Ný tölva fyrir hljóð, mynd- og vídeóvinnslu


Höfundur
falcon1
spjallið.is
Póstar: 454
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 41
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Ný tölva fyrir hljóð, mynd- og vídeóvinnslu

Pósturaf falcon1 » Lau 28. Maí 2022 11:45

Ég henti saman tölvu á att.is sem á að vera aðallega notuð fyrir hljóð, mynd- og vídeóvinnslu. Er þetta ágæt uppsetning fyrir slíkt? Er eitthvað sem þið mynduð breyta?
Viðhengi
tölvupakki-att1.JPG
tölvupakki-att1.JPG (65.35 KiB) Skoðað 2126 sinnumSkjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 6445
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 766
Staðsetning: www.the.pervert.is
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva fyrir hljóð, mynd- og vídeóvinnslu

Pósturaf rapport » Lau 28. Maí 2022 12:10

Apple?
Hausinn
Gúrú
Póstar: 520
Skráði sig: Mið 15. Jan 2020 18:14
Reputation: 113
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva fyrir hljóð, mynd- og vídeóvinnslu

Pósturaf Hausinn » Lau 28. Maí 2022 12:15

Ekki taka 11900KF. Er ömurlegur díll. Myndi frekar taka 12th gen eða eitthvað eins og 5900X. Ef þetta er vinnutölva sem er mikið notuð myndi ég einnig taka betri aflgjafa með meiri áreiðanleika. Að lokum mæli ég með því að taka betra skjákort þ.s. þetta verður notað í vídeovinnslu. Myndi kannski skoða eitthvað notað eins og 3070.Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2660
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Reputation: 139
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva fyrir hljóð, mynd- og vídeóvinnslu

Pósturaf SolidFeather » Lau 28. Maí 2022 12:29

11th gen intel passar ekki í Z690 :'(Skjámynd

Hjaltiatla
Vaktari
Póstar: 2953
Skráði sig: Mið 07. Okt 2009 20:54
Reputation: 473
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva fyrir hljóð, mynd- og vídeóvinnslu

Pósturaf Hjaltiatla » Lau 28. Maí 2022 13:15

Bæta við 2X16 GB (lágmark) af hröðu vinnsluminni og myndi skoða betra Grafík kort


Just do IT
  √


Höfundur
falcon1
spjallið.is
Póstar: 454
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 41
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva fyrir hljóð, mynd- og vídeóvinnslu

Pósturaf falcon1 » Lau 28. Maí 2022 21:57

Ég á 64gb RAM 2666mhz sem ég ætlaði mér að nota. :) Mér skilst reyndar að ef ég ætlaði að fara í AMD Ryzen þá væri það ekki nógu hratt, er það rétt?
Höfundur
falcon1
spjallið.is
Póstar: 454
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 41
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva fyrir hljóð, mynd- og vídeóvinnslu

Pósturaf falcon1 » Lau 28. Maí 2022 22:00

Hausinn skrifaði:Ekki taka 11900KF. Er ömurlegur díll. Myndi frekar taka 12th gen eða eitthvað eins og 5900X. Ef þetta er vinnutölva sem er mikið notuð myndi ég einnig taka betri aflgjafa með meiri áreiðanleika. Að lokum mæli ég með því að taka betra skjákort þ.s. þetta verður notað í vídeovinnslu. Myndi kannski skoða eitthvað notað eins og 3070.

Hvaða aflgjafa væri betra að taka?

