Síða 1 af 1

Gjöf en ekki gjald

Sent: Fim 11. Ágú 2022 18:05
af Viktor

Re: Gjöf en ekki gjald

Sent: Fim 11. Ágú 2022 18:08
af mikkimás
57þ fyrir 5:4 skjá?

Er þetta sérhæfur snerti- og afgreiðsluskjár?

Eða hvað er ég ekki að ná...

Re: Gjöf en ekki gjald

Sent: Fim 11. Ágú 2022 18:38
af ekkert
Þú færð betri díl í góða hirðinum ;)

Re: Gjöf en ekki gjald

Sent: Fim 11. Ágú 2022 18:41
af appel
Þú hefur greinilega ekki lesið lýsinguna, því þetta er "glæsilegur skarpur og bjartur, vinnuvistfræðilega hannaður 19" skjár". Og taktu eftir, það er hægt að stilla hæð og snúa og halla... annað eins hefur aldrei sést! PREMIUM PANEL ÁBYRGÐ!

Þannig að skiljanlega þarf að borga fyrir slík gæði.

(en annars fyndið, svona skjár var kannski það sem var normið fyrir 15 árum síðan. Ég var með hærri upplausn á tölvuskjá in the 90's.

Re: Gjöf en ekki gjald

Sent: Fim 11. Ágú 2022 18:51
af mikkimás
Er enn verið að framleiða svona skjái, eða er þetta 15 ára gömul vara sem týndist niðri í kjallara?

Re: Gjöf en ekki gjald

Sent: Fim 11. Ágú 2022 19:02
af appel
Eina sem mér dettur í hug er að þetta sé skjár ætlaður fyrir úreld tölvukerfi sem byggja á DOS eða álíka, og þá hentar ekki eitthvað nýrra.

Re: Gjöf en ekki gjald

Sent: Fim 11. Ágú 2022 19:42
af Moldvarpan
mikkimás skrifaði:Er enn verið að framleiða svona skjái, eða er þetta 15 ára gömul vara sem týndist niðri í kjallara?


Samkvæmt netinu framleitt 2016. Svo þetta er ekki svo gamalt.

Re: Gjöf en ekki gjald

Sent: Fös 12. Ágú 2022 10:07
af CendenZ
Held nú.. að þetta eru stofnannaskjáir... Þannig þegar skólar eða stofnanir kaupa svona skjái, þá fær ríkið 40%. Ekkert að marka þessa upphæð

Re: Gjöf en ekki gjald

Sent: Lau 13. Ágú 2022 17:43
af Prentarakallinn
Vinnustaðurinn minn var að endurnýja skjái og voru að gefa starfsfólki gömlu, hilla með örugglega 40-50 svona skjáum ef ekki meira. Hefði átt að kippa með mér nokkrum

Re: Gjöf en ekki gjald

Sent: Lau 13. Ágú 2022 19:09
af rapport
CendenZ skrifaði:Held nú.. að þetta eru stofnannaskjáir... Þannig þegar skólar eða stofnanir kaupa svona skjái, þá fær ríkið 40%. Ekkert að marka þessa upphæð


Stofnanir eru ekki að kaupa svona skjái... Hef haft umsjón með innkaupum á líklega 1-2 þ. skjám á ári undanfarin 10-15 ár og man m.a. eftir verkefni hjá stofnun fyrir um 10 árum þar sem verið var að útrýma öllum 15-17" skjám og 19" 1280x1024 vor minnstu skjáirnir sem fengu að vera í umhverfinu.

Þar veit ég reyndar að 22" skjáir með 1920x1080 upplausn eru víða notaðir, en það er hreinlega því að stærri skjáir passa ekki í umhverfið.

Í dag eru flest öll fyrirtæki og stofnanir mikið að keyra ýmiskonar vefkerfi sem hreinlega þarfnast meira real estate til að birtast skikkanlega á skjám notenda.

Ef mig vantaði svona skjá þá mundi ég alltaf leita til Fjölsmiðjunnar, aldrei kaupa nýjan.

