Búa til nýja tölvu


Höfundur
falcon1
Gúrú
Póstar: 548
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 54
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Búa til nýja tölvu

Pósturaf falcon1 » Mið 08. Des 2021 12:12

Ég er búinn að vera að reyna að leika mér á "Smíða tölvu" svæðinu en ég fæ alltaf út tölvur sem kosta 400+ þúsund, er verðið orðið svona svakalegt í dag eða er ég bara að velja of öfluga tölvuíhluti fyrir mig. Er hægt að búa til tölvu sem er í 200-300þ budget sem er góð uppfærsla frá gömlu tölvunni?

Gamla tölvan:

Örgjörvi = Intel i5-3750k
Skjákort = AMD Radion HD6700
Vinnsluminni = 32gb
Aflgjafi = 750 eitthvað minnir mig.

Ég ætla að nota tölvuna í :

Ljósmyndavinnslu
Vídeóvinnslu 4k
Hljóðvinnslu
Tónlist (sound libraries)

Þegar ég er í "Smíða tölvu" þá fæ ég íhluti frá mismunandi verslunum, er hægt að kaupa íhlutina frá mismunandi stöðum og láta eina verslun setja saman tölvuna eða þyrfti maður að reyna að gera það þá sjálfur eða fá vin til að hjálpa sér?

Hérna er dæmi um það sem ég hef sett saman (1x 10tb hd bætist ofan á verðið):

tölva2021-v1.JPG
tölva2021-v1.JPG (132.93 KiB) Skoðað 1754 sinnum


Hjálp! :D

Ps. Tölvan þarf að vera hljóðlát.
Síðast breytt af falcon1 á Mið 08. Des 2021 13:04, breytt samtals 4 sinnum.




TheAdder
Tölvutryllir
Póstar: 667
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 187
Staða: Ótengdur

Re: Búa til nýja tölvu

Pósturaf TheAdder » Mið 08. Des 2021 13:38

Sæll, ef þú hefur ekki áhuga á eða félaga til þess að setja þetta saman fyrir þig, þá myndi ég frekar mæla með samsettum tölvum. Sem dæmi eru computer.is með workstation tölvur sem henta þér líklegast bara ágætlega, samanber þessa:
https://www.computer.is/is/product/tolv ... ara-abyrgd


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo

Skjámynd

Lexxinn
/dev/null
Póstar: 1447
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Reputation: 163
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Re: Búa til nýja tölvu

Pósturaf Lexxinn » Mið 08. Des 2021 13:56

https://kisildalur.is/category/30/products/1843 - breytir kassanum til að fá eitthvað hljóðlátt ef þessi er ekki nógu góður, ef þú vilt betra kort í 4k vinnsluna gætir þú óskað eftir + https://kisildalur.is/category/12/products/2088 í staðin fyrir 1650 og þá ertu ennþá undir 300þ
og færð þér svo ónotaðan WD Red hdd hjá: viewtopic.php?f=11&t=89472 - á nokkuð lægra verði

Verður að athuga að bara kassinn og PSU hjá þér er 82þ, nánast sama og ssd diskurinn sem þú valdir... Gætir þú ekki komist upp bara með 500gb eða 1tb nvme, 750/850 psu? sparar þá +12þ fyrir psu og að lágmarki helming fyrir ssd diskinn




Frussi
Gúrú
Póstar: 599
Skráði sig: Lau 26. Ágú 2006 19:45
Reputation: 124
Staða: Ótengdur

Re: Búa til nýja tölvu

Pósturaf Frussi » Mið 08. Des 2021 16:24

Þetta er dýrt vegna þess að þú ert með rosalega dýra hluti í þessu build'i. Ég myndi skoða þessi atriði fyrst og fremst:


Aflgjafinn er algjört overkill, 850 wött er meira en nóg

Kemst upp með talsvert ódýrara móðurborð -ef þig vantar ekki einhverja ákveðna fítusa td til að overclocka, on board WiFi o.s.frv þá geturðu í rauninni farið í ódýrasta borðið sem styður þennan örgjörva. Hverfandi performance munur á milli borða

Getur fundið ódýrari kassa, td coolermaster silencio kassana

Annaðhvort minni NVME disk eða fara í traditional SSD ef þú vilt halda solid state plássinu on a budget með aðeins slakara performance


Gangi þér vel!