Fara þá t.d. í https://att.is/asus-dual-rtx-3070-8gb-oc-v2.html fyrir skjákort?
Síðast breytt af falcon1 á Lau 28. Maí 2022 22:04, breytt samtals 1 sinni.
Höfundur
falcon1
spjallið.is
Póstar: 454
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 41
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva fyrir hljóð, mynd- og vídeóvinnslu

Pósturaf falcon1 » Lau 28. Maí 2022 22:08

Ég er þá kominn með eitthvað svona. Finnst samt blóðugt að borga 130 þúsund fyrir skjákort. :)
Viðhengi
tölvupakki-att2.JPG
tölvupakki-att2.JPG (58.71 KiB) Skoðað 2003 sinnum
Síðast breytt af falcon1 á Lau 28. Maí 2022 22:09, breytt samtals 1 sinni.
Höfundur
falcon1
spjallið.is
Póstar: 454
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 41
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva fyrir hljóð, mynd- og vídeóvinnslu

Pósturaf falcon1 » Lau 28. Maí 2022 22:14

Annar möguleiki sem væri kannski ágætur væri að taka https://kisildalur.is/category/30/products/2345 og bæta við 2x hörðum diskum.
Gæti skipt út minninu fyrir það sem ég á en það er reyndar með hægari klukkuhraða 2666 vs 3600Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2660
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Reputation: 139
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva fyrir hljóð, mynd- og vídeóvinnslu

Pósturaf SolidFeather » Lau 28. Maí 2022 23:16

Móðurborðið hjá Att tekur bara DDR5 minni, áttu svoleiðis?

Svo er spurning með núverandi CPU kælingu hjá þér? Ætlarðu að nota hana áfram? Það er ekki víst að hún virki með socket 1700.

Jonsig, konungur aflgjafana, er nýlega búinn að dissa CM WME gaurana. Att eru t.d. með Corsair RMx aflgjafa sem eiga að vera fínir.

Þú gætir sparað og tekið B660 móðurborð eins og t.d. MSI B660 Tomahawk.

Svo er spurning hvort að myndvinnsluhugbúnaður sé að nýta skjákortið? Ég þekki það ekkert, ef svarið er nei, þarftu þá nýtt 3070?
Síðast breytt af SolidFeather á Lau 28. Maí 2022 23:18, breytt samtals 1 sinni.
Höfundur
falcon1
spjallið.is
Póstar: 454
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 41
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva fyrir hljóð, mynd- og vídeóvinnslu

Pósturaf falcon1 » Lau 28. Maí 2022 23:21

Úff... þetta er algjör frumskógur fyrir mér haha... :D Enda lítið fylgst með tölvuþróuninni síðustu 5 árin eða svo.

Nei, ég á DDR4 minni þannig að þá þarf ég að finna annað móðurborð. :)
Höfundur
falcon1
spjallið.is
Póstar: 454
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 41
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva fyrir hljóð, mynd- og vídeóvinnslu

Pósturaf falcon1 » Lau 28. Maí 2022 23:26

Forritin sem ég er mest að nota eru:

Capture One Pro v20
Adobe Photoshop
Cyberlink Powerdirector (Mun fara meira yfir í Adobe Premiere á þessu ári með meira 4k myndefni)

Reaper
Cubase (Nota Sound Libraries)
Sibelius

Kannski er maður að miða á of öfluga vél fyrir það sem maður er að gera?

Ps. Langar að læra meira á Adobe After Effects ef það skiptir einhverju máli. :)
Síðast breytt af falcon1 á Lau 28. Maí 2022 23:27, breytt samtals 1 sinni.
Slayer
Græningi
Póstar: 28
Skráði sig: Mán 28. Des 2009 18:40
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva fyrir hljóð, mynd- og vídeóvinnslu

Pósturaf Slayer » Sun 29. Maí 2022 02:35

falcon1 skrifaði:Úff... þetta er algjör frumskógur fyrir mér haha... :D Enda lítið fylgst með tölvuþróuninni síðustu 5 árin eða svo.

Nei, ég á DDR4 minni þannig að þá þarf ég að finna annað móðurborð. :)


ég veit allt um tölvur og hljóðvinnslu.
hvaða hljóðkort?
hvaða upptökuforrit?
hvernig hljóðvinsla?
3rd party sample instruments? ef svo er þá hvaða framleiðendur?
Midi controlerar?

