Intel 12th gen onboard graphics nothæft?

Skjámynd

Höfundur
appel
Stjórnandi
Póstar: 5492
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1017
Staða: Tengdur

Intel 12th gen onboard graphics nothæft?

Pósturaf appel » Fös 18. Mar 2022 10:20

Hver er ykkar reynsla af því að nota onboard graphics í 12. kynslóðinni? Þeir styðja 4k@60hz hdmi 2.1, það er appealing.

Er að hugsa um workstation (vinnu) vél sem verður aldrei notuð í tölvuleiki, skjákort eru bara fj. dýr þannig að maður vill sleppa við þann pakka.

Hver er ykkar reynsla af slíku í bara windows notkun. Hefur þetta einhver áhrif? Ég nota photoshop en veit ekki hvort dedicated GPU skili einhverju meira.

Er hægt að vera með dual monitor ef móðurborðið er með t.d. bæði HDMI og DP port? Átta mig ekki á því hvort það sé supportað eða bara einn skjár í einu.
Síðast breytt af appel á Fös 18. Mar 2022 10:23, breytt samtals 1 sinni.


*-*


TheAdder
Tölvutryllir
Póstar: 679
Skráði sig: Mið 09. Des 2020 11:22
Reputation: 191
Staða: Ótengdur

Re: Intel 12th gen onboard graphics nothæft?

Pósturaf TheAdder » Fös 18. Mar 2022 11:25

Ég veit ekki betur en Photoshop sé mun meira CPU álag en GPU og því ekkert að því að nýta skjástýringuna í örgjörvanum.
Samkvæmt Intel Ark gagnagrunninum, þá styður skjástýringin í 12600K t.d. 4 skjái, og í þeim grunni eru frekari upplýsingar um hvaða upplausn og tíðni er studd á hvaða útgang. (https://www.intel.com/content/www/us/en ... tions.html)

Ef þú stefnir á sem mesta CPU vinnslu, þá held ég að 12. kynslóð Intel sé með vinninginn þar, þó að skjástýringarnar hjá AMD séu mun fremri, þá er líklegast meiri hagur fyrir þig og þina notkun að fara í Intel eins og staðan er í dag.


NZXT 710i - Ryzen 7 5800X - 32GiB 3200 M/T RAM - X570 Aorus Ultra - PowerColor Radeon RX 7900 XTX - 1TB Samsung 970 Pro, 2TB Samsung 970 Evo