Re: Gjöf en ekki gjald

Sent: Lau 13. Ágú 2022 21:26
af hagur
Svona skjár er náttúrulega raritet og verðlagður eftir því, hvar annarsstaðar ætlarðu að fá svona skjá nýjan? :sleezyjoe

Re: Gjöf en ekki gjald

Sent: Lau 13. Ágú 2022 22:14
af Revenant
Þessi skjár gæti verið fyrir gamlan búnað sem er enn í noktun (og styður bara 5:4) eða þarf að vera á stað þar sem er ekki pláss fyrir widescreen (kannski í rekka eða sambærilegum stað).

Re: Gjöf en ekki gjald

Sent: Lau 13. Ágú 2022 23:58
af appel
CendenZ skrifaði:Held nú.. að þetta eru stofnannaskjáir... Þannig þegar skólar eða stofnanir kaupa svona skjái, þá fær ríkið 40%. Ekkert að marka þessa upphæð


Finnst þetta óþolandi þegar verslanir verðleggja vöru svakalega hátt, en gefa svo völdum viðskiptavinum (stærri fyrirtækjum og stofnunum) meiriháttar afslátt einsog þú nefnir, 40%.

Verslanir eiga bara að verðleggja vöru eins fyrir alla, en ekki gefa séra jóni lægra verð heldur en venjulegum jóni býðst.

Re: Gjöf en ekki gjald

Sent: Sun 14. Ágú 2022 07:46
af Klemmi
appel skrifaði:
CendenZ skrifaði:Held nú.. að þetta eru stofnannaskjáir... Þannig þegar skólar eða stofnanir kaupa svona skjái, þá fær ríkið 40%. Ekkert að marka þessa upphæð


Finnst þetta óþolandi þegar verslanir verðleggja vöru svakalega hátt, en gefa svo völdum viðskiptavinum (stærri fyrirtækjum og stofnunum) meiriháttar afslátt einsog þú nefnir, 40%.

Verslanir eiga bara að verðleggja vöru eins fyrir alla, en ekki gefa séra jóni lægra verð heldur en venjulegum jóni býðst.


Vandamálið er ekki fyrirtækin, heldur hið opinbera.
Opinbera gerir samninga, þar sem fyrirtæki þurfa að bjóða eitthvað um 24 - 28% afslátt af listaverði, man ekki nákvæmlega töluna.
Fyrirtækin verða því að geta fengið ásættanlega framlegð þó þau gefi samsvarandi afslátt, og verðleggja listaverðið því samkvæmt því.

Þetta er í raun bara leikur að tölum og kemur verst niður á neytendum, því önnur fyrirtæki sækja bara um og fara líka í fastan afslátt.

Til þess að komast framhjá þessu, þá merkja verslanir sumar neytendavörur með annari verðmerkingu, svo sem "sérverð", og þá gildir þessi afsláttur ekki. Getur séð það t.d. á sumum consumer fartölvum.

T.d. hér, allir svona venjulegir hátalarar merktir sérverð, en fundarhátalarar og annað pro drasl ekki:
https://vefverslun.advania.is/hljod-og- ... &PageNum=1

Re: Gjöf en ekki gjald

Sent: Sun 14. Ágú 2022 12:18
af urban
Klemmi skrifaði:Vandamálið er ekki fyrirtækin, heldur hið opinbera.
Opinbera gerir samninga, þar sem fyrirtæki þurfa að bjóða eitthvað um 24 - 28% afslátt af listaverði, man ekki nákvæmlega töluna.
Fyrirtækin verða því að geta fengið ásættanlega framlegð þó þau gefi samsvarandi afslátt, og verðleggja listaverðið því samkvæmt því.

Þetta er í raun bara leikur að tölum og kemur verst niður á neytendum, því önnur fyrirtæki sækja bara um og fara líka í fastan afslátt.


og þetta er ástæðan fyrir að hinn eðlilegi neytandi á ALLTAF að biðja um afslætti á vöru sem að hann verslar, það kostar ekkert að spurja og það versta sem að gerist er að maður fær nei.
En oft hægt að fá jafnvel tugi prósenta afslátt.

Re: Gjöf en ekki gjald

Sent: Sun 14. Ágú 2022 15:15
af braudrist
Mér líst líka vel á þennan. Þetta er sérpöntun sko!
Held að ég taki 3

https://vefverslun.advania.is/vara?ProductID=E1715S

Re: Gjöf en ekki gjald

Sent: Sun 14. Ágú 2022 23:43
af rapport
Ríkisafslátturinn er á bilinu 10-20% eftir fyrirtækjum, hér er verið að ýkja stórlega.