þú ert að tapa skilvirkni með að nota Harddive í stað SSD
tildæmis upptökudrif þar sem þú beinir upptökuforritinu að vinna tónlistina
þar algerlega villtu SSD og bara alls ekki láta verkin þín geymast í möppu á stýrikerfinu.
það hægir á upptökuforritinu því það skrifar í realtime þegar þú ert að taka upp og þú átt alltaf að beina því á aðskilið SSD drif.
í hljóðvinnslu skiptir hraði á örgjöva meira máli og margir kjarnar eru ekkert endilega betri
ég er tildæmis með gamlan 4 kjarna skylake örgjörva @4ghz og hann outperformaði i9-8950HK á sínum tíma vegna þess að 8950 var með mun lægri klukkutíðni á single core en skylake.
hljóðvinnsla byggir að mestu leiti á single core performance og hyper-threading og allar þessar flautur og bjöllur hafa lítið vægi á hljóðvinnslu.
Hraði á RAM í dag skiptir engu máli hvað þetta varðar. hljóðsömpl lódast aðeins hraðar um fáeinar sek. stærðin skiptir máli.
sérstaklega fyrir sample instruments,því meia innra minni og þá fleirri rásir af sample instruments.
Höfundur
falcon1
spjallið.is
Póstar: 454
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 41
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva fyrir hljóð, mynd- og vídeóvinnslu

Pósturaf falcon1 » Sun 29. Maí 2022 13:59

Slayer skrifaði:
falcon1 skrifaði:Úff... þetta er algjör frumskógur fyrir mér haha... :D Enda lítið fylgst með tölvuþróuninni síðustu 5 árin eða svo.

Nei, ég á DDR4 minni þannig að þá þarf ég að finna annað móðurborð. :)


ég veit allt um tölvur og hljóðvinnslu.
hvaða hljóðkort?
hvaða upptökuforrit?
hvernig hljóðvinsla?
3rd party sample instruments? ef svo er þá hvaða framleiðendur?
Midi controlerar?

þú ert að tapa skilvirkni með að nota Harddive í stað SSD
tildæmis upptökudrif þar sem þú beinir upptökuforritinu að vinna tónlistina
þar algerlega villtu SSD og bara alls ekki láta verkin þín geymast í möppu á stýrikerfinu.
það hægir á upptökuforritinu því það skrifar í realtime þegar þú ert að taka upp og þú átt alltaf að beina því á aðskilið SSD drif.
í hljóðvinnslu skiptir hraði á örgjöva meira máli og margir kjarnar eru ekkert endilega betri
ég er tildæmis með gamlan 4 kjarna skylake örgjörva @4ghz og hann outperformaði i9-8950HK á sínum tíma vegna þess að 8950 var með mun lægri klukkutíðni á single core en skylake.
hljóðvinnsla byggir að mestu leiti á single core performance og hyper-threading og allar þessar flautur og bjöllur hafa lítið vægi á hljóðvinnslu.
Hraði á RAM í dag skiptir engu máli hvað þetta varðar. hljóðsömpl lódast aðeins hraðar um fáeinar sek. stærðin skiptir máli.
sérstaklega fyrir sample instruments,því meia innra minni og þá fleirri rásir af sample instruments.


hvaða hljóðkort? Focusrite Scarlett 2|4
hvaða upptökuforrit? Nota aðallega Reaper fyrir upptöku
hvernig hljóðvinsla? Tónsmíðar (klassík) og svo upptökur á klassískri tónlist
3rd party sample instruments? ef svo er þá hvaða framleiðendur? Hef aðallega verið að nota frá EastWest (Composercloud) en líka Native Kontakt
Midi controlerar? Engir sem stendur

Er Intel þá betra en AMD fyrir hljóðvinnsluna?

