Síða 1 af 1

Spurning varðandi Nýtt Skjakort

Sent: Fim 18. Nóv 2021 14:06
af Einar Ásvaldur
Sælir

Ef þið væruð að kaupa nýtt skjakort í dag hvað væri fyrir valinu.
Er að velta fyrir mér hvort það sé satt að 3060ti sé sambærilegt og 2080 eða 3070

Eru skjákortin enþa á uppsprengdum verðum herna á vaktinni hvort sem það se 20xx eða 30xx
Sé að það se til flest af 3060 og 3060ti en litið um 3070 (hvað eru 2080 Kort að fara á)

Er að hugsa um svona ca 150þ max fyrir kort en alltaf skemmtilegast að borga minna og frá svipað ef ekki betra performance


Þannig í raun er loka spurningin er betra að kaupa notað Kort herna eða kaupa nýtt varðandi price for the money

Re: Spurning varðandi Nýtt Skjakort

Sent: Fim 18. Nóv 2021 17:42
af Klemmi
3060 Ti er auðvitað ekki sambærilegt við 3070, enda ódýrara. 3070 er svona 10-20% öflugra í flestum leikjum í 1440p upplausn, stundum minna, stundum aðeins meira.

Það er eitt 3060 Ti LHR kort sem er á svipuðu verði og 3060 kort, ég myndi ráðleggja þér að skoða það.
https://tl.is/product/gaming-geforce-rt ... oc-lhr-8gb

Ef þér liggur ekki á, og þú þorir að taka sénsinn á að þau klárist ekki, þá geturðu beðið eftir Black Friday eða Cyber Monday eftir rúma viku og séð hvort þau fari á eitthvað tilboð.

En ef þú vilt eyða meira, þá bara skoðarðu hvað er til af 3070, og jafn vel hvort þau fari á tilboð á fyrrnefndum dögum.

Það er ekki mikið um að menn séu að selja notuð 3xxx kort enn sem komið er, þannig ef þú ert að hugsa um ~150þús, þá er líklega fljótlegast að kaupa bara nýtt. Það er líka frekar lítið að seljast af 2xxx kortum ef út í það er farið, þó þú getir auðvitað fylgst með og verið heppinn.

Re: Spurning varðandi Nýtt Skjakort

Sent: Fös 19. Nóv 2021 10:25
af gunni91
3060ti er sambærileg 2080, erum að tala um kannski 5-7 % mun. þetta er samt mismunandi milli leikja, í sumum leikjum er 2080 að standa sig töluvert betur. Spurning hvort það sé því drivers eru orðnir töluvert eldri og betri fyrir 2080 kortið vs drivers á 3060Ti kortinu sem er ennþá í meiri mótun.

https://www.youtube.com/watch?v=ACLMCnhqlEs
https://gpu.userbenchmark.com/Compare/N ... 4090vs4026

Kortið sem Klemmi bendir á er á skuggalega góðu verði miðað við hvernig markaðurinn er, sem væri sennilega bestu kaupin í dag á nýju korti ( FPS vs money ).

2080 kortin eru að fara á 70-90 þús og eru ennþá öflug kort daginn í dag.

Ég myndi persónulega alltaf reyna ná notuðu 1080Ti korti þar sem þau dúkka inná milli á flottu verði.
1080Ti er t.d. að standa sig betur en RTX 2080 í nýja BF 2042 í 1080P spilun.