Síða 1 af 1

Vesa standur

Sent: Þri 05. Okt 2021 22:19
af ElvarP
Sælir.

Er með einn 34" 21:9 ultrawide skjá, og tvo 24" 16:9 skjái og er að forvitnast hvort að það væri hægt að setja þessa tvo 24" skjána fyrir ofan ultrawide skjáinn með einhverjum vesa stand? Teiknaði mynd til að útskýra betur, hlutföllin eru væntanlega ekki rétt.


3 monitor vesa mount.png
3 monitor vesa mount.png (9.63 KiB) Skoðað 1729 sinnum


Og tengt því, hvað ætti maður að googla til að finna myndir af svona setupi? Vill átta mig á því hvernig þetta lookar, einu myndirnar sem ég finn eru akkúrat öfugt, tveir skjáir að neðan og einn skjár að ofan.

Re: Vesa standur

Sent: Þri 05. Okt 2021 22:26
af appel
Hef aldrei séð festingar sem tækla svona frumskóg.

Þú getur hugsað þetta sem einn arm fyrir 24" skjáina sem eru yfir aðalskjánum. Bara finna arm sem fer nægilega hátt upp.
Einnig væri hægt að skoða veggfestingu fyrir þessa 24" skjái.
34" skjárinn virðist ekki vera vandamálið held ég þannig að óþarfi að teikna stoðir ofan á hann. Við erum jú til í þrívídd :)

Re: Vesa standur

Sent: Þri 05. Okt 2021 22:52
af rapport
Það er allt til - https://ergosource.com/product-category ... ands-arms/

En mun kosta skildinginn

Re: Vesa standur

Sent: Þri 05. Okt 2021 22:55
af appel
rapport skrifaði:Það er allt til - https://ergosource.com/product-category ... ands-arms/

En mun kosta skildinginn


Langódýrast að hakka þetta bara með eigin lausn.

Sé fyrir mér spýtu sem fer upp yfir stóra skjáinn, og skjáarmur er festur við spýtuna, og þessi skjáarmur heldur á þessum 2 skjáum.


bad.png
bad.png (59.78 KiB) Skoðað 1680 sinnum

Re: Vesa standur

Sent: Þri 05. Okt 2021 23:03
af rapport
appel skrifaði:
rapport skrifaði:Það er allt til - https://ergosource.com/product-category ... ands-arms/

En mun kosta skildinginn


Langódýrast að hakka þetta bara með eigin lausn.

Sé fyrir mér spýtu sem fer upp yfir stóra skjáinn, og skjáarmur er festur við spýtuna, og þessi skjáarmur heldur á þessum 2 skjáum.


bad.png


Ég er of háður góðum örmum - Minnir að ég hafi keypt þessa - viewtopic.php?f=11&t=74193&p=657558&hilit=ergotron#p657558

Ein bestu kaup EVER

Re: Vesa standur

Sent: Mið 06. Okt 2021 08:56
af TheAdder
Gætir tekið svona sett:
https://tolvutek.is/Tolvur-og-skjair/Au ... 139.action
ásamt svona:
https://tolvutek.is/Tolvur-og-skjair/Au ... 241.action
Og framlengt eðe skipt um miðjurörið sem armarnir festast á.

Re: Vesa standur

Sent: Mið 06. Okt 2021 16:51
af ElvarP
Já fattaði ekki að ég gæti bara fengið mér sitthvorn vesa standinn, fékk tunnelvision að leita að vesa stand með 3 örmum haha, takk fyrir hjálpina.

Re: Vesa standur

Sent: Mið 06. Okt 2021 19:01
af ElvarP
Væri þetta ekki góð lausn?

Fá einn svona: https://tolvutek.is/Tolvur-og-skjair/Au ... 257.action

Og síðan bæta við svona: https://verslun.origo.is/Tolvur-og-skja ... 513.action

Re: Vesa standur

Sent: Mið 06. Okt 2021 19:48
af ColdIce
https://www.newegg.com/p/15Z-019X-000H1

Væntanlega hægt að hafa stærri fyrir neðan líka..

Re: Vesa standur

Sent: Mið 06. Okt 2021 19:50
af TheAdder
ElvarP skrifaði:Væri þetta ekki góð lausn?

Fá einn svona: https://tolvutek.is/Tolvur-og-skjair/Au ... 257.action

Og síðan bæta við svona: https://verslun.origo.is/Tolvur-og-skja ... 513.action

Sýnist þetta vera akkúrat patent lausnin fyrir þig.

Re: Vesa standur

Sent: Fim 07. Okt 2021 15:11
af ElvarP
TheAdder skrifaði:
ElvarP skrifaði:Væri þetta ekki góð lausn?

Fá einn svona: https://tolvutek.is/Tolvur-og-skjair/Au ... 257.action

Og síðan bæta við svona: https://verslun.origo.is/Tolvur-og-skja ... 513.action

Sýnist þetta vera akkúrat patent lausnin fyrir þig.


Já mér sýnist það líka.

Re: Vesa standur

Sent: Fim 07. Okt 2021 15:19
af roadwarrior
Vaktin.is - Leysir málin :fly