Síða 1 af 1
Viftur í kassa með PWM - Hjálp!
Sent: Fim 30. Jún 2022 01:50
af fhrafnsson
Ég tengdi kassa vifturnar mínar upp á nýtt og tengdi tvær nýjar (Asus TUF x570 wifi móðurborð) á PWM controllerinn sem er á bakhlið kassans og tengist í móðurborðið. Vandamálið er að þær eru fastar á 100% og ég sé engar stillingar í BIOS.
Er til eitthvað forrit til að stjórna þessu eða er best að aftengja vifturnar bara?
Öll hjálp mjög vel þegin.
Re: Viftur í kassa með PWM - Hjálp!
Sent: Fim 30. Jún 2022 02:22
af Minuz1
Re: Viftur í kassa með PWM - Hjálp!
Sent: Fim 30. Jún 2022 07:46
af fhrafnsson
Ai Suite 3 virðist vera hluti af Armoury Crate pakkanum og ég fæ alltaf villu við að reyna að setja hann upp. Ég hugsa að ég reyni að tengja beint í móðurborðið bara, man einhver hvað tengin heita á móðurborðinu til að tengja viftur í svo þær komi upp í bios?
Re: Viftur í kassa með PWM - Hjálp!
Sent: Fim 30. Jún 2022 09:46
af drengurola
QFan-control
Re: Viftur í kassa með PWM - Hjálp!
Sent: Fim 30. Jún 2022 10:05
af jonsig
Tengdir þú PWM controllerinn við AIO header kannski á móðurborð ? Það eru ekki allir PWM headerar með sömu virkni.
Síðan eru þeir oft frekar crappy og þola ekkert sérlega mikið álag áður en þeir gera í brók.
Re: Viftur í kassa með PWM - Hjálp!
Sent: Fim 30. Jún 2022 10:30
af SolidFeather
Eru kassavifturnar þriggja eða fjagra pinna? Hvaða kassi er þetta?
Re: Viftur í kassa með PWM - Hjálp!
Sent: Fim 30. Jún 2022 11:48
af GuðjónR
fhrafnsson skrifaði:Ég tengdi kassa vifturnar mínar upp á nýtt og tengdi tvær nýjar (Asus TUF x570 wifi móðurborð) á PWM controllerinn sem er á bakhlið kassans og tengist í móðurborðið. Vandamálið er að þær eru fastar á 100% og ég sé engar stillingar í BIOS.
Er til eitthvað forrit til að stjórna þessu eða er best að aftengja vifturnar bara?
Öll hjálp mjög vel þegin.
Ég er 100% viss um að þú getir stillt þetta í BIOS
Re: Viftur í kassa með PWM - Hjálp!
Sent: Fim 30. Jún 2022 16:50
af fhrafnsson
4 pinna kassaviftur og eru greinilega að fá straum. Kassinn er Corsair Carbide 275r. Ég sé þetta bara alls ekki í bios né með forritum á borð við speedfan (móðurborð er ASUS TUF x570 plus wifi).
Re: Viftur í kassa með PWM - Hjálp!
Sent: Fim 30. Jún 2022 18:03
af Oddy
iCue fan controller frá Corsair? Þú getur fengið Plugin fyrir Asus borð frá Corsair síðunni. Prófaðu og sjáðu hvort að iCue finnur eitthvað fyrir þig. Svona er þetta hjá mér í Bios:

- IMG20220630182919__01.jpg (2.58 MiB) Skoðað 2012 sinnum
Re: Viftur í kassa með PWM - Hjálp!
Sent: Fim 30. Jún 2022 22:44
af fhrafnsson
Ég fann Q-fan control og prufaði að breyta því í silent og manual en það virkaði ekki. Ég fann líka "Chassis fans" stillingar sem eru reyndar bara með stillingar fyrir fans 1-3 en mínar eru tengdar í 4+6 á PWM. Ég prufaði að setja það allt saman í silent líka en vifturnar blása ennþá á 100% nonstop.
Ég hef líka prufað iCue, Armoury Crate, Corsair Link og Speedfan en ég finn engar stillingar þar fyrir viftur aðrar en CPU+GPU.
Re: Viftur í kassa með PWM - Hjálp!
Sent: Fim 30. Jún 2022 23:00
af SolidFeather
Þetta er allt mjög furðulegt og óljóst ennþá. Þegar þú segir 4+6 ertu þá að tala um PWM controlerinn á bakhlið kassans?
Í hvaða fan controller ertu með PWM controllerinn tengdann?
Re: Viftur í kassa með PWM - Hjálp!
Sent: Fös 01. Júl 2022 02:36
af Oddy
Qfan tuning? Hefur þú reynt að nota það?
Re: Viftur í kassa með PWM - Hjálp!
Sent: Fös 01. Júl 2022 19:13
af Oddy
Þú ættir að geta séð í Armoury Crate at fan tune, þegar því er lokið ættir þú að geta stýrt hraðanum.