Planið hjá mér var:

1. SSD = Stýrikerfi og forrit
2. HD 1 10+ tb = Ljósmyndir og myndbönd
3. HD 2 4-6 tb = Annað (þar með talið sound library o.s.frv.)
Síðast breytt af falcon1 á Sun 29. Maí 2022 14:00, breytt samtals 1 sinni.Skjámynd

Templar
vélbúnaðarpervert
Póstar: 901
Skráði sig: Fös 30. Sep 2011 11:54
Reputation: 316
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Ný tölva fyrir hljóð, mynd- og vídeóvinnslu

Pósturaf Templar » Sun 29. Maí 2022 16:37

Svo geturðu fengið fullt af góðum búnaði hérna lítið notað ódýrara, ég er með 12900K til sölu á verði i7 og svo high performance DDR4000 á verði medium performance minnis, bæði í ábyrgð frá Kísildal. Kíktu á tölvurvöru til sölu eða sendu mér PM.


--
|| 13900KS - Z790 - DDR 8000 - 4090 - ||


Höfundur
falcon1
spjallið.is
Póstar: 454
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 41
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva fyrir hljóð, mynd- og vídeóvinnslu

Pósturaf falcon1 » Mán 30. Maí 2022 17:01

Ég treysti ekki alveg að kaupa notað. :)

Hvernig lýst ykkur á þessa samsetningu?

Væri kannski eitthvað vit í því að kaupa frekar næstyngstu kynslóðina í örgjörva/mobo og spara þannig smá pening?
Viðhengi
tölvupakki-att3.JPG
tölvupakki-att3.JPG (62.12 KiB) Skoðað 1703 sinnum
Hausinn
Gúrú
Póstar: 520
Skráði sig: Mið 15. Jan 2020 18:14
Reputation: 113
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva fyrir hljóð, mynd- og vídeóvinnslu

Pósturaf Hausinn » Mán 30. Maí 2022 17:44

falcon1 skrifaði:Ég treysti ekki alveg að kaupa notað. :)

Hvernig lýst ykkur á þessa samsetningu?

Væri kannski eitthvað vit í því að kaupa frekar næstyngstu kynslóðina í örgjörva/mobo og spara þannig smá pening?

Þessi tölva lítur nú bara vel út. Ekki gleyma þó að kaupa kælingu fyrir örgjörvan. Fyrir 12900K myndi ég mæla með Noctua NH-D15 eða einhverja 240mm vatnskælingu.

Varðandi það að kaupa notað. Ef seljandinn getur látið þig fá nótu ásamt ábyrgð þarftu ekki að hafa neinar áhyggjur. Örgjörvar eru nánast alltaf betri díll ef keypt notað. Myndi skoða þetta boð hjá Templar.
Síðast breytt af Hausinn á Mán 30. Maí 2022 17:45, breytt samtals 1 sinni.
Höfundur
falcon1
spjallið.is
Póstar: 454
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 41
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva fyrir hljóð, mynd- og vídeóvinnslu

Pósturaf falcon1 » Þri 31. Maí 2022 17:29

Hvor tölvan frá ATT eða Kísildal ætti að vera öflugri fyrir þá vinnslu sem ég er að pæla í haldið þið?

Ég bæti við 16tb + 8tb Toshiba hörðum diskum og einum 2TB Samsung 970 Evo Plus M.2 NVM Express SSD við tölvuna hjá Kísildal. Ég plana að skipta út minninu fyrir þessi 64gb 2666mhz sem ég á þannig að verðin ættu að vera sirka á sléttu.
Viðhengi
tölvupakki-kisildalur1.JPG
tölvupakki-kisildalur1.JPG (48.4 KiB) Skoðað 1547 sinnum
Höfundur
falcon1
spjallið.is
Póstar: 454
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 41
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva fyrir hljóð, mynd- og vídeóvinnslu

Pósturaf falcon1 » Mið 15. Jún 2022 00:01

Ef ég er að skilja googlið rétt að þá virðist vera mesta value'ið í að kaupa 12. kynslóð i7, virðist ekki vera svakalegur munur á Intel i7-12700K og Intel i9-12900K í þeirri vinnslu sem ég er í. Eruð þið sammála því?

