Síða 1 af 1

Uppfæra disk eða splæsa í nýja tölvu

Sent: Fös 27. Maí 2022 11:16
af falcon1
Þá er komið að því, maður er nánast búinn að klára geymslurýmið í gömlu tölvunni og nú þarf ég að ákveða hvort ég uppfæri geymsluplássið eða fari alla leið í nýja tölvu.

Hérna eru diskarnir:

#1 - SSD 500gb - stýrikerfisdrif
#2 - 2tb HD
#3 - 700gb HD
#4 - 500gb HD
#5 - 2tb HD
#6 - 3tb HD

Diskar #3, #4 og #5 eru frá því að ég keypti tölvuna fyrir 10 árum síðan. :)

Var að spá í hvort að það borgaði sig að sameina alla diskana í einn 10-12tb HD og reyna að keyra gömlu eitthvað áfram, líka með von um að skjákort lækki eitthvað í verði.
Ég er ekki með pláss fyrir fleiri diska, max 6. :)

Hvað mynduð þið ráðleggja mér?

Re: Uppfæra disk eða splæsa í nýja tölvu

Sent: Fös 27. Maí 2022 12:29
af TheAdder
Hvort hugnast þér að eyða 30+ þúsund í nýjan stóran disk, eða 30+ þúsund í nýjan stóran disk plús 150+ þúsund í nýja tölvu?
Þú verður að meta hvort að ný vél sé þér fyrir bestu eða ekki.

Re: Uppfæra disk eða splæsa í nýja tölvu

Sent: Fös 27. Maí 2022 15:03
af Hjaltiatla
Ef þú keyptir tölvuna fyrir 10 árum þá er kominn tími á að uppfæra tölvuna.

Sameina alla HDD diskana í einn disk er ekki alslæm hugmynd (þ.e ef þú átt backup).

Þú mátt kaupa tölvu (sagt í kaldhæðni).

Re: Uppfæra disk eða splæsa í nýja tölvu

Sent: Fös 27. Maí 2022 16:04
af dadik
Myndi líka eindregið mæla með því að skoða backup lausnir ef þér er ant um þessi gögn

Re: Uppfæra disk eða splæsa í nýja tölvu

Sent: Fös 27. Maí 2022 16:08
af Klemmi
Sé ekki hvernig þetta tengist :D

Þú þarft nýjan disk fyrir meira geymslupláss, kemur tölvunni að öðru leyti ekkert við?

Re: Uppfæra disk eða splæsa í nýja tölvu

Sent: Fös 27. Maí 2022 17:28
af Minuz1
Sammála Klemma, tveir aðskildir hlutir sem við gætum einfaldlega ekki ákveðið fyrir þig.
Þú getur alltaf flutt diskinn yfir í nýja tölvu þegar og ef þú kaupir hana.

Re: Uppfæra disk eða splæsa í nýja tölvu

Sent: Lau 28. Maí 2022 22:18
af falcon1
Minuz1 skrifaði:Sammála Klemma, tveir aðskildir hlutir sem við gætum einfaldlega ekki ákveðið fyrir þig.
Þú getur alltaf flutt diskinn yfir í nýja tölvu þegar og ef þú kaupir hana.

Er engin hætta á að ef gamla vélin klikkar að þá taki hún nýja drifið með sér?

Re: Uppfæra disk eða splæsa í nýja tölvu

Sent: Lau 28. Maí 2022 22:22
af falcon1
dadik skrifaði:Myndi líka eindregið mæla með því að skoða backup lausnir ef þér er ant um þessi gögn

Ég er með þetta backup'að í tveimur eintökum á sitthvorum flakkaranum (annar geymdur annars staðar) og svo í skýinu. :)

Re: Uppfæra disk eða splæsa í nýja tölvu

Sent: Mið 01. Jún 2022 13:00
af Minuz1
falcon1 skrifaði:
Minuz1 skrifaði:Sammála Klemma, tveir aðskildir hlutir sem við gætum einfaldlega ekki ákveðið fyrir þig.
Þú getur alltaf flutt diskinn yfir í nýja tölvu þegar og ef þú kaupir hana.

Er engin hætta á að ef gamla vélin klikkar að þá taki hún nýja drifið með sér?


Það eru engar tryggingar fyrir því, hvort sem vélin sé gömul eða ný. Þó hafi ég aldrei lent í því að tölva fari það illa með vélbúnað. Oftast eru þetta einangraðir hlutir sem bíla.