Enterprise SAS diskar af ebay - reynslusaga

Skjámynd

Höfundur
Dropi
FanBoy
Póstar: 770
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Reputation: 223
Staða: Ótengdur

Enterprise SAS diskar af ebay - reynslusaga

Pósturaf Dropi » Þri 11. Jan 2022 21:40

Síðastliðinn Nóvember ákvað ég að uppfæra Unraid serverinn minn með meira plássi. Í raun voru aldrei nema litlir random diskar héðan og þaðan sem voru í Unraid vélinni og þar sem ég notaði hana svo mikið þá borgaði sig að fara að setja pening í hana.

Vélin keyrir á gömlu Gigabyte Z87X-UD5H móðurborði með i7 4790 örgjörva ásamt 2x8GB DDR3 1866 minni.

Ég endaði með að finna Seagate Exos 7E8 Enterprise SAS 4TB harða diska á Ebay ekki nema 3 ára gamla á 55 USD stykkið. Ásamt sendingu og toll borgaði ég $361 eða uþb 47.000kr (11.700kr stykkið) fyrir diskana.

Næst var að finna SAS controller sem styður IT (HBA) mode og kapla. Allt þetta keypti ég á Ebay frá Kína.
SAS PCI-E Adapter, 8 port 6gbps IT mode IBM M5110: 5000kr með gjöldum.
2stk MINI SAS 36 pin SFF-8087 to 4 SAS with power: 3000kr með gjöldum.

Heildar kostnaður nemur 55.000kr fyrir 4 stykki 4TB diska heim komið. Flott.

Í Desember komu diskarnir, kaplarnir og SAS controllerinn. Fyrst var að fá raid controllerinn í gang. Um leið og honum var stungið í tölvuna þá harðneitaði hún að boota sér. Þá notaði ég tep trikkið og setti teip yfir pinna 5 og 6 og prófaði á ný. Ekki virkaði það heldur, en virkaði ef ég notaði bara 2 af 4 minnisraufum. Við það fer ég úr 4x8GB í 2x8GB sem er ásættanlegt fyrir það sem þessi tölva skal gera.

Næst var víra allt upp og formatta diskana. Þá kom babb í bátinn, diskarnir voru einhvernveginn læstir, ég gat lesið af þeim og skoðað (tómt) innihald þeirra með sérhæfðum tólum, en ég gat ekki með neinu móti skrifað inn á þá. Til er mikið magn af þráðum þar sem þetta vandamál er tekið fyrir, og eina niðurstaðan eftir miklar þrautir er að skila diskunum. Þessir diskar koma með einhverju Hitachi VSP firmware, sem styður ekki hefðbundnar write skipanir. Þetta fann ég út vegna þess að ég fann mann sem hafði átt einn af þessum diskum á undan mér, skilað honum, og þeir seldir til mín, ég staðfesti það með seríalnúmeri disksins.

Þá fer ég að tala við seljanda, útskýri þennan hausverk og hann segist ekkert skilja að þessir diskar séu með VSP firmware sem er ekki hægt að skipta um. Eftir að ég skrifa honum langan og leiðinlegan póst þá fæ ég bara eina línu tilbaka: "Sorry for the issue. A full refund has been processed". Þeir skiluðu mér virði diskanna en ég sat uppi með 18.000kr í sendingargjöld og toll svo ekki sé talað um SAS kortið og kaplana.

Nú er spurning, hvað gerir maður við þessa e-waste diska?
Ég strembist við í nokkrar vikur í viðbót að ná þeim í gang, og er engu nær.

Þá ákvað ég að hafa samband við mann í Rússlandi sem hafði ítrekað verið vitnað í að gæti mögulega græjað svona, remotely, gegn vægu gjaldi. Eftir mikla leit fann ég emailið hans. Svo ég hef samband. Jú þessu segist hann geta reddað, en það eru kröfur:
- Vélin verður að keyra Windows 7 64bit.
- Ég verð að opna Remote Desktop út á netið á þessa vél, engin önnur remote desktop forrit möguleg.
- Ef hann nær að græja einn disk, þá borga ég $40 og hann græjar þá rest.
- Við tölum bara saman yfir telegram eða whatsapp.

Ég slæ til. Set upp sér net á gamlan router, aftengi allt í íbúðinni og hleypi rússa sem ég hitti á netinu inn á serverinn minn. Þó ekki fyrr en ég fann gamlan disk til að keyra windowsið á, sandboxaði allt eins og ég gat og gerði allar varúðarráðstafanir eins og að aftengja alla aðra diska og boot drif.

Ekki 3klst seinna er ég 5000kr fátækari og allir 4 diskarnir eru formattaðir, byrjaðir að skrifa og standast öll test. Húrra!

2 mánuðum eftir að ég pantaði diskana, miklum hausverk og lærdómi seinna, er ég byrjaður að afrita af gömlu inn á nýju að undirbúa endanlegu diskaskiptin. Mig langaði að skrifa þennan pistil ef einhver skyldi lenda í svipuðu rugli, kannski hef ég lært eitthvað sem nýtist öðrum. Rússinn bjargaði þessu alveg og ég mæli hiklaust með honum, svo lengi sem menn passa sig áður en einherjum er hleypt inn.

Sjálfir diskarnir eru mjög lítið notaðir, 100GB Write og 200GB Read hvor, 1 og hált ár í keyrslu samkvæmt SMART.

