Síða 1 af 1

Samsung Odyssey G9

Sent: Þri 26. Apr 2022 16:51
af ElvarP
Einhver með reynslu af þessum skjá? Er alvarlega að íhuga að splæsa einum svona á mig. Maður les samt á Reddit að það er algengt að fá framleiðslu galla af þessum paneli, vill ekki vera eyða 300k í tölvuskjá sem er með fullt af dauðum pixlum eða blindandi backlight bleed. Senti meira segja Kísildal póst spyrjandi hvort þeir gætu tekið það á sig að "pre-checka" skjá handa mér og athuga hvort panelin sé ásættanlegur, þeir svöruðu reyndar ekki.

Re: Samsung Odyssey G9

Sent: Þri 26. Apr 2022 23:56
af jonsig
Það er skilaréttur hvort sem seljandi nefni það eða ekki. Svona "common sense" þá er best að splæsa ekki í eitthvað sem mun svíða ef það kemur ekki rétt út

Sjálfur er ég með G7 32" 240Hz Qled. Eina sem ég hef tekið eftir er að hann "frýs" einu sinni í mánuði kannski, og þarf að taka hann úr sambandi og í aftur. Þá eru frosin bakljósin en ekkert video response. Og ég nenni ekki að hafa hann á verkstæði í mánuð þegar vandamálið ágerist ekki.

Hinsvegar er samsung skjár sem virkar 100% það besta sem þú færð í dag

Re: Samsung Odyssey G9

Sent: Mið 27. Apr 2022 10:23
af Haraldur25
Ég er með g9. Virkar 100% eftir að ég fór í nýjustu uppfærslu á sínum tíma.

Minn er einnig til sölu ef þú hefur áhuga