Síða 1 af 1

PLEX vesen

Sent: Mán 04. Júl 2022 20:52
af fhrafnsson
Jæja Plex gúrúar!

Þegar ég opna Plex á símanum mínum með mobile data sé ég allt efni fyrir utan postera en þegar ég reyni að opna eitthvað kemur strax "Something went wrong". Ef ég tengist Wifi virkar allt eins og í sögu hins vegar.

Einhver hugmynd um hvað gæti verið að?

Re: PLEX vesen

Sent: Þri 05. Júl 2022 09:07
af Dropi
Er alveg sama hvaða wifi neti þú ert á? Eða ertu að tala um wifi netið heima hjá þér þar sem plex er hýst?

Mig grunar strax port vesen, ertu að forwarda rétt?

Re: PLEX vesen

Sent: Þri 05. Júl 2022 10:21
af fhrafnsson
Plex virkar í símum vina minna og hjá konunni svo ég held að þetta hljóti að vera vandamál með símann minn (virkar heldur ekki að opna Plex í vafra, þó ég velji desktop mode). Ég held því að ég hafi forwardað rétt þó það gæti auðvitað verið bandvitlaust hjá mér.

Re: PLEX vesen

Sent: Þri 05. Júl 2022 11:44
af russi
fhrafnsson skrifaði:Plex virkar í símum vina minna og hjá konunni svo ég held að þetta hljóti að vera vandamál með símann minn (virkar heldur ekki að opna Plex í vafra, þó ég velji desktop mode). Ég held því að ég hafi forwardað rétt þó það gæti auðvitað verið bandvitlaust hjá mér.

Plex innanhús er alltaf á porti 32400, þó þú hafir breytt portinu í Manually specify public port er innahúsport talan alltaf 32400. Það sem þú þarft að gera þarna er gera þá NAT-forward á töluna sem þú skilgreinir.

Semsagt svona er þetta default:
Private 192.168.1.10 : 32400 <- Public 1.2.3.4 : 32400 <- Internet

Ef þú hefur breytt Manually specify public port í til dæmis 33500
Private 192.168.1.10 : 32400 <- Public 1.2.3.4 : 33500 <- Internet
Þá þarft að gera eins NAT-forward í router.

Þú segir þegar þú tengist WiFi þá virki allt, ertu þá að tala um WiFi heima hjá þér eða líka annarsstaðar?

Re: PLEX vesen

Sent: Þri 05. Júl 2022 12:20
af fhrafnsson
Virkar ekki á wifi hjá öðrum heldur, en virkar hjá öðrum bæði á wifi og 5g (nema tengdó reyndar).

Hér eru svo network stillingarnar:

Re: PLEX vesen

Sent: Þri 05. Júl 2022 12:37
af TheAdder
Sæll, ég hef átt við sama vandamál að stríða, virðist fylgja sim kortinu, er með síma og spjaldtölvu, vandamálið til staðar á símanum en ekki spjaldinu þó bæði séu tengt á 4G hjá sama þjónustuaðila.
Skipti um síma um daginn og annað sim fór í gamla símann, Plex virkar núna á gamla símanum en gerði ekki áður, en virkar ekki á nýja símanum með sim kortinu sem var í þeim gamla.

Edit: Við að tengjast í gengum VPN, þá smellur þetta í gang. Hjá hvaða aðila ertu með gsm þjónustuna?

Re: PLEX vesen

Sent: Þri 05. Júl 2022 13:09
af fhrafnsson
Er hjá Nova. Virkar hjá konunni sem er líka þar en sakar svosem ekki að prufa nýtt sim.

Re: PLEX vesen

Sent: Þri 05. Júl 2022 13:32
af TheAdder
Vill svo til að ég er einnig hjá Nova, en hef ekki prófað nýtt sim sjálfur.

Re: PLEX vesen

Sent: Þri 05. Júl 2022 16:05
af beggi83
Ég er hjá hringiðjunni og hef verið að lenda í þessu síðustu 3 mánuði enn um leið og ég tengist Wifi á öðrum stöðum dettur plex inn. Hef prófað ótal stillingar og ekkert virkað hingað til :/