/bordtolvur/acer-revo-rn96-smatolva-acdtbgeeq004
Smá spenntur fyrir þessari líka með 16gb ram og 512nvme á 147.350kr https://tolvutaekni.is/collections/skrifstofu-heimilistolvur/products/60923?variant=31883960582262
Eruð þið með aðrar/betri hugmyndir?

kveðja
ÁgústSkjámynd

stefhauk
spjallið.is
Póstar: 448
Skráði sig: Mið 20. Júl 2011 21:11
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Skrifstofuvélar

Pósturaf stefhauk » Þri 07. Sep 2021 09:09

erum að kaupa þessar inn í vinnunni hjá mér og þær eru notaðar nokkurnveginn í það sama, office, business central og remote á aðrar vélar koma mjög vel út. https://verslun.origo.is/Tolvur-og-skja ... 926.action
Síðast breytt af stefhauk á Þri 07. Sep 2021 09:27, breytt samtals 1 sinni.Skjámynd

Hannesinn
Gúrú
Póstar: 560
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 16:48
Reputation: 71
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Skrifstofuvélar

Pósturaf Hannesinn » Þri 07. Sep 2021 09:40

https://vefverslun.advania.is/vara?Prod ... ULT7090-02

Tölvan frá stefhauk hér að ofan lítur líka ágætlega út.

Ef við gefum okkur að Innova þurfi ekki mikið reikniafl, er 4 kjarna 8 þráða örgjörvi alveg nóg fyrir meðal skrifstofutölvu. Valkostirnir eru þónokkrir, en smátölva fyrir 325 þús. hjá Opnum Kerfum er tóm steypa fyrir skrifstofutölvu.
Síðast breytt af Hannesinn á Þri 07. Sep 2021 09:43, breytt samtals 2 sinnum.


Enjoy your job, make lots of money, work within the law. Choose any two.


Höfundur
agust15
Græningi
Póstar: 33
Skráði sig: Fös 09. Des 2016 02:02
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Skrifstofuvélar

Pósturaf agust15 » Þri 07. Sep 2021 10:18

Sælir
@stefhauk
Dugar 8gb ram? Oft eru mörg excel skjöl/word skjöl opin og margir tabs+ nav/innova


Ideacentre vs thinkcentre - Sama verð en 10700 vs 10500t wifi/bt vs ekki wifi, win10 pro vs home

Mikill stærðarmunur, önnur smávél hin turn. Er það aðal ástæðan fyrir að þú mælir frekar með ThinkCentre heldur en IdeaCentre?

kv ÁgústSkjámynd

stefhauk
spjallið.is
Póstar: 448
Skráði sig: Mið 20. Júl 2011 21:11
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Skrifstofuvélar

Pósturaf stefhauk » Þri 07. Sep 2021 10:43

agust15 skrifaði:Sælir
@stefhauk
Dugar 8gb ram? Oft eru mörg excel skjöl/word skjöl opin og margir tabs+ nav/innova


Ideacentre vs thinkcentre - Sama verð en 10700 vs 10500t wifi/bt vs ekki wifi, win10 pro vs home

Mikill stærðarmunur, önnur smávél hin turn. Er það aðal ástæðan fyrir að þú mælir frekar með ThinkCentre heldur en IdeaCentre?

kv ÁgústSetti óvart ódýrari týpuna inn fyrst en breytti því svo en þær eru til í 3 gerðum höfum verið að taka þessa á 179 þús með 16gb minni, Allar starfstöðvar eru að nota þær sem og bókhaldið og fleirra og aldrei verið neitt vandamál mjög hentugt að kaupa svo þessa skjái með hægt að slæda tölvunni inn í þá og tekur mun minna pláss https://verslun.origo.is/Tolvur-og-skja ... 938.actionSkjámynd

russi
Tölvutryllir
Póstar: 617
Skráði sig: Mán 02. Maí 2011 01:28
Reputation: 135
Staðsetning: Terran Empire
Staða: Ótengdur

Re: Skrifstofuvélar

Pósturaf russi » Þri 07. Sep 2021 11:55

Með vélina frá Opnum Kerfum, þá skaltu heyra í sölumanni. Lokaverðið mun koma þér á óvart.

