Síða 1 af 2

Copper IHS á 12900K worth it með vatnskælingu?

Sent: Þri 01. Mar 2022 19:47
af Templar
Sælir

Karlinn er að skipta um lið aftur, Team Blue. Verð með Aqua Computer Kryos CPU blokk og 360x58mm vatnskæli.
Einhver sem hefur deliddað 12900K og sett á Rockitcool Copper IHS? Þegar var verið að gera þetta með 8700K á sínum tíma þá gerði þetta IHS lítið ef þú varst með öfluga custom loop, ef þú varst með AIO eða loftkælingu gerði þetta slatta.

Takk.

Re: Copper IHS á 12900K worth it með vatnskælingu?

Sent: Þri 01. Mar 2022 22:53
af gunni91
Ég hef aldrei á ævinni séð neitt hitna jafn mikið og 12900k svo ég fæ að fylgjast með..

Er með AIO LC 360 RogStrix með push pull - 6 viftur og það dugir vel en hann runnar HOT enda fer easily í 240W þegar aðstæður leyfa.

Re: Copper IHS á 12900K worth it með vatnskælingu?

Sent: Þri 01. Mar 2022 23:57
af jonsig
12900k er lóðaður með indium (In) lítið mál fyrir mann með réttu græjurnar og æfinguna. Hugsa að það sé mikil áhætta að reyna brjóta IHS af með svona þvingu systemi. Þetta er ekki eins og að delidda 7700k/8700k hérna í den. Sem voru bara með hitakrem milli die og IHS.
Mun öruggara að hita apparatið uppí 160°C. Ætli innrauður hitari eða hotplate af ali kosti ekki bara svipað og rockkit.

Re: Copper IHS á 12900K worth it með vatnskælingu?

Sent: Mið 02. Mar 2022 18:35
af Templar
RockItCool copper IHS á leiðinni.

Re: Copper IHS á 12900K worth it með vatnskælingu?

Sent: Mið 02. Mar 2022 19:00
af nonesenze
Ertu með einhverja græju til að delida þetta?

Re: Copper IHS á 12900K worth it með vatnskælingu?

Sent: Mið 02. Mar 2022 19:10
af Templar
Já, kemur delidding tool í pakkanum frá þeim, þeir gera þetta eins einfalt og hægt er.

Re: Copper IHS á 12900K worth it með vatnskælingu?

Sent: Mið 02. Mar 2022 19:11
af Templar

Re: Copper IHS á 12900K worth it með vatnskælingu?

Sent: Mið 02. Mar 2022 23:40
af jonsig
Skipta út indium TIM, síðan skipta út original copar ihs til að setja á annan kopar ihs ?

Re: Copper IHS á 12900K worth it með vatnskælingu?

Sent: Fim 03. Mar 2022 03:01
af johnnyblaze
Þannig lid-ið breytir engu heldur efnið á milli sem er skipt um?

Gæti maður þá bara tekið lid-ið af, skrapað In-in af og smurt smá svona í staðinn?

https://kisildalur.is/category/13/products/2223

jonsig skrifaði:Skipta út indium TIM, síðan skipta út original copar ihs til að setja á annan kopar ihs ?

Re: Copper IHS á 12900K worth it með vatnskælingu?

Sent: Fim 03. Mar 2022 03:45
af nonesenze
Þessi copar nickle húðuð ihs eru plönuð alveg slétt lika

Re: Copper IHS á 12900K worth it með vatnskælingu?

Sent: Fim 03. Mar 2022 09:25
af Templar
Nýja IHS er með ~10% meira flatarmál.

Der Bauer deliddaði 11900K og setti fljótandi málm á CPU og temps fóru niður umheil 20C, hann sagðist sjálfur varla trúa þessum niðurstöðum.
Held að mesta gain-ið sé í að setja þarna á milli fljotandi málm, það var það eina sem að Der Bauer gerði og notaði upprunalega IHS en þetta eru nokkrar gráður eflaust í nýja IHS vegna aukins flatarmáls. Menn geta þó deliddað og repaste-að fyrir mikið gain ætla ég að álykta.

Re: Copper IHS á 12900K worth it með vatnskælingu?