Ryzen 7 3700x // X470 Aorus Gaming // RTX3070 Aorus Master // 48 GB 3200MHz // 32" G5 165hz


Trihard
Ofur-Nörd
Póstar: 277
Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
Reputation: 45
Staða: Tengdur

Re: Búa til nýja tölvu

Pósturaf Trihard » Mið 08. Des 2021 18:03

NvME drifið er mikið overkill, nema að þú sért að vinna með stóra file-a og færa þá á milli reglulega þá kemstu léttilega með eitthvað eins og https://tolvutaekni.is/products/samsung ... 5-sata-ssd á 37k. Þessir drif gagnast vefþjónum og gagnagrunnsþjónum mest ekki hobbyistum.
Myndi spá í allt öðrum örgjörva en intel er alltof aflþyrst því þeir eru ennþá á 10-14nm processi á meðan AMD er á 5-7nm, því minna sem die-ið er því minni orku notar örrinn og því minni aflgjafa kemstu upp með að nota https://www.tl.is/product/rm650x-modula ... p9020178eu á 23k
Ekki nóg með það en ef þú ert að spá í hljóð og myndvinnslu þá er AMD mun öflugra því þeir eru með fleiri kjarna en intel á sama verði. AMD munu koma með nýja örgjörva í byrjun næsta árs en ef þú bíður ekki þangað til þá er þessi örri mjög góður https://kisildalur.is/category/9/products/1890 á 50k
Getur spáð í AMD X570 borði https://tolvutaekni.is/collections/modu ... ddr4-2xm-2 á 40k upp á uppfærslur í framtíðinni en B550 AM4 borðin styðja bara 1 NvME drif og eru með gömlu útgáfuna af PCiE 3.0 tengjum á milli örrans og móbósins.
Vinnsluminnið þitt er allt of hægt, hérna er betra https://tolvutaekni.is/collections/vinn ... gb-3600mhz á 30k
Ágætur kassi https://www.tl.is/product/carbide-275r- ... artur-turn á 22k
GTX 1650 er dáldið dated, myndi spá í nýjustu kynslóðinni upp á future proofing og jafnvel notuðum RTX 20xx, hérna eru allavega kortin sem ég myndi fá mér https://kisildalur.is/category/12/products/2088 eða https://kisildalur.is/category/12/products/2296 þegar það er til á 97k
Allt í heildina þá ertu með 368000kr. build með örgjörva kælingunni og 10TB harða drifinu.
Alltaf hægt að spara ef þú pantar suma íhluti (fyrir utan tölvukassa) frá útlöndum, ég hef notað amazon.de , það kemur fram lokaútreikningur með tollum og sendingarkostnaði við checkout, annars er almenna reglan: (vöruverð+sendingarkostnaður)*1.25= verð komið til landsins.
Síðast breytt af Trihard á Mið 08. Des 2021 18:24, breytt samtals 3 sinnum.




Höfundur
falcon1
Gúrú
Póstar: 548
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 54
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Búa til nýja tölvu

Pósturaf falcon1 » Mið 08. Des 2021 19:08

Nú mér var sagt að það væri ekki mikill munur fyrir mig að nota 2666 minni eða 3200/3600.




Trihard
Ofur-Nörd
Póstar: 277
Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
Reputation: 45
Staða: Tengdur

Re: Búa til nýja tölvu

Pósturaf Trihard » Mið 08. Des 2021 19:37

RAM tíðnin breytir miklu á AMD tölvum það eitt veit ég.
Síðast breytt af Trihard á Mið 08. Des 2021 19:37, breytt samtals 1 sinni.




gunni91
Vaktari
Póstar: 2567
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 00:22
Reputation: 192
Staða: Ótengdur

Re: Búa til nýja tölvu

Pósturaf gunni91 » Mið 08. Des 2021 19:44

Ef þú vilt fara í nýtt / nýlegt þá er ég alltaf með eitthvað á ágætum verðum.




Höfundur
falcon1
Gúrú
Póstar: 548
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 54
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Búa til nýja tölvu

Pósturaf falcon1 » Fim 09. Des 2021 11:36

Eru fleiri móðurborð en https://att.is/asus-proart-z490-creator ... 0-atx.html sem eru með Thunderbolt tengi? Ég gæti alveg ímyndað mér að ég þyrfti á því að halda fyrir audio interface.
Síðast breytt af falcon1 á Fim 09. Des 2021 11:42, breytt samtals 1 sinni.