Þetta var svona ákveðið sigur móment, þegar ég gat formattað og gert stutt speedtest á fyrsta diskinn:
Mynd

Teipað fyrir 5 og 6 á PCIE tengi SAS brettis.
Mynd

SAS kaplar og diskar komnir í kassann.
Mynd

Svona líta diskarnir út.
Mynd


34UC98 3440x1440p80Hz Curved - Logitech G5 mkII - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - ASRock B450M-Pro4 - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS


dadik
Tölvutryllir
Póstar: 609
Skráði sig: Lau 14. Sep 2002 11:21
Reputation: 103
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Enterprise SAS diskar af ebay - reynslusaga

Pósturaf dadik » Mið 12. Jan 2022 05:47

Stórgott


ps5 ¦ zephyrus G14


mainman
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 369
Skráði sig: Sun 08. Jan 2006 15:40
Reputation: 64
Staða: Ótengdur

Re: Enterprise SAS diskar af ebay - reynslusaga

Pósturaf mainman » Mið 12. Jan 2022 07:16

Ég er með held ég um 8 eða 9 diska í unraid vélinni minni núna en ég var einmit eins og þú með einhvern NAS samtíning héðan og þaðan og það virkaði alveg.
Var samt aldrei neitt rosalega ánægður með eins og sýndarvélarnar sem ég var að keyra og svoleiðis.
þá ákvað eg að koma mér úr þessu NAS dæmi og ég fann bara út hvað var svona mesta bang for the buck í high speed diskum og það var einmitt seagate diskar sem fæst nóg af hérna heima og það eru 3tb diskar sem kosta um 13 þús.
Ég fór þá að skipta þeim út cirka einn á mánuði og þegar síðasti gamli diskurinn fór úr vélinni þá var bara eins og ég hefði fengið túrbínu í gang og allt fór að keyra mun hraðar í vélinni.
Þetta er búið að vera svoleiðis í nokkur ár núna og ég er bara búinn að bæta við high speed diskum eftir það og ég sný aldrei aftur í eitthvað nas dæmi í svona vél.
Mín 10 cent í svona dæmum.....



Skjámynd

Höfundur
Dropi
FanBoy
Póstar: 770
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Reputation: 223
Staða: Ótengdur

Re: Enterprise SAS diskar af ebay - reynslusaga

Pósturaf Dropi » Mið 12. Jan 2022 07:56

mainman skrifaði:Ég er með held ég um 8 eða 9 diska í unraid vélinni minni núna en ég var einmit eins og þú með einhvern NAS samtíning héðan og þaðan og það virkaði alveg.
Var samt aldrei neitt rosalega ánægður með eins og sýndarvélarnar sem ég var að keyra og svoleiðis.
þá ákvað eg að koma mér úr þessu NAS dæmi og ég fann bara út hvað var svona mesta bang for the buck í high speed diskum og það var einmitt seagate diskar sem fæst nóg af hérna heima og það eru 3tb diskar sem kosta um 13 þús.
Ég fór þá að skipta þeim út cirka einn á mánuði og þegar síðasti gamli diskurinn fór úr vélinni þá var bara eins og ég hefði fengið túrbínu í gang og allt fór að keyra mun hraðar í vélinni.
Þetta er búið að vera svoleiðis í nokkur ár núna og ég er bara búinn að bæta við high speed diskum eftir það og ég sný aldrei aftur í eitthvað nas dæmi í svona vél.
Mín 10 cent í svona dæmum.....

Hjartanlega sammála :megasmile var að klára síðasta transferið í nótt, núna er parity að vinna og vá hvað það er miklu hraðara...

Mynd


34UC98 3440x1440p80Hz Curved - Logitech G5 mkII - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - ASRock B450M-Pro4 - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS


Póstkassi
has spoken...
Póstar: 187
Skráði sig: Mið 03. Okt 2012 00:13
Reputation: 12
Staða: Tengdur

Re: Enterprise SAS diskar af ebay - reynslusaga

Pósturaf Póstkassi » Mið 12. Jan 2022 23:02

Núna langar mig bara að vita hvað þessi rússi gerði við diskana :-k



Skjámynd

Höfundur
Dropi
FanBoy
Póstar: 770
Skráði sig: Fim 10. Júl 2008 20:54
Reputation: 223
Staða: Ótengdur

Re: Enterprise SAS diskar af ebay - reynslusaga

Pósturaf Dropi » Fim 13. Jan 2022 08:48

Póstkassi skrifaði:Núna langar mig bara að vita hvað þessi rússi gerði við diskana :-k

Eina sem ég veit er að hann notaði forrit sem heitir Niagara og keyrir scripts sem eru sérsmíðuð í þetta - ég reyndi að fikta mig áfram í því forriti í nokkrar vikur án árangurs. Þetta er mjög sérhæfð þekking, að vera að krukka í hdd firmware er ekki gott fyrir geðheilsuna ef reynsluna vantar.

Hérna er þráðurinn hans sem útskýrir nokkurnveginn hvaða þjónustur eru í boði.

Hérna er líka myndband sem hann postaði í öðrum þræði:
https://www.youtube.com/watch?v=mAhS_sk3wKE


34UC98 3440x1440p80Hz Curved - Logitech G5 mkII - dasKeyboard Professional 4
Xiaomi Mi Notebook Pro 15 i7/16/256
R5 5600 - 32GB DDR4@3200 - ASRock B450M-Pro4 - Zotac RTX 3080Ti Holo Amp
Unraid Xeon E5 2637 v4 - 256GB DDR4 ECC - Huananzhi F8 X99 - 4x 4TB Seagate Exos SAS