Sent: Fim 03. Mar 2022 15:44
af jonsig
Er Derbauer ekki með direct die mount ?
Hvaða flatarmál eykst ? Við die>ihs eða ihs við heatsink ?
Ef þetta er bara 10% flatarmálsaukning á ihs=>heatsink þá er það ekki að útskýra 20°C drop. Þar sem stærsti flöskustúturinn liggur við lítið flatarmál á kísilflögunni á cpu sem er einnig verri varmaleiðari heldur en kopar.

Indium er líka kringum 85 W/mK . Á 7700k var bara eitthvað grátt jukk , líklega kingum 1 W/mK og die lengra frá ihs, einnig minna flatarmál á die, þess vegna var delidding svona vinsælt.

Áhugavert ef þetta process gerir eitthvað sniðugt hjá þér.

Re: Copper IHS á 12900K worth it með vatnskælingu?

Sent: Fim 03. Mar 2022 18:06
af Templar
Aukningin er augljóslega stærst við að bæta tenginguna við IHS með fljótandi málmi, hin 10% aðstoða að sjálfsögðu. Þú sérð á köntunum á IHS svæði sem er lágt og svo kemur 90 gráðu horn og hækkar fyrir CPU, þú getur nýtt þetta jaðarsvæði og það er gert.
Var að athuga með DerBauer, þetta var ekki delidd og direct mount, þetta var delidd, liquid metal og IHS aftur á.

https://www.youtube.com/watch?v=rUy3WcDlBXE

Re: Copper IHS á 12900K worth it með vatnskælingu?

Sent: Fim 03. Mar 2022 23:07
af jonsig
Indium er 81.8 w/mk
Thermalright LQ nær ekki 80 w/mk

Svo það er ekki hitakremið. Fyrir utan allt sem er >10 w/mk hefur lítið að segja. Einfaldur útreikningur sem ég póstaði á vaktinni sýnir það. Snertiflötur og fjarlægð milli ihs og die hafa meira með þetta að gera.

Ef þetta gerir eitthvað yfir höfuð, þá hlýtur þessi aftermarket ihs að minnka fjarlægðina milli die og ihs.

Re: Copper IHS á 12900K worth it með vatnskælingu?

Sent: Mán 07. Mar 2022 21:19
af Templar
Relidd með liquid metal, allt annað en stock, stór munur á temps, efast ekki um að IHS sé aðeins nær CPU þegar menn hafa skrapað allt af og gert hreint.
Væri flott ef e-h hefði tíma í að skoða þetta betur og vinna með eina og eina breytu í einu, ég mun dúndra nýju IHS ásamt liquid metal, spurning að ég geri fyrir og eftir myndband... Er alveg smá spenntur að gera þetta allt bara strax.. sé til.

https://www.youtube.com/watch?v=tWzAiqdgnzs

Re: Copper IHS á 12900K worth it með vatnskælingu?

Sent: Þri 08. Mar 2022 02:16
af johnnyblaze
:megasmile Ég bíð eftir update

Re: Copper IHS á 12900K worth it með vatnskælingu?

Sent: Þri 08. Mar 2022 15:13
af andriki
þetta video var að koma inn í dag https://www.youtube.com/watch?v=JuSXQQQbKO8&t=216s

Re: Copper IHS á 12900K worth it með vatnskælingu?

Sent: Þri 08. Mar 2022 19:26
af nonesenze
andriki skrifaði:þetta video var að koma inn í dag https://www.youtube.com/watch?v=JuSXQQQbKO8&t=216s



hann miðar samt ekki við stock með soldered oem ihs á (þar vill maður sjá muninn aðalega). og notar ekki thermal grisly sem held ég flestir myndu nota

Re: Copper IHS á 12900K worth it með vatnskælingu?

Sent: Þri 08. Mar 2022 19:41
af jonsig
Stór misskilningur ef þú heldur að liquid metal hafi minni varmamótstöðu en frumefnið In. Auðveldast væri að halda sig við AMD þangað til Intel ræður úr þessu lithography veseni hjá sér. Það er ekkert vit í cpu sem þarf gígantíska custom loop og étur helmingi meira rafmagn fyrir nokkra fps.

Re: Copper IHS á 12900K worth it með vatnskælingu?

Sent: Þri 08. Mar 2022 20:23
af nonesenze
jonsig skrifaði:Stór misskilningur ef þú heldur að liquid metal hafi minni varmamótstöðu en frumefnið In. Auðveldast væri að halda sig við AMD þangað til Intel ræður úr þessu lithography veseni hjá sér. Það er ekkert vit í cpu sem þarf gígantíska custom loop og étur helmingi meira rafmagn fyrir nokkra fps.