Höfundur
falcon1
Gúrú
Póstar: 548
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 54
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Búa til nýja tölvu

Pósturaf falcon1 » Fim 09. Des 2021 12:13

Hvernig lítur þetta út?

Kassi: Fractal Design Define 7 ATX

Aflgjafi: Corsair CX 750W ATX Modular

Móðurborð: Asus ProArt Z490-CREATOR 10G (Thunderbolt stuðningur)

Örgjörvi: Intel Core i7 11700K (spara aðeins með því að fara í i7, er ég að fórna miklum afköstum?)

Vinnsluminni: Silicon Power 2666mhz 64gb

Skjákort: Asus Cerberus GTX 1050

Stýrikerfis- og forritadiskur: 500GB Samsung 980 M.2 NVM Express SSD

Hljóðsafnadiskur: 3TB Toshiba P300 SATA3

Gagnadiskur 1: Seagate IronWolf 8TB

Gagnadiskur 2: Seagate IronWolf 8TB

Kæling: Be quiet! Silent Wings 3 120mm PWM

Samtals verð: 405.240 kr.-




gunni91
Vaktari
Póstar: 2567
Skráði sig: Mán 03. Jan 2011 00:22
Reputation: 192
Staða: Ótengdur

Re: Búa til nýja tölvu

Pósturaf gunni91 » Fim 09. Des 2021 12:35

falcon1 skrifaði:Hvernig lítur þetta út?

Kassi: Fractal Design Define 7 ATX

Aflgjafi: Corsair CX 750W ATX Modular

Móðurborð: Asus ProArt Z490-CREATOR 10G (Thunderbolt stuðningur)

Örgjörvi: Intel Core i7 11700K (spara aðeins með því að fara í i7, er ég að fórna miklum afköstum?)

Vinnsluminni: Silicon Power 2666mhz 64gb

Skjákort: Asus Cerberus GTX 1050

Stýrikerfis- og forritadiskur: 500GB Samsung 980 M.2 NVM Express SSD

Hljóðsafnadiskur: 3TB Toshiba P300 SATA3

Gagnadiskur 1: Seagate IronWolf 8TB

Gagnadiskur 2: Seagate IronWolf 8TB

Kæling: Be quiet! Silent Wings 3 120mm PWM

Samtals verð: 405.240 kr.-


Hvað var planið að nota þetta skjákort í?

Færð meira performance úr 15.000 kr 970 GTX skjákorti sem var gefið út árið 2014 :megasmile




Höfundur
falcon1
Gúrú
Póstar: 548
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 54
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Búa til nýja tölvu

Pósturaf falcon1 » Fim 09. Des 2021 12:38

gunni91 skrifaði:Hvað var planið að nota þetta skjákort í?

Færð meira performance úr 15.000 kr 970 GTX skjákorti sem var gefið út árið 2014 :megasmile

Nú ok. :D Tók bara eitthvað skjákort sem kostaði ekki 100+ þúsund ;)

Ég er voða lítið í leikjaspilun, það er aðallega myndvinnsla og 4k myndbönd á næsta ári sem þessi tölva verður notuð í fyrir utan hljóðvinnsluna sem ég geri nú ráð fyrir að þurfi ekki á skjákorti að halda. :)



Skjámynd

Lexxinn
/dev/null
Póstar: 1447
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 12:26
Reputation: 163
Staðsetning: Júpíter
Staða: Ótengdur

Re: Búa til nýja tölvu

Pósturaf Lexxinn » Fim 09. Des 2021 12:52

Farðu í Kísildal og ræddu við gaurana þar. Færð hvergi betri þjónustu né verð á heildarpökkum.




Höfundur
falcon1
Gúrú
Póstar: 548
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 54
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Búa til nýja tölvu

Pósturaf falcon1 » Fös 10. Des 2021 23:33

Lexxinn skrifaði:Farðu í Kísildal og ræddu við gaurana þar. Færð hvergi betri þjónustu né verð á heildarpökkum.

Búinn að senda línu á þá. :)