Síða 1 af 1

Aukaskjár með USB?

Sent: Þri 19. Apr 2022 16:52
af appel
Ég er að hugsa að fá mér vél sem notar onboard graphics í intel cpu, en það styður bara 2 monitora.

Er hægt að fá sér einhverja USB lausn eða álíka ef maður vill þriðja skjáinn? Hvað mæliði með? Finnst frekar súrt að þurfa punga út 70þús kalli fyrir eitthvað RTX kort bara fyrir þetta.

Re: Aukaskjár með USB?

Sent: Þri 19. Apr 2022 17:14
af codemasterbleep
Ef tölvan er með USB-C ætti að vera til nóg af lausnum.

https://computer.is/is/product/breytist ... 4-c-4k60hz

Getur örugglega fundið með hefðbundnu USB tengi.

Re: Aukaskjár með USB?

Sent: Þri 19. Apr 2022 17:24
af Klemmi
Eftir því sem ég best veit, þá er alveg stuðningur við 3+ skjái á ýmsum Intel skjástýringum.

Ættir bara að fletta upp skjástýringunni sem er í vélinni sem þú ert að spá í, hér er fyrir Iris Xe, "Up to quad 4K at 60Hz simultaneous displays".

irisxe.png
irisxe.png (88.29 KiB) Skoðað 1667 sinnum

Re: Aukaskjár með USB?

Sent: Þri 19. Apr 2022 20:49
af appel
Þessi CPU:
https://ark.intel.com/content/www/us/en ... 0-ghz.html

# of Displays Supported ‡ 4

Þannig að þessir speccar ráða því hve margir USB skjáir geta tengst (meðtalið móðurborð tengda?). Skil ekki hví móðurborð eru ekki með 4 skjá tengjum.

Re: Aukaskjár með USB?

Sent: Þri 19. Apr 2022 21:00
af Viktor
appel skrifaði:Þessi CPU:
https://ark.intel.com/content/www/us/en ... 0-ghz.html

# of Displays Supported ‡ 4

Þannig að þessir speccar ráða því hve margir USB skjáir geta tengst (meðtalið móðurborð tengda?). Skil ekki hví móðurborð eru ekki með 4 skjá tengjum.


Þau eru til

https://www.gigabyte.com/Motherboard/B6 ... -rev-10#kf

Svo er hægt að daisy chaona með DP: https://www.intel.com/content/www/us/en ... phics.html

Re: Aukaskjár með USB?

Sent: Þri 19. Apr 2022 21:12
af appel
Alltaf er maður að læra eitthvað nýtt :) en ekki séð svona móðurborð á íslandi til sölu.

Re: Aukaskjár með USB?

Sent: Mið 20. Apr 2022 08:39
af Klemmi
appel skrifaði:Alltaf er maður að læra eitthvað nýtt :) en ekki séð svona móðurborð á íslandi til sölu.


https://tolvutek.is/Tolvur-og-skjair/Ih ... 850.action

Re: Aukaskjár með USB?

Sent: Mið 20. Apr 2022 13:53
af frr
Það eru allar líkur á að ef móðurborðið sé með USB-C að það styðji skjátengingu. Hardware á bak við það er Intel skjástýringin og eina sem þarf er ódýrt millistykki.