Pósturaf Klemmi » Mið 01. Des 2021 13:44
Sko... ef þú ert alveg harður á því að þetta sé það sem þú viljir gera, þá ætti þetta alveg að vera hægt.
Þá myndirðu byrja á því að klóna stýriskerfisdiskinn yfir á nýja, og skoða svo tól til að klóna partitionin af restinni af diskunum yfir á nýja.
HINS VEGAR, þá mæli ég ekkert sérstaklega með þessu. Þetta verður vinna hjá þér og ekki gefið að það gangi vel.
Ég veit að það er leiðinlegt að setja upp öll forrit og virkja þau aftur, en ég mæli samt með því að fara þá leið. Ef DRM vörnin á þessum forritum er þokkaleg, þá mun hún hvort eð er pikka upp breytinguna á vélbúnaði og þá gæti orðið erfiðara að virkja aftur því kerfið gæti farið í baklás.
Sjálfur er ég forritari með alls kyns gagnagrunna, forritunarumhverfi og tól uppsett hjá mér, og það getur verið algjör hausverkur að setja það upp á nýtt og færa gögn á milli, en ég myndi samt gera það ef ég væri að fara í alls herjar uppfærslu.
Sem sagt... Það að ætla að klóna gömlu diskana á nýja verður örugglega bara meira vesen þegar upp er staðið.
Settu bara upp hreint stýrikerfi og afritaðu svo gögnin af diskunum yfir á nýja.
Síðast breytt af
Klemmi á Mið 01. Des 2021 13:45, breytt samtals 1 sinni.