Síða 1 af 1

Aðstoð með verðlaggningu

Sent: Fös 18. Mar 2022 21:25
af ishare4u
Daginn,

Vantar aðstoð við að verðsetja þennan pakka hjá mér.

HP Microserver G7 (612275-421 - HP)
1x 120SSD 2.5"
4x 3TB 3.5"

Allar verðlöggur velkomnar

Re: Aðstoð með verðlaggningu

Sent: Lau 19. Mar 2022 08:57
af Climbatiz
getur notað þetta til að finna út verð, https://pcpartpicker.com/list/

Re: Aðstoð með verðlaggningu

Sent: Lau 19. Mar 2022 10:05
af ishare4u
Climbatiz skrifaði:getur notað þetta til að finna út verð, https://pcpartpicker.com/list/


Ef ég væri að selja tölvuturn þá væri þetta frábært. En þetta hjálpar mér því miður lítið að finna verð á microserver. Takk samt.

Re: Aðstoð með verðlaggningu

Sent: Lau 19. Mar 2022 13:19
af Hjaltiatla
Ekkert týpunúmer á HDD og hvað þeir eru gamlir og hvernig heilsan er á þeim (ekki myndi ég versla diska sem ég veit ekkert um) þannig að ég segi 4000-5000 kr á hvern 3TB disk en mögulega myndi það hækka ef auglýsing væri betri.

Hef séð svona servera fara frítt og seljast allt frá 10 -30 þúsund . En aftur það kemur ekkert fram um aldur og fyrri störf (t.d hvort það er mikill hávaði frá viftum og hvernig ástand er á aflgjafa etc).