Að öðru þá mæli ég alltaf með fyrir fyrirtæki að kaupa vélarnar sínar ekki í Elko, Tölvulistanum og þess háttar búðum. Það er fyrir heimamarkað. Byggt á minni reynslu.
dadik
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 305
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 17
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Skrifstofuvélar

Pósturaf dadik » Þri 07. Sep 2021 13:13

OK keyrir á gamla rammasamningsmódelinu þar sem listaverðin eru ca 100% hærri en það sem fyrirtækin eru að borga. Þegar ég var að kaupa af OK (sem fyrirtæki) var afslátturinn til okkar á bilinu 40-55%


ps5 ¦ zephyrus G14

Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 5832
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 558
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Skrifstofuvélar

Pósturaf rapport » Þri 07. Sep 2021 14:30

Ég vel vélar út frá praktískum atriðum sbr. hvort þær eru vPro því þá eru þær í Intel SIPP og þá á að vera hægt að nota sama image fyrir kynslóðir án mikilla aðlagana. Minna image = hraðara og betra deployment og þjónusta ef það þarf að strauja.

Þessar Tiny vélar eru fínar EN þær keyra á fartölvuíhlutum. Almennir borðtölvuörgjörvar afkasta almennt séð x2 það sem almennir fartölvuörgjörvar gera og því er ég ekkert sérstaklega hrifinn af Tiny vélum, sérstaklega ekki þeim sem eru með risa straumbreytum sem erfitt er að ganga almennilega frá.

Af þessum vélum sem þú ert að skoða þá er vert að benda á að i5 í dag er 4 kjarnar með hyperthreading sem er overkill í skrifstofuvinnslu þar sem ekkert nema excel getur keyrt multithreaded og stór hluti vinnslu er í kerfum/skýji en ekki á tölvunni sjálfri. Að setja i7 í litla tölvu með lítilli viftu án þess að þurfa þess nauðsynlega er bara sóun á peningum.

Ég mundi hafa fókus á góðri ábyrgðarþjónustu og ADD ON þjónustu sem hægt er að fá frá seljanda, t.d. að setja búnað upp, farga umbúðum og jafnvel afhenda beint á notkunarstað.
dadik
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 305
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 17
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Skrifstofuvélar

Pósturaf dadik » Þri 07. Sep 2021 15:23

Þetta er kannski ekki umræða fyrir hardware-enthusiast spjallborð, en ef þú ert að kaupa tölvur fyrir fyrirtækjarekstur þá ertu ekki bara að velja vélbúnað heldur líka þjónustuaðila. Hver tapaður klukkutími verður mjög fljótt dýr ef þú ert t.d. í útseldri vinnu. Ef þú ert með manneskju í útseldri vinnu sem missir úr heilan dag út af einhverju tölvuveseni ertu að tala um 100.000 - 200.000 í tapaðar tekjur.


ps5 ¦ zephyrus G14

Skjámynd

einarhr
Of mikill frítími
Póstar: 1797
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 199
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Skrifstofuvélar

Pósturaf einarhr » Þri 07. Sep 2021 20:14

dadik skrifaði:Þetta er kannski ekki umræða fyrir hardware-enthusiast spjallborð, en ef þú ert að kaupa tölvur fyrir fyrirtækjarekstur þá ertu ekki bara að velja vélbúnað heldur líka þjónustuaðila. Hver tapaður klukkutími verður mjög fljótt dýr ef þú ert t.d. í útseldri vinnu. Ef þú ert með manneskju í útseldri vinnu sem missir úr heilan dag út af einhverju tölvuveseni ertu að tala um 100.000 - 200.000 í tapaðar tekjur.


Einmitt, þó svo að lögbundinn ábyrgð til fyrirtækja á Íslandi sé bara 1 ár þá eru mörg þessi stóru framleiðendur sem framleiða fyrir fyrirtækjamarkað með allt að 5 ára ábyrgð


| Ryzen 7 1800X 16GB EVGA GTX960 SSC 4GB | Plex i5 6600K 16GB | Mi Poco X3 | Mi Box S |