Síða 1 af 1

Pæling með nýja tölvu

Sent: Mán 14. Mar 2022 16:34
af TBB
Góðan daginn !

Maður er að pæla í nýrri PC leikjavél og langaði að fá smá álit hvað ykkur finnst um þessa hluti. Eru þetta ekki fínir partar og þeir passa saman og svona ? Er það ekkki alveg rétt skilið hjá mér að í þennan kassa kæmust 5x SSD diskar 2,5" ? :fly

Örgjörvi
AMD Ryzen 9 5900X
https://kisildalur.is/category/9/products/1891

Örgjörvakæling
Be quiet! Pure Rock 2
https://kisildalur.is/category/13/products/1029

Skjákort
RTX 3060 12 GB
https://kisildalur.is/category/12/products/2088

Móðurborð
ASRock B550 Phantom Gaming 4
https://kisildalur.is/category/8/products/1774

Kassi
Be quiet! Pure Base 500 Window Black ATX turnkassi
https://kisildalur.is/category/14/products/1701

Spurning með RAM
Spurning með Power supply

Bestu kveðjur
TBB

Re: Pæling með nýja tölvu

Sent: Mán 14. Mar 2022 16:42
af TheAdder
Sæll, sem leikjavél myndi ég fara í 5600X eða 5800X, 12 kjarna örgjörvi er að nýtast takmarkað umfram 8 kjarna í dag.
Partarnir virðast vera að passa ágætlega saman hjá þér, skoðaðu 3600Mhz DDR4 vinnsluminni fyrir þessa örgjörvalínu.
Varðandi PSU, 600W+ ætti að vera fínt fyrir þessa tölvu, kannski að teygja þig upp í 850W ef þú villt hafa vaðið fyrir neðan þig með hóflega uppfærslu á skjákorti seinna meir.

Re: Pæling með nýja tölvu

Sent: Mán 14. Mar 2022 17:54
af Hausinn
Myndi frekar taka 5600X í stað 5900X og taka 3060 Ti í stað 3060. Annars er ekkert að hinu. Bara kaupa 3600MHz minni og einhvern modular 750W aflgjafa.

EDIT: þ.s. þú ert að kaupa allt nýtt væri ráðlegra að taka 12600K frekar en 5600X.

Re: Pæling með nýja tölvu

Sent: Mán 14. Mar 2022 20:27
af Sinnumtveir
Hausinn skrifaði:Myndi frekar taka 5600X í stað 5900X og taka 3060 Ti í stað 3060. Annars er ekkert að hinu. Bara kaupa 3600MHz minni og einhvern modular 750W aflgjafa.

EDIT: þ.s. þú ert að kaupa allt nýtt væri ráðlegra að taka 12600K frekar en 5600X.


Svo má geta þess að á næstu grösum eru frá AMD, Ryzen 5600 og Ryzen 5700x.