Síða 1 af 1

KVM Switch'ar

Sent: Lau 11. Jún 2022 21:35
af falcon1
Er einhver með reynslu af KVM switch'um?

Ég er að fara að kaupa nýja tölvu en langar til að geta notað gömlu tölvuna með sama skjá, lyklaborði og mús. Hef ekki pláss fyrir tvö lyklaborð og mýs. :)

Re: KVM Switch'ar

Sent: Lau 11. Jún 2022 21:43
af Hizzman
ef skjárinn hefur 2 input, geturðu mögulega notað mouse/keyboard sharing (td synergy) - kostar ekkert!

Re: KVM Switch'ar

Sent: Þri 14. Jún 2022 11:10
af Televisionary
Ég er með KVM sviss í notkun hjá mér sem styður 4 tölvur. HDMI upp að 4K á 100Hz, USB og gleði. Keypti þetta notað hér á vaktinni eða blandinu. Gerir það sem stendur á dósinni. Leysti það að geta hoppað á milli borðvéla og fartölvu hjá mér þegar unnið er heima.

falcon1 skrifaði:Er einhver með reynslu af KVM switch'um?

Ég er að fara að kaupa nýja tölvu en langar til að geta notað gömlu tölvuna með sama skjá, lyklaborði og mús. Hef ekki pláss fyrir tvö lyklaborð og mýs. :)

Re: KVM Switch'ar

Sent: Þri 14. Jún 2022 13:58
af worghal
í hvað verður gamla tölvan notuð?

Re: KVM Switch'ar

Sent: Þri 14. Jún 2022 14:44
af Dropi
Ég hef notað allskonar KVM í gegnum árin, keypti einn nýlega fyrir konuna fyrir 2 tölvur þar sem hún er með sína borðtölvu og fartölvu sem vinnan útvegar.

Hann var keyptur af Banggood á $18.59 og hefur ekki tekið feilpúst í 2 ár.
https://www.banggood.com/AIMOS-USB-HDMI ... V9ZQ8YJQ5h

Hann styður ekki 4k60hz en við erum að nota hann við 1440p60hz skjá og það er allt í fína lagi.

Re: KVM Switch'ar

Sent: Þri 14. Jún 2022 17:06
af falcon1
worghal skrifaði:í hvað verður gamla tölvan notuð?

Ég ætla að nota hana áfram sem gagnageymslu en þyrfti þá að uppfæra elstu hörðu diskana. :)

Re: KVM Switch'ar

Sent: Þri 14. Jún 2022 17:43
af worghal
falcon1 skrifaði:
worghal skrifaði:í hvað verður gamla tölvan notuð?

Ég ætla að nota hana áfram sem gagnageymslu en þyrfti þá að uppfæra elstu hörðu diskana. :)

þá mundi ég bara setja hana einhverstaðar þar sem hún er ekki með hávaða en net samband og setja upp teamviewer með unattended access :happy