Síða 1 af 1
Tölva föst í bios
Sent: Lau 09. Júl 2022 19:29
af falcon1
Ég tengdi nýju tölvuna í dag og ræsti en hún virðist bara ræsast inní bios. Prófaði að aftengja ónauðsynlegar snúrur og ræsa aftur en það var sama sagan beint í bios. Hvað er í gangi?
Er eitthvað sem ég get prófað? Eða kannski best að bíða eftir mánudeginum?
Móðurborð ASRock Z690 Extreme ATX
Re: Tölva föst í bios
Sent: Lau 09. Júl 2022 19:41
af jonsig
Eru ekki diagnostic led á móðurborðinu. Venjulega les ég á þær fyrst og kíki svo í manual með móðurborðinu til að reyna glöggva mig á hvað er í gangi.
Re: Tölva föst í bios
Sent: Lau 09. Júl 2022 19:49
af falcon1
Ég kann ekkert á svoleiðis, er að vona að þetta sé bara einhverjar stillingar sem þarf að stilla.
Átti samt að vera tilbúin fyrir mig, lét setja hana saman fyrir mig.

Getur eitthvað hafa afstillst við bílferðina heim? Fór samt mjög varlega og ekkert kom fyrir, engin högg eða neitt slíkt?
Re: Tölva föst í bios
Sent: Lau 09. Júl 2022 20:06
af kornelius
Hljómar svolítið eins og að harði diskurinn sé ekki tengdur - yfirfara það?
Re: Tölva föst í bios
Sent: Lau 09. Júl 2022 20:29
af Borð
Borgaðiru fyrir uppsetningu á stýrikerfi?
Re: Tölva föst í bios
Sent: Lau 09. Júl 2022 20:33
af Uncredible
falcon1 skrifaði:Ég tengdi nýju tölvuna í dag og ræsti en hún virðist bara ræsast inní bios. Prófaði að aftengja ónauðsynlegar snúrur og ræsa aftur en það var sama sagan beint í bios. Hvað er í gangi?
Er eitthvað sem ég get prófað? Eða kannski best að bíða eftir mánudeginum?
Móðurborð ASRock Z690 Extreme ATX
Þarft ábiggilega að uppfæra BIOS.
Re: Tölva föst í bios
Sent: Lau 09. Júl 2022 21:35
af falcon1
Borð skrifaði:Borgaðiru fyrir uppsetningu á stýrikerfi?
Þú segir nokkuð.

Nei, það er ekkert um stýrikerfi á reikningnum bara íhlutirnir og svo vinna tæknimanns.
Hef líklega ekki verið nógu skýr að ég vildi fá win10 stýrikerfi uppsett.

Ef það er málið, er nokkuð mál að gera það bara sjálfur?

Ps. Ætti ekki að koma error skilaboð ef ekkert stýrikerfi finnst?
Re: Tölva föst í bios
Sent: Lau 09. Júl 2022 21:42
af TheAdder
Ekkert rosalegt mál, hefurður aðgang að annari tölvu og minniskubb?
Sækir tól frá Microsoft hérna:
https://downloads.digitaltrends.com/win ... ol/windowsNotar tólið til þess að setja uppsetningu á minniskubb, setur kubbinn í nýju vélina, ræsir og fylgir leiðbeiningum.
Re: Tölva föst í bios
Sent: Lau 09. Júl 2022 21:56
af falcon1
Er einhver möguleiki að sjá hvort að stýrikerfi hafi verið sett upp í gegnum bios? Vil ekki skemma neitt ef það var sett upp sem er samt ólíklegt fyrst það er ekki kostnaður skráður fyrir það á reikningnum.

Re: Tölva föst í bios
Sent: Lau 09. Júl 2022 22:51
af falcon1
Bios/uefi finnur alla ssd/hdd diskana en ég kannaði málið betur og þá kom upp að hún væri ekki að finna bootable drive. Þýðir það ekki að stýrikerfi vanti eða sé ekki sett upp?
Re: Tölva föst í bios
Sent: Sun 10. Júl 2022 09:11
af TheAdder
Það er þá nánast 100% að ekkert kerfi sé til staðar.