Re: Gjöf en ekki gjald

Sent: Mán 15. Ágú 2022 01:06
af Klemmi
rapport skrifaði:Ríkisafslátturinn er á bilinu 10-20% eftir fyrirtækjum, hér er verið að ýkja stórlega.


Ef ég man rétt var prósentan 24%, og 26% ef pantað var á netinu í stað þess að fara í gegnum sölumann.
Ég var að skoða þetta fyrir ca. 5 árum síðan, getur verið að það hafi breyst í millitíðinni.

Re: Gjöf en ekki gjald

Sent: Mán 15. Ágú 2022 09:46
af rapport
Klemmi skrifaði:
rapport skrifaði:Ríkisafslátturinn er á bilinu 10-20% eftir fyrirtækjum, hér er verið að ýkja stórlega.


Ef ég man rétt var prósentan 24%, og 26% ef pantað var á netinu í stað þess að fara í gegnum sölumann.
Ég var að skoða þetta fyrir ca. 5 árum síðan, getur verið að það hafi breyst í millitíðinni.


Ég fór og kíkti á almennu rammasamningsafslættina inn á rikiskaup.is. og minnsti fasti afslátturinn er 10% og mesti 20%

Í örútboði þar sem verið er að kaupa í magni fást svo betri kjör, en þetta eru almennu afsláttakjörin.

Re: Gjöf en ekki gjald

Sent: Mán 15. Ágú 2022 13:21
af Borð
Þessi skjár passar ágætlega með þessum turn, ætli þetta sé starfsmaður Advania? :)

Re: Gjöf en ekki gjald

Sent: Mán 15. Ágú 2022 14:35
af dadik
Klemmi skrifaði:
rapport skrifaði:Ríkisafslátturinn er á bilinu 10-20% eftir fyrirtækjum, hér er verið að ýkja stórlega.


Ef ég man rétt var prósentan 24%, og 26% ef pantað var á netinu í stað þess að fara í gegnum sölumann.
Ég var að skoða þetta fyrir ca. 5 árum síðan, getur verið að það hafi breyst í millitíðinni.


Afslættirnir hafa lækkað af því að verðin hafa lækkað. Þegar ég var að vesenast í hardware kaupum fyrir fyrirtæki var þetta á bilinu 30-40% en það er mjög langt síðan.

Þessi vél (Thinkpad Carbon X1 gen10) : https://verslun.origo.is/Tolvur-og-skja ... 976.action er td bara 40k dýrari hérna heima heldur en ef hún væri keypt hjá Lenovo USA (þá er ég að reikna verð með VSK á vélina úti)

Re: Gjöf en ekki gjald

Sent: Mán 15. Ágú 2022 19:56
af rapport
dadik skrifaði:
Klemmi skrifaði:
rapport skrifaði:Ríkisafslátturinn er á bilinu 10-20% eftir fyrirtækjum, hér er verið að ýkja stórlega.


Ef ég man rétt var prósentan 24%, og 26% ef pantað var á netinu í stað þess að fara í gegnum sölumann.
Ég var að skoða þetta fyrir ca. 5 árum síðan, getur verið að það hafi breyst í millitíðinni.


Afslættirnir hafa lækkað af því að verðin hafa lækkað. Þegar ég var að vesenast í hardware kaupum fyrir fyrirtæki var þetta á bilinu 30-40% en það er mjög langt síðan.

Þessi vél (Thinkpad Carbon X1 gen10) : https://verslun.origo.is/Tolvur-og-skja ... 976.action er td bara 40k dýrari hérna heima heldur en ef hún væri keypt hjá Lenovo USA (þá er ég að reikna verð með VSK á vélina úti)


Ríkið eða hið opinbera fær heldur ekki mestu afslættina, hef séð fyrirtæki fá betri verð fyrir kaup á 5 tölvum en ríkið fyrir kaup á 500.

En ríkið gerir líka alltaf kröfu um a.m.k. 3 ára ábyrgð, að viðgerð taki bara <3 daga og jafnvel að ef vélin bili þá sé hún sótt og henni skilað.

Og allskonar í þessa áttina, opinberir aðilar kaupa því oftast mila þjónustu með sem er innifalin í verðinu sem þeim eru boðin.