Síða 1 af 1

Loksins nýtt skjá kort, en m2 datt út...

Sent: Lau 12. Feb 2022 21:04
af playman
Var að uppfæra úr GTX 1070 í RTX 3070 Ti, ekkert vandamál með það, en ég tek eftir að m2 leikja diskurinn er dottin út.
Prófaði skjákortið á báðar stóru PCIe raufarnar (16 og 4) en m2 diskurinn kemur ekki inn, reikna með að ég sé búinn með PCIe lanes.
Er með m2 system disk sem kemur alltaf inn.

Er ég all out of luck með að vera með seinni m2 diskinn?
Næ ég að skipta m2 út fyrir SSD?

Settupið sem ég er með núna er.
Z370 AORUS Gaming 3 LINK
i7 8700k LINK
RTX 3070 Ti (PCIEX 16) LINK
XONAR DGX(ASM) hljóðkort (PCIEX 1_4)
m2 system disk (M2P_32G)
m2 leikjadisk (M2Q_32G)
2x 8gb RAM

Re: Loksins nýtt skjá kort, en m2 datt út...

Sent: Lau 12. Feb 2022 21:26
af codemasterbleep
Missirðu af einhverju ef þú ferð í bios og velur load optimized default settings ?

Re: Loksins nýtt skjá kort, en m2 datt út...

Sent: Lau 12. Feb 2022 21:31
af TheAdder
Báðir m.2 diskarnir eiga að vera á chipset rásunum, sömu rásum og PCIe4x og PCIe1x rásirnar á móðurborðinu, bara x16 rásin er að keyra á örgjörvanum sjálfum.
Athugaðu hvort að tengingarnar eru ekki í lagi hjá þér og prófaðu að víxla diskunum. Ef svo illa er farið hjá þér að M2Q_32G tengið er skemmt hjá þér, þá áttu að geta reddað þér með PCIe NVMe hýsingu í X4 raufina.

Re: Loksins nýtt skjá kort, en m2 datt út...

Sent: Lau 12. Feb 2022 22:01
af playman
codemasterbleep skrifaði:Missirðu af einhverju ef þú ferð í bios og velur load optimized default settings ?

Nei, en defaults breytti engu.

TheAdder skrifaði:Báðir m.2 diskarnir eiga að vera á chipset rásunum, sömu rásum og PCIe4x og PCIe1x rásirnar á móðurborðinu, bara x16 rásin er að keyra á örgjörvanum sjálfum.
Athugaðu hvort að tengingarnar eru ekki í lagi hjá þér og prófaðu að víxla diskunum. Ef svo illa er farið hjá þér að M2Q_32G tengið er skemmt hjá þér, þá áttu að geta reddað þér með PCIe NVMe hýsingu í X4 raufina.

Það var einmit það sem ég hélt, að m2 væru undanskyldir 16 raufinni.
ég prófaði að svissa diskunum en það breytti engu, bara system diskurinn fannst.
en svo prófaði ég að setja allt aftur eins og það var áður en ég setti nýja skjákortið í og hey presto allt eins og
það var áður, leikja diskurin kom aftur inn.

Re: Loksins nýtt skjá kort, en m2 datt út...

Sent: Lau 12. Feb 2022 22:06
af Haflidi85
Ertu búinn að prófa að taka þetta hljóðkort úr og sjá hvort að það hafi áhrif, þ.e. þá frelsar þú eitthvað af pcie raufunum ef það er vandamálið.

Re: Loksins nýtt skjá kort, en m2 datt út...

Sent: Lau 12. Feb 2022 22:34
af playman
Jæja.......... Ég veit ekki hvað þetta var en þegar að ég skipti um kortið aftur þá virkaði allt eins og skyldi....
Þrátt fyrir að hafa verið búinn að blása úr raufunum og þrífa "fingurna" á diskunum þá gerði það ekki neitt, spurning
hvort að eitthvað hafi verið í raufinni sem hafi losnað út eftir að ég færði allt til baka aftur.
En allavegana þá virkar allt eins og ætlast sé til, 7-9-13 bank bank!

Takk samt fyrir aðstoðina!

Re: Loksins nýtt skjá kort, en m2 datt út...

Sent: Sun 13. Feb 2022 15:05
af TheAdder
playman skrifaði:Jæja.......... Ég veit ekki hvað þetta var en þegar að ég skipti um kortið aftur þá virkaði allt eins og skyldi....
Þrátt fyrir að hafa verið búinn að blása úr raufunum og þrífa "fingurna" á diskunum þá gerði það ekki neitt, spurning
hvort að eitthvað hafi verið í raufinni sem hafi losnað út eftir að ég færði allt til baka aftur.
En allavegana þá virkar allt eins og ætlast sé til, 7-9-13 bank bank!

Takk samt fyrir aðstoðina!


Gott að allt er komið í samt lag, það er stundum draugur að stríða manni :)