Mér skilst líka að i9 hitni mun meira en i7 og þurfi meiri kælingu? Þýðir það þá ekki fleiri viftur og meira suð?

Ég setti saman þennan pakka hjá Kísildal og komst niður fyrir 400 þúsund krónurnar (á vinnsluminni), hvernig lýst ykkur á þessa samsetningu? Eitthvað mismatch hjá mér? Valdi þetta móðurborð þar sem það hefur 6 SATA og 3 tengi fyrir SSD drif.
Viðhengi
tölvupakki-kisildalur3.JPG
tölvupakki-kisildalur3.JPG (47.88 KiB) Skoðað 1221 sinnumSkjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6669
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 891
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Ný tölva fyrir hljóð, mynd- og vídeóvinnslu

Pósturaf Viktor » Fim 16. Jún 2022 06:51

falcon1 skrifaði:Ef ég er að skilja googlið rétt að þá virðist vera mesta value'ið í að kaupa 12. kynslóð i7, virðist ekki vera svakalegur munur á Intel i7-12700K og Intel i9-12900K í þeirri vinnslu sem ég er í. Eruð þið sammála því?


20% öflugri í Premiere miðað við þetta :)
Viðhengi
premiere.jpeg
premiere.jpeg (94.25 KiB) Skoðað 1131 sinnum


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 1070Ti 16GB


Höfundur
falcon1
spjallið.is
Póstar: 454
Skráði sig: Mán 16. Apr 2007 11:30
Reputation: 41
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ný tölva fyrir hljóð, mynd- og vídeóvinnslu

Pósturaf falcon1 » Fös 17. Jún 2022 14:15

Já, þetta er eiginlega eina sýnist mér sem einhver munur. Ég á samt DDR4 minni (64gb) sem ég ætlaði að nota þannig að ég fengi ekki allan þennan mun nema að skipta því út fyrir DDR5 sem er frekar dýrt í dag. Ég á í smá erfiðleikum samt að ákveða mig hvort ég eigi að reyna að selja þetta minni sem ég á og kaupa mér frekar DDR5, virðist vera frekar lítill munur á DDR4 og DDR5 í þeim forritum sem ég er að notast við nema þá einna helst Premiere og After Effects.
Síðast breytt af falcon1 á Fös 17. Jún 2022 14:17, breytt samtals 1 sinni.
Trihard
Ofur-Nörd
Póstar: 224
Skráði sig: Lau 11. Júl 2020 19:18
Reputation: 36
Staða: Tengdur

Re: Ný tölva fyrir hljóð, mynd- og vídeóvinnslu

Pósturaf Trihard » Lau 18. Jún 2022 11:57

falcon1 skrifaði:Já, þetta er eiginlega eina sýnist mér sem einhver munur. Ég á samt DDR4 minni (64gb) sem ég ætlaði að nota þannig að ég fengi ekki allan þennan mun nema að skipta því út fyrir DDR5 sem er frekar dýrt í dag. Ég á í smá erfiðleikum samt að ákveða mig hvort ég eigi að reyna að selja þetta minni sem ég á og kaupa mér frekar DDR5, virðist vera frekar lítill munur á DDR4 og DDR5 í þeim forritum sem ég er að notast við nema þá einna helst Premiere og After Effects.


Eins og Lávarður LinusTechTips sagði einhvern tímann, þá borgar sig að vera með (nógu mikið) vinnsluminni í það sem maður er að gera og hærri tíðni eykur afköst, þ.a. ef þú sérð fyrir þér að þú þarft ekki á 64gb að halda og gætir sloppið með 32gb eða jafnvel 16gb þá myndi ég eflaust fara í DDR5, fer eftir budgetinu þínu allt saman.
Með tímanum mun DDR5 lækka í verði eins og með allt nýtt svo persónulega myndi ég bara halda mig við DDR4 minnið og uppfæra seinna í eitthvað sem krónir ekki á toppnum.
Síðast breytt af Trihard á Lau 18. Jún 2022 12:02, breytt samtals 3 sinnum.