ég mun prufa þetta við tækifæri með minn 11900k, hann er alveg kjarnaofn til að kæla og ef þetta gæti breytt því á einhvern hátt væri ég sáttu en vildi gera það almennilega ( á að vera mjög erfitt á 11900k) það er allt mikið sléttara surface þarna og betri leiðni og fólk er að sjá mun á þessu, er á aio samt bara og ætla ekkert í custom loop á næstunni, ég held að aðal veiki hlekkurinn en framleislan á solderinu á milli die og IHS frá framleiðanda

Re: Copper IHS á 12900K worth it með vatnskælingu?

Sent: Þri 08. Mar 2022 21:46
af jonsig
TIM er lóðning í dag, frá og með 9900k / 9700k . En intel fóru að spara þarna kringum kaby lake línuna og notuðu eitthvað grátt ógeð, sem gerði það svo þess virði að delidda þessa cpus.
Þetta hefur ekkert með TIM að gera, þegar cpu eru lóðaðir. Hvernig varmaleiðni virkar er útskýrð á einfaldan hátt á igors lab. (Þýski tomshardware)

https://www.igorslab.de/en/the-myth-of- ... ilessly/2/

p.s. hef gaman af b.s. en ekki ef einhver er að græða á því með að selja allskonar gimmik.

Re: Copper IHS á 12900K worth it með vatnskælingu?

Sent: Þri 08. Mar 2022 23:49
af johnnyblaze
Ertu að segja að þetta sé bara sölutrikk sem virkar ekki?


jonsig skrifaði:TIM er lóðning í dag, frá og með 9900k / 9700k . En intel fóru að spara þarna kringum kaby lake línuna og notuðu eitthvað grátt ógeð, sem gerði það svo þess virði að delidda þessa cpus.
Þetta hefur ekkert með TIM að gera, þegar cpu eru lóðaðir. Hvernig varmaleiðni virkar er útskýrð á einfaldan hátt á igors lab. (Þýski tomshardware)

https://www.igorslab.de/en/the-myth-of- ... ilessly/2/

p.s. hef gaman af b.s. en ekki ef einhver er að græða á því með að selja allskonar gimmik.

Re: Copper IHS á 12900K worth it með vatnskælingu?

Sent: Mið 09. Mar 2022 00:37
af Sinnumtveir
Mín skoðun: Yfirklukkun, de-lidding, vökvakæling og skyldar múnderingar eru í flestum tilfellum hrein peninga- og tímasóun. En ég skil vel hobbíið og ástríðuna. Ég skil líka að einn og einn geti haft raunverulega þörf fyrir þetta út fyrir skemmtilegheitin. Sjálfur nota ég bara þokkalega góðar loftkælingar. Semsagt, fyrir skemmtunina, "Go for it", fyrir performance, "Nah, I don't think so".

Re: Copper IHS á 12900K worth it með vatnskælingu?

Sent: Mið 09. Mar 2022 11:21
af Templar
Gott video Andríki, þetta rímar við það sem flestir sjá, ef þú ert me custom water loop þá er gróðinn á relidd lágmarks, með AIO eða loftkælingu skilar þetta relidd að virðist meira. Í þessu video var að vísu vatnið heitara en stock IHS testinu en niðurstaðan frá þessu myndbandi þínu er að gróðinn er algjörlega lágmarks ef nokkur með custom water cooling eins og hjá flestum.
Set saman rigginn um helgina, ætla að bíða með relidd, keyra þetta í smá tíma fyrst og svo þegar manni langar að tinkera eitthvað mun ég relidda með kopar.

Re: Copper IHS á 12900K worth it með vatnskælingu?

Sent: Mið 09. Mar 2022 18:08
af jonsig
Templar skrifaði:Gott video Andríki, þetta rímar við það sem flestir sjá, ef þú ert me custom water loop þá er gróðinn á relidd lágmarks, með AIO eða loftkælingu skilar þetta relidd að virðist meira.


það er fræðilega ógjörningur. Nema þá kopar væri skilvirkari varmaleiðari við hærri hitastig, sem er einmitt